fimmtudagur, júlí 15, 2004

"It´s been long since I smelled beautiful!"
 
Mikið mikið hlakkar mér til. Á morgun ætlum við á nýja gamla kagganum upp í sveit með tjald og allt! Ætla fyrst til mömmu og pabba á morgun og fá fullt af skemmtilegu útilegu dóti lánað, til dæmis svona "eitt í öllu" hnífapara sett, tjald (ekki má gleyma), primus, plast bolla og alls konar ílát, já bara fullt!
 
Held að Sara, Rósa og Sunna séu búnar að gefast upp á mér eða bara gleyma mér...sakna að heyra ekki í þeim í gegnum bloggið mitt eða Söru eða Rósu...öfunda þær af að vera ú úglöndum smá í sól, en er samt mjög sátt við að vera heima nú og veðurspáin er mjög góð sko fyrir Suðurlandið!! Okkur langar nebbnilega að kíkja í Þjórsárdalinn!
 
Gleymi alltaf að skrifa hvað gerist, t.d. fórum á tónleika í Kling og Bank eða Klink og bang eða eitthvað, og sáum semsagt Lokbrá og Kimono. Mjög sveitt og skemmtileg stemming. Nú og svo má ekki gleyma öllum ferðum mínum í kvikmyndahús borgarinnar, Cronicles of the Riddick Vin segir:" It´s been long since I smelled beautiful"..., Spiderman 2=mjög góð afþreying satt best að segja, Some kind of Monster= Svona must see mynd!! Snilld!!..Man ekki fleiri...   Má nú ekki gleyma Sigríðar grillinu, sem var gott og mergjað (mergjað??), nema hvað það vantaði bara helminginn af meðlimum. Vorum samt með þrjá auka limi með okkur, en samt....Frábærlegt, mamma kenndi mér þetta snilldar orð...oh bless
 
Langar gegt að fara að pakka eða eitthvað en kannski þarf þess ekkert..Fékk æði í dag og fann og þvoði ALLA sokka í húsinu, konan á þriðju hæðinni stoppaði mig af er ég þaut upp í brjálæðinu og tilkynnti hún mér það,  að hún væri búin með sína...og að hún lyktaði nú af þessu smá þráhyggju og sagði að í rauninni væri nóg að þvo bara þessa 4000 sokka sem við Bjarki eigum!!!! púff úff. Súr en sætti mig alveg við það... 5 sokkar stakir eftir, hvað gerir maður, hendir? eða bíður þangað til maður finnur hina á móti?? Finns pjönku einmannalegt hjá þessum 5 greyjum er þau lágu á stofuborðinu, örlítið ráðavillt, líkt og litlum hóp af fólk sem hefur óvart verið læst inni í rafmagnslausu bíói heila helgi, alveg "ha, hva, humm, ja hérna"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home