Fyrsti sunnudagur í aðventu
Spádómskertið tendrað
Spádómskertið tendrað
Neh bara mikið að gera, eins og alltaf...En núna er verið að vinna í verkefnaskilum, byrjuð í rauninni í prófum því núna, at the moment, er heimapróf. Ekki erfitt próf en mjöööö langt ;)
En svo bara tæpar 2 vikur eftir og þá komin í jólafrí frá skólanum. Það á MIKIÐ eftir að gerast og ganga á þennan tíma en svo ætla ég að njóta þess að vera bara að vinna ahhhh.
Þessi helgi var ekki hefbundin á nokkurn hátt en á föstudaginn var amma B jarðsungin og erfidrykkja sem fylgdi í kjölfarið. Á laugardeginum var vaknað snemma og farið í Vík í Mýrdal þar sem hún var jarðsett. Ótrúlega flottur staður Vík, hef komið þangað áður en veðrið sem við fengum núna var svakalegt, glampandi sól en náttúrulega mjög kalt. Sunnan glampaði á sjónum og maður sá endalaust því það var heiðskírt.
Svo í dag var birt æðislegt próf og sit ég nú og leysi það eins og siðsamlegri dömu sæmir...Var að henda ímig sniðugri tortilla, en ég henti á hana smá blaðlauk, skinku, tómötum og mozarella-smá maldon og pipri-hitaði og jömmí! Og hún hitt, þ.e. ég henti henni og hún hitti beint í mark....hoho.
2 Comments:
Gangi þér vel í prófunum :D
Takk fyrir það!
Skrifa ummæli
<< Home