laugardagur, desember 31, 2005

Er ekki vel við hæfi að koma með svona enda-árs pistil? Ekki seinna vænna svona á síðustu klukkutímum ársins 2005...
Eruð þið nokkuð ennþá að grenja eftir síðasta? Neh hélt ekki, þið eruð svo sterk...bleeeh.

Jámm, hvar skal byrja. Þetta ár er búið að líða mjög hratt, veit ekki hvort einhver hafi tekið eftir því líka en allt í einu er það bara búið. Þó er margt búið að gerast eða svona þannig lagað. Ég náttúrulega hugsa strax SKÓLINN, en hann hefur tekið lang mestan tímann hjá mér. En svo hugsa ég líka um hann Loka minn sem dó í ágúst. Verulega sorglegt það og er enn.

Allt í einu fattaði ég að ég get ekki farið að telja allt upp enda pottþétt að ég gleymi...en ég skrifa bara það sem mér dettur u hug.

Fór með í langa og skemmtilega útilegu með vinunum í Húsfell sem var ofsa stuð og gaman. Fórum ekkert til útlanda samt á árinu en tókum innanlandsferð á þetta, tjald og læti. Bara gaman!
Sumarbústaðurinn var þó nokkuð mikið notað af okkur B, enda knúsdúfur og þykir okkur ekkert meira unaðslegt en að liggja í leti upp í bústað. Ahhhh.

Byrjaði á nýjum vinnustað með skólanum og líkar rosalega vel. Auðvitað var stundum gaman á leikskólanum líka en launin og vinnutíminn eru ekki sambærileg.

Prófaði snjóbretti aftur, sem ég hef ekki gert síðan unglingur-kunni ekki mikið/neitt, en núna er búnaðurinn að koma hjá okkur og verður þetta áhugamálið by choice-alltof gaman. Veit hins vegar ekki hvort ég hefði getað þetta nema fyrir tilstilli Drafnar, en hún "kenndi" mér grunninn og kom mér niður!

Þetta ár, þá einkum síðustu mánuðir þess, hefur verið einkar erfitt fyrir fjölskylduna-ákveðinn sjúkdómur hefur eyðilagt allt það er heitir normal fjölskyldulíf en við byrjum nýtt ár á að vinna soldið með okkur sjálf og þar af leiðandi vinna úr þessum erfiðleikum. Kannski ekki allir, en meirihlutinn.
B fær líka verðlaun fyrir að vera ávallt til staðar og hann hefur tekið við miklu kjaftæði sem ég hef þurft að koma frá mér!

Já, man ekki meira í bili, eða jú ég man alveg en kannski ekki að nenna að fara út í allt.

Óska bara þeim tveimur sem lesa þetta fyrir utan mig, gleðilegs nýs árs! :)

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskan, gaman að lesa ársritið þitt!
Ótrúlegt en mér finnst árið fljótara að líða eftir því sem maður verður eldri???? very wird... það er bara alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að vera til!!

Góða skemmtun í kvöld
sdo

2:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt Nýtt ár Laufey, vonandi hittumst við einhverntímann á því nýja :)

Kær áramótakveðja,
Eva.

3:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!!!

2:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár lulu og kærar þakkir fyrir það gamla.
Kv. Birna Hlín.

9:26 f.h.  
Blogger Huxley said...

Takk fyrir það og sömuleiðis alle sammen :)

12:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár elskan og takk fyrir öll gömlu og góðu :)
ég var einmitt að hugsa um snjóbretti í hádeginu þegar ég sá allann snjóinn, og það birti ekki bara yfir borginni heldur líka mér :) hlakka til að renna mér niður brekkurnar með þér af fullum krafti :) en svo er það líka annað...skautarnir! ;)
dröFn*

3:20 e.h.  
Blogger Huxley said...

Heyrðu já! Hvernig væri að við tækjum litlu systur mína á skauta-hún er óð í það sport!

6:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð sæta & gleðilegt nýtt ár... var að koma frá Eyjum (geggjað stuð) hitti alla gömlu vini þína;) þetta ár verður frábært!!

8:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jú ég er geim í skauta :) skellum okkur í næsta frosti ...
ds*

2:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Very nice site! » » »

4:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Very nice site! Flights to orlando moscow Schedule bill payments online Affiliate marketing programme nl 99 Military phone listings

5:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home