miðvikudagur, desember 21, 2005

Jóla! Jóla hvað?? "Ekki"- jólalegi pistillinn

Held að þetta sé án efa skemmtilegasti tími ársins, svona á heildina litið. Og það er ekkert skemmtilegra en að fylgjast með út úr stressuðu fólki sem er gjörsamlega að tjúllast! Greyin þau, ég ákvað fyrir löngu að láta stressið ekki ná tökum á mér, en ég skipulegg mig bara og tek því rólega. Á fullt samt eftir að gera en einhvern veginn nær þetta ekki að vera það svakalegt til að hafa of mikil áhrif á mig.
Ég fór líka að velta fyrir mér svona gjafastússi, svona eftir nokkur samtöl við vini og kunningja. Í minni fjölskyldu er ekki gefið mikið af gjöfum, þ.e. frændsystkin en þó eru þau yngstu með pott. Ástæðan er sú að við erum svo mörg og mörg í hverri fjölskyldu að afmælin eru bara næg.
Ég væri samt til í að hafa pott fyrir okkur elstu hérna á landinu en við pældum of seint í því. Þau eru líka uppáhalds frændsystkinin mín og þess vegna voða gaman að gefa þeim. Hef samt heyrt að margir eru að gefa tugi gjafa en svo heyrði ég einmitt svona sjónarmið móður sem fær ógrynnin öll af ódýrum gjöfum (þ.e. börnin hennar) sem svo enda í ruslinu stuttu seinna eða ein og yfirgefin ofan í kassa. Fólk hefur ekkert efni á að gefa þær dýrustu-sem eru dýrar hér á landi og reynir því að finna eitthvað smá til að gefa. Ekki miskillja, I´m all for the thought and all that. En ég fór samt að pæla, frekar bara að henda 1000 kalli í góðgerðarsamtök, þar sem peningurinn fer miklu lengra. Og kannski gera það í nafni barnsins og leyfa því að fylgjast með.

Svo fór ég að hugsa um annað, mikið rosalega höfum við það mörg gott, þar á meðal ég. Finnst ég ekki þurfa að hafa neitt mikið fyrir því en samt held ég að Karma sé þarna eitthvað involverað. Ég vinn mína vinnu, borga skatta og skuldir, geng í skóla, er ágæt við nánungann og því tel ég mig uppskera í takt. Ekki það að þeir sem eru illa staddir séu einhver illmenni, en hvernig verður þetta svona? Er þetta ættgengt? Eða er fólk ekkert að gera? Það er allavega næg vinna hérna. Er ekki viss um að allir myndu vilja láta berja sig, skíta á sig, klóra og hrækja á sig eins og fólst í vinnunni minni sem Ég vann mjög góðfúslega út frá mínu vali - en samt segir fólk "ég myndi sko aldrei vilja vinna á Granda eða McDonalds. Þá frekar hef ég það gott á bótum, og vinn smá svart í búð.."
Er ekki að alhæfa en ég ER að heyra þetta MIKIÐ núna og fólki er alveg sama, betra að gera ekkert og fá borgað fyrir það heldur en að gefa af sér og já ok kannski fá næstum minna..."
En auðvitað eru sumir illa staddir í smátíma, svona millibil og þá redda þessar bætur fólki, svo ég tali nú ekki um alvöru-öryrkja.
Veit reyndar um dæmi sem er nálægt mér, þar sem móðir basically kenndi dóttur sinni að "vinna" kerfið. Þ.e. hvernig hægt væri að fá sem mest út úr því, svindla á því og svo framvegis. En móðir móðurinnar hefði aldrei gert svona lagað, aldrei.
Á Barnalandi eru umræður um Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnum Kirkjunnar, þar sem þær annað hvort kvarta yfir því hvað þær fái lítið frá þeim um jólin eða þá bera saman og næstum monta sig. Á ekki til nógu sterk orð til að lýsa undrun minni á framferði fólks stundum! Skil þetta ekki...

Æ er búin að ranta of mikið-kannski ekki mest jólalegt en what the hell.
Við fengum RISA rúm í gær og erum ofsa glöð. Svo keyptum við farmiða til NY áðan,búin að safna fyrir þeim.
B fékk svaðalega flottar einkunnir og ég er svooo stolt af honum-hann er svo klár!
Finnst við vera dugleg og sit ég hér með góða samvisku ;)