laugardagur, desember 24, 2005


Nú er maður alveg í jólagírnum, svakalega fallegt verðu (I´m bluffing myself) þykkar dáleiðandi snjóflygsurnar falla á kollinn minn og ég stekk inn í heitt kakó.....Já ég er í þykkri, rauðri kóngaflauelskápu með hvítum loðkraga og síðar brúnar flétturnar skoppa á öxlunum á mér. Oh hvað jólin eru yndislegur tími (þetta er reyndar ekki blöff..), maður fyllist svona kærleik og hlýju (jejeje)....En allavega....


Gleðileg jól esskurnar-
takk fyrir það gamla og góða,
megi allar ykkar heitustu óskir rætast á nýja árinu!
Smússí smúss.

En svo verð að láta fylgja með eins skondna sögu-ég sem sagt varð vitni að þessu í morgun þegar ég var stödd í búð í Kringlunni, ég veit skamm-maður á ekki að fara í búð á aðfangadagsmorgun en ég "varð" að bæta aðeins í pakkana ;) bara hreinlega varð (innsogshljóð) hohho...
Anyways, inn gengur ungur piltur,vel til fara en samt svona nett "ójá ég fékk mér nokkra í nótt". Segir hann við afgreiðsludömuna: ,,Já mig vantar eitthvað flott og fallegt handa einni 19 ára, verður að vera alveg perfect...ég sko hitti hana nefnilega í nótt!" Múahahaha, en hann var hress og afgreiðsludaman einnig, og saman skoðuðu þau allt sem í boði var-og hann var sko ekkert cheap á því!
Nei greinilegt að hann fékk ekki bara öl í nótt ;)
Æ, það er svo gaman saman, ekki satt?