sunnudagur, mars 07, 2010



Hveitikím
er eitt af því allra allra hollasta sem þú getur sett upp í þig. Nýlega fór ég að skoða hvernig ég gæti hugsanlega notfært mér þetta undur og viti menn-ég er farin að geta það og gott betur.

Ein alveg lauflétt
30 grömm af hveitikím (wheat germ)
1 egg
krydd að eigin val og jafnvel smá sletta af vatni.

Þessu hrært saman og steikt á pönnu upp úr kókosolíu. Svo set ég stundum 11% ost ofan á :)

Það þarf svo ekkert endilega að setja egg í þetta (bara nota vatn eða t.d. AB mjólk) og einnig er hægt að hafa þetta í sætari kantinum og þá sem einskonar pönnuköku. Sumir nota þetta sem pitsabotn og baka í ofninum og svo er hægt að skella þessu á disk og inn í örbylgjuofninn.

Endalaust hægt að leika með þetta en þess má geta og taktu nú eftir, að 30 grömm af stöffinu jafngildir því að gófla í sig 250 grömmum af grænmeti! How about that!

Ódýrt og undursamlegt :*