miðvikudagur, júlí 28, 2004

      Jæhæja hvar skal maður nú byrja huh dæs dæs! Allavega skal bara byrja á byrjuninni...Á miðvikudagskveldinu 21. júlí, lögðum við Bjarkilíus sætilíus upp í ferðina okkar. Bryjað var að bruna upp í Borgarfjörðinn snotra og gistum við í fjölskyldubústaðnum góða, eina nótt. Ohhh hvað það var gott að komast út úr blessaðri borginni. Vöknuðum í bongóblíðu á fimmtudaginn og héldum þá norður á leið. Með nokkrum minniháttar stoppum, komumst við til Akureyrar og versluðum allt frá ogvodafone útilegu stól til áfengis nammmm. Nú svo lá leið okkar á Húsavík, nei ekki til að heimsækja Birgittu eða bittu eins og ég óvart sagði, heldur frændfólk Bjarkans. Setið var þar í góða veðrinu dágóða stund en einnig voru foreldrar hans og systur báðar í kaffistoppi þar. Nú, við fórum þar á essó ég og Bjarki og fengum okkur eina sjoppuborgarann í ferðinni JÖMMÍ!! Svo sátum við á pöb/restaurant við höfnina, úti, sötrandi bjór með fólkinu hans.
       Allavega, eftir það stopp, brunuðum við upp Tjörnesið góða í heiðskíru og sáum yfir allann flóann ohhh dásamlegt. Komum um 8 í Ásbyrgi...Fá orð fá lýst minni eilífðar ást á þessum stað. Þó svo að þegar ég var þarna síðast þá mátti tjalda inni í botni, þá sætti ég mig alveg við að vera á hinu tjaldsvæðinu. Sátum og sötruðum, vöknuðum í besta veðri sem ég hef upplifað á Íslandi í langan tíma!! Spiluðum tennis og lékum með frisbee, grilluðum, fórum í göngur og afslöppuðumst svo um munar. Á laugardeginum, brunuðum við austur á Egilsstaði, sáum Dettifoss á leiðinni sko..Bjarki að sjá margt í fyrsta sinn sko..Þar fórum við í bústað á Einarsstöðum, sko rétt hjá Egilsstöðum, og gistum í 3 nætur. Mjög gaman og gott, með foreldrum og Höllu systur Bjarka. Lögðum svo af stað í gær suður, stoppuðum eina nótt í Skaftafelli, þar sem gengið var meira og grilluðum einar stærstu svínakótilettur sem sést hafa hérna megin Atlantshafs!! Túristarnir göptu bara á okkur, þar sem við stóðum á grillsvæðinu. Við vorum eiginlega bara svolítið feimin við steikurnar... Brunuðum í Vík í dag að hitta fleiri ættingja, Bjarki málaði fyrir frænku sína og svo fór hann upp á elliheimili að grátbiðja  háldraða frænku sína um RABBABARAGRAUT!!! Hún sko varla þekkti hann fyrst...
Nú svo erum við bara komin núna, soldið sorgmædd yfir að ævintýrinu sélokið í bili en mjög glöð að sjá Loka okkar og að bíllinn klikkaði ekki á okkur þessa 1550 km!!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Verið velkomin heim ferðalangar! Hljómar allt saman mjög vel :) en það er líka gott er að fá ykkur heim ;) DS***

9:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá þetta hefur verið geggjað ferðalag hjá ykkur hjónunum. Varla hefur þessi svínasteik litið skringilegra út en dildóið frá Jóa Fel sem þið mættuð með í Sigríðargrillið;)Kv.BIRNA.

11:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home