fimmtudagur, júlí 29, 2004

Já kæru lesendur, þetta var mögnuð ferð. Eiginlega skrýtið að vera komin heim, Bjarkinn farinn að vinna greyið og ég og Loki "making up for lost times". Þessi köttur er knúhús brjálaður, sko elskar að troða sér, sko spyrnir sér í hálsakotið á mér og svo malar hann eins og 45 ára gömul upptjúnuð dráttarvél!!

Kláraði tvær bækur í ferðinni, get nú alveg minnst á þessar tvær bækur núna fyrst ég á annað borð byrjaði að skrifa um þetta. Önnur var hinn magnaði reifari The Da Vinci Code (á ensku), já kyngimögnuð alveg hreint en hin var Eleven Minutes eftir Paulo Coelho (sá sem skrifaði Alchemist). Hún er fín konu bók, um vændiskonu/stelpu frá Brasilíu sem endar í Swiss..jamm jamm. Eiginlega búin að vera dugleg að lesa síðustu mánuði, sko að lesa gefur manni sko svo mikið ohoho. Aðrar bækur eru td. Girlfriend in coma eftir Douglas Coupland, mjög skemmtileg bók og ég byrjaði á annari efitr sama höf sem heitir Miss Wyoming. Nú svo er við rúmið einnig bók sem heitir Blátt tungl eftir Árna Þórarinsson og byrjaði í gær á bók sem heitir því skemmtilega nafni (?) Westsiders eftir William Shaw "The stories of the boys in the hood"..Já ekki má gleyma bókinni sem ég las á einu kvöldi í bústaðnum sem heitir Reykjavík 2000, sem er svona keðju-glæpasaga sem gerist í Reykjavík (ó er það..).

Bladidibla...Tónlist, eitthvað verð ég að tala um tónlist, af hverju? nú því það er cool, það er inn..hoho. Hlustuðum EKKERT á tónlist í ferðinni, við sem erum mikið alltaf að hlusta, en sko útvarpið ekki mjög sambandsgott og einn hátalari..Erum samt búin að fá gefins græjur í bílinn, meira um það síðar. Við sungum bara heilmikið, bjuggum ti fyndnar syrpur úr því sem við kunnum osfrv., kunnum ekki mikið sem sagt en þetta var bara stuð! Meðan ég man, Dröfn ertu búin að hlusta á Ulrich Schnauss???? Must do, must listen to ze german genius!!!

Já sem sagt komin heim, að þvo þvott og skreyta íbúðina í huganum. Las nefnilega um 30 Hús og Híbýli í gær á meðan Bjarki málaði, hausinn fór á flug og nú ætlum við að gera eitthvað sniðugt :=)

Það er ekkert lítið hægt að blaðra...en held ég fari að gera eitthvað...fyndið hvað maður er alltaf duglegur að gera ALLT annað en það sem virkilega þarf að gera..

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Velkomnir heim ferðalangar fríðu :-)Í sveitin er svo sannarlega mikil sæla...nú ég er búin að fara að þínum ráðum og hlusta á þann þýska og leist vel á * Heyrumst á eftir, versló framundan :)DS***

3:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home