fimmtudagur, janúar 12, 2006

Oh ég verð, ég verð, ég verð!
Veit maður á ekki að tala mikið illa um fólk og þá sérstaklega ekki fólk sem maður í rauninni þekkir ekki en ég bara get eigi orða bundist.
Mér hefur alltaf fundist Geir Ólafsson vera hallærispinni og það sannaðist enn frekar um helgina. Tja og heldur áfram. Ég las bloggið hennar Betu, eins og svo oft, um helgina. Þar lýsti hún atburðum sem ég hló svo mikið af en í dag varð ég pirruð. Helv..hann Herra frægur Geir Ólafs, viðurkennir ekki neitt. Verðið eiginlega að lesa bloggið hennar Betu og svo þetta til að skilja. Finnst líka leiðinlegt að hann heiti þessu nafni.
Af hverju getur hann ekki heitið Guðbrandur Óttarsson eða Sigríður Óskarsdóttir?

Stundum fær maður kjánahroll en stundum, stundum felur maður sig bara undir teppi! Mikið er fólk stundum mikið fífl.