miðvikudagur, janúar 18, 2006

Fórum sem sagt á fjöll í gær, nánar tiltekið The Blue Mountains. Ótrúlega margir þar, langar raðir og mikið frost. En allt það var í lagi. Skemmtum okkur rosa vel og fórum sátt heim. Það er samt fullt af stórhættulegu liði þarna og finnst mér, án þess að ég sé með einhverja fordóma gagnvart pro-skíðaliði, að þetta æfingalið ætti að fá sér svæði fyrir sig. Alltof hættulegt. Reyndar er margt annað sem þarf að skoða, en þetta væri þó byrjunin. Við sáum þyrluna koma sem og 3 sjúkrabíla, þannig að þetta gengur ekki alveg slysalaust fyrir sig þara í fjöllunum. En við komum heim heil en með nokkra skemmtilega strengi.

Svo opnar LodgeHill um helgina en þangað finnst mér eiginlega betra að fara. Nóg um það.

Þorrablót á fös en út frá því fórum við Dröfn að hugsa um að halda Skorrablót hjá Siggu ?? Sniðugt eller hvad! Allavega pæling. En svo þarf maður líka að hugsa um skólann og svona. Læra kannski og þannig ;) Jeddúdda mía.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Blesssssuð pæa!
'Eg ætla nú að byrja á því að hrósa þér fyrir nýja gardínu lúkkið á síðunni þinni, miklu bjartara yfir henni;)
Bráðum verður þú svona "pro æfingalið" hvað sem þú gerir eða hefur fyrir stafni, það gerir þú með stæl;)

8:32 f.h.  
Blogger Huxley said...

Takk fyrir það! Já ég er rosa ánægð með lúkkið :)

10:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

við getum lika farið í svona fear factor leik og haldið alvöru þorrablót :)

***sdo***

2:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er til í skorrablót. En ég ætla ekki í einhvern fear factor pakka. Var að horfa á það um daginn og gerði mér grein fyrir að ég gæti ekki tekið þátt í neinni þraut. Kannski helst að hoppa milli bíla á ferð og þannig. En að borða viðbjóð og láta pöddur og rottur skríða á mér, glætan glætan.
BHK.

2:12 e.h.  
Blogger Eva said...

Já, enda stunda ég ekki svona hættulegar íþróttir :p

En það var frábært að hitta á þig í Smáralindinni :D

11:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home