fimmtudagur, janúar 12, 2006

Geir Ólafs er NÖRD... Bara varð aftur ;)

Jæja, skólinn byrjaður og alvara lífsins heldur betur tekin við. Svakalega alvarleg eitthvað...Er í skemmtilegum námskeiðum þessa önnina, reyndar eru hinar annirnar ekkert búnar að vera leiðinlegar en þessi lofar allavega góðu. Hef ekki getað mætt í alveg alla tímana í þessari staðlotu en það reddast, enda er þetta fjarnám og hingað til hef ég höndlað þetta bara vel. Meðal kúrsa sem ég er í er Táknmál, eitthvað sem ég hef lengi verið spennt fyrir. Lærði reyndar öðruvísi táknnotkun úti í Bretlandi sem heitir Makaton en það er allt örðuvísi en íslenska og breska táknmálið. Makaton er meira líkt Tákn með tali sem er mikið notað hérna. Fróðlegt ekki satt, já I´m all about being informative!

Nú, ég er búin að búa til dagatal eins og ég hef gert síðustu annir,sem ég merki inn á verkefnaskil og þess háttar og hengi upp á vegg. Með þessum hætti er þetta alltaf fyrir framan mig og engin hætta á að ég gleymi einhverjum verkefnum. Það að gleyma verkefnum er brandari fyrir sumum, en það er mikill fjöldi verkefna í 6 námskeiðum!
En þetta lítur ágætlega út..well, reyndar er inni í þessu vettvangsnámið sem og nokkur risaverkefni, en þetta er ekki eins troðið og á síðustu önn. Vettvangsnámið stangast þó eitthvað á við NY-ferðina, en ég verð bara að redda því. Fyrir mér er þessi ferð jafn mikilvæg þessu vettvangsnáminu. Kannski skrýtið fyrir sumum, en hún mun vonandi verða mér smá therapía. Ohhh, og systir er farin að telja niður! Jei! Jó! Og já!

Svo eru amma og afi að verða 160 ára þannig að maður verður duglegur að plana eitthvað flott.

Jæja, maginn að hrjá mig, verð því að dúndra mér á dolluna. Chao!

2 Comments:

Blogger Eva said...

Þú ert svo dugleg!

9:48 e.h.  
Blogger Huxley said...

Takk takk, ég reyni ;) er samt ekkert alltaf dugleg sko

8:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home