fimmtudagur, janúar 26, 2006

Fyndið, nú þegar skólinn er byrjaður þá er voða mikið til að horfa á. Ekki í jólafríinu laaanga. Nei, þannig virkar það ekki.
Eftir að við horfðum á Walk the line-Johnny Cash, horfði ég á mynd sem er ný og gerð eftir bók en hún heitir Memoirs of a Geisha. Titillinn segir allt en ég byrjaði einu sinni á bókinni er ég fékk hana lánaða af meðleigjanda en kláraði hana aldrei. Myndin finnst mér flott og góð. Fær alveg góða einkunn en ég á endann eftir, varð að fara að sofa....

Svo erum við (já sko ég er búin að vera lasin) búin að horfa á Friends mikið og komst ég að að það eru nokkrir þættir (ekki margir þó) sem ég man ekki eftir að hafa séð. Þetta kom mér skemmtilega á óvart og höfum við hlegið mikið á þessu heimili síðustu 2 daga. Við hlæjum reyndar oft og mikið hér, en þó bætir Friends aðeins í uuu safnið. Elska að skella upp úr. Næstum því jafn mikið og að hnerra vel og óhindrað.

Nú, svo horfðum við á áhugaverða mynd í gærkvöldi sem ber nafnið Capote en hún er einmitt um rithöfundinn Truman Capote. Sá hinn sami og tskrifaði Breakfast a Tiffany´s. Mjög spes maður og dó hann víst af overdose 1984. Greyið.
En þessi ræma var sem sagt um gerð bókar hans In cold blood-um þá félaga Perry Smith og "Dick" Hickcock, sem myrtu fjölskyldu í Kansas 1959. Þetta er sem sagt non-fiction eða uuu sönn saga og fór Capote í 4 ár að heimsækja þá er þeir biðu á dauðadeildinni. Capote var þó við það að fá taugaáfall því endirinn á bókinni kom aldrei því þeir féngu alltaf náðun. Well jú á endanum voru þeir hengdir og Capote gat klárað sitt master piece.

Svona finnst mér skemmtilegt. Alveg rosalega rosalega skemmtilegt.

En já, áhugaverðir tímar framundan, er víst á leiðinni í vettvangsnám-ekki alveg víst hvert þar sem ég er með ákveðnar (erfiðar) óskir en við sjáum til. Ég er ekkert rosalega spennt að fara bara eitthvað og myndi þá frekar fresta því ef eitthvað. Hef eina hugmynd en greini kannski frá henni síðar. Ok, hef fullt af hugmyndum en svona er ég.

2 Comments:

Blogger Eva said...

Friends eru snilld, seríur 4-6 eru á leiðinni frá Amazon :)

btw ég er komin með nýja vinnu :D

9:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Keep up the good work »

8:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home