mánudagur, janúar 23, 2006

Langt síðan ég minntist eitthvað á tónlist, er ekki kominn tími á það?
Allavega datt í hug að setja smá hérna inn. Er nefnilega að hlýða á eitt ágætis band er nefnist Of Montreal. Platan kom út á síðasta ári, ég er fyrst að hlusta núna og líst bara svona helvíti vel á. Mæli alveg með henni.

Svo vorum við að enda við að klára Johnny Cash myndina. Og mér fannst hún svaka fín. Reese var alveg að gera sig í henni og langar mig bara að senda henni aðdáendabréf. Er ekki viss um að þetta flokkist undir neinn sérstakan stórleik en einhvern veginn var hún svo flott og maður hugsaði ekkert um bleiku týpuna sem hún leikur svo mikið. Mér fannst hún sæt og góð. Svo komu nokkur tár í endann. Ekkert endilega sorgartár, en ég man að ég skrifaði einhvern tíma um þetta. En árið 2003 dó June, konan hans Johnny. 4 mánuðum seinna dó hann, pottþétt ástarsorg. Enda voru þau gift í 35 ár. Þessi ár unnu þau saman og já gerðu allt saman. Þau þekktust reyndar miklu lengur áður en hún loksins féllst á að giftast honum.

En þetta með þau og hann og ástarsorgina. Úff. Alveg eins og svanirnir. Þeir finna sér maka. En ef annað deyr þá finnur hitt sér engan nýjan maka, heldur deyr oftast úr hjartasorg einhverjum tíma seinna.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

http://esc.chicorockstar.com/myndir/displayimage.php?album=14&pos=50
flott ;)
ds

8:29 e.h.  
Blogger Huxley said...

DS:komst ekki inn á myndina-hanner búinn að breyta um stað. En hvernig var hún? Var hún kannski af sæta mínum?? ;)

3:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home