laugardagur, janúar 28, 2006

Af því að maður er svo agressívur þessa dagana þá langar mig að kvarta aðeins. OK, smá ýkt er ekkert að springa úr einhverri reiði en í gærkveldi/nótt (note "slash" nótt) fórum við nokkur á KB. Þar var einn aðili, já ég skal bara nafngreina hann öðrum til varnaðar, Þorlákur. Hann var með mér í skóla þegar ég var yngri-þá snemma kominn með ákveðna stalkera tendensa. Nú, hann var sem sagt með svaka læti allt kvöldið, öskrandi, hótandi, hendandi glösum og fleira. Vinur hans, litli dvergur, henti glasi í múrvegginn og það smallaðist yfir okkur og ég varð svooo pirruð því ekki bara hefði þetta geta farið í augun á okkur-heldur hefðum við getað verið að drekka örsmá glerbrot án þess að fatta. Skiljú. En ég fékk agnarsmáann skurð á risastóra þumalinn minn.

Anyways, ég fylgdist með kauða og helv..honum Þorláki, dyraverðirnir "skömmuðu"hann aðeins, en sá litli komst undan. Ok, ég legg það ekki í vana minn að gera grín af svona fólki en geri það samt hérna. Þeir eru líka algerir besefar!
Ég sem sagt eins og áður kom fram. fylgdist með pixie-inum og svo þegar hann kom tilbaka nokkurum mín síðar, greip ég half-fullt bjórglas og henti frman í hann. Við erum að tala um gott face skvass-fullkomið skot! Og enn og aftur ég legg það ekki í vana minn að "níðast" á fólki líkamlega né andlega en....you get the picture ;)

Nú aftur að hinum "galla-fyrir-manninum"-sko fault of a man hahahah. Hann sem sagt hélt sinni havoc göngu þarna inni og allir að eipa á honum. Allur barinn á floti, en samt afgreiddu þeir hann því hann var jú "vinur" eins starfsmanns ARRRG. Svo sagði ég við barþjóninn eins og mér er einni lagið á fágaðri en einfaldri ensku: ,,You should have f...in thrown him out ages ago!" hann svaraði á pirraðri (??) ensku:,,He comes here every night and spends money..!!" Ég babblaði e-ð tilbaka og þá sagðist hann nú kunna sitt fag (know his job). Þarna varð ég kjaftstopp! VIÐ ÖLL hin sem vorum þarna inni, vorum LÍKA að eyða pening og MÖRG ef ekki flest komum þarna um tja..skömmustulegt að segja, svo til hverja helgi! Og eins og margir sögðu, þá hefði öllum öðrum verið hent út á nóinu fyrir svona framkomu.

Ætla ekki að röfla um rétt okkar, því hey þetta er bara bar en gaaaaa hvað ég varð pirruð hence þessi færsla. Kom heim og drullaði á síðuna hjá fyrrverandi Herra Ísland (don´t ask), leitaði af póstfanginu á KB-því kvörtunarbréfið var on its way! Með sko svona jó sister hendi og allt. Reið? Hell yeah. Agressive? Ó já! Þetta var bara brot af því sem gekk á í nótt þarna. Af hverju fer aður samt alltaf aftur? Sennilega vegna sadistaþörfinni hjá manni hehehe.

En annars er ég fín :) En þú?

5 Comments:

Blogger Eva said...

Gott að vita að ég sé ekki sú eina sem notar bloggið sitt til að losna við smá reiði! En djöfull skil ég þig! Ótrúlegt hvað fólk kemst upp með bara af því það þekkir einhvern! So what þó honum yrði hent út, hann kæmi pottþétt aftur ef hann er vanur að vera þarna hverja helgi, they always do!

2:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehehehe!! já láttu bara heyra í þér sæta... mannstu... ég elska strák sem að ég kalla Hermann, hann er algjör asni & ekki búið að ferma hann, tumi er sá sem að hjarta Brynju tók, 18 ára skítur sem að heldur svarta bók, stefán er þriðji sem Laufey sá, er hann giftur hvað gerum við þá, þá er það Hallbjörn sem í bakhöndinni er, litli svarti sauðurinn sem keyrir um á ryder.... Laufey ég rappaði þetta á Þorrablóti á Laugard... hvað gengur af mér???

11:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert aldeilis í ham Laufey. Bara um að gera að senda kvörtun til KB. En þetta með hórugaurinn er meira vandamál, var hann ekki einu sinni vinur ykkar? Þú nærð úr þér pirringnum í kokteilasiggunni okkar, ég er viss um það.
Kv. Birna Hlín.

12:44 e.h.  
Blogger Huxley said...

Þetta er svona pirringur og vel af honum á meðan á þessu stendur, er ekkert að eipa akkúrat núna. ;9

Ragga: Bwahahaahahahha múhahahahah! Jei jei, djísus hvað það hefur verið fyndið!! :)

4:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Best regards from NY! Electronic surveillance technician cheap moving companies Air line ticket to georgia

5:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home