laugardagur, febrúar 11, 2006

Eins mikið og mig langaði til að skila fullt af greinargerðum og ritgerðum, fara á söfn og heimsækja listamann-þá ákvað ég að segja mig úr Listasögu. Hef ekkert heyrt í afar sérstaka kennaranum í því góða fagi síðan í janúar og auk þess var þetta algerlega auka auka. Eiginlega veit ég ekki af hverju ég var að bæta við viðbætinguna mína ??? En jámm hætt þar. Lúser me yes I know.

Svo að öðru. Ég eða réttara sagt B stakk þessu bandi að mér: Clearlake. Auðvitað get ég ekki stungið einu né neinu að mér...duhhh.
Það er alltaf svo mikil unun að heyra eitthvað nýtt gott. Það er heil hrúga þarna úti af ekki svo góðu efni en á móti heill hafsjór af frábærlegu efni. En magnið af tónlist sem fer inn um kuðunginn minn á degi hverjum er huge, sumt nær minni athygli og sumt...tja skulum segja að kattasandurinn sé meira spennandi en sumt.

Örkuz er sumsé ólétt og gat konan hans Dagfinns ekki sagt okkur nákvæmlega hve langt hún væri komin né hve marga litla krúslinga hún er með inni í mallanum sínum. EN, hún sagði að hún væri a.m.k. komin 5 vikur á leið, en gæti átt í næstu viku eða eftir 3 vikur. Jeminn!! B er búinn að kaupa sér svona apparat eins og var í Meet the fockers, bara just in case að Örkuz þurfi að skreppa eitthvað frá lillunum sínum og að það þurfi að gefa þeim.....
Jább spennt erum við.