föstudagur, febrúar 03, 2006

Farin að hallast að því að eitthvað spúkí sjitt sé að mér. Allavega sjitt. Hef sagt það í mörg ár að alltaf þegar ég fer til mömmu þá þarf ég að dúndrast á dolluna. Einnig þegar ég tala við hana í blásarann. Kannski hefur hún svona svaðalega róandi áhrif á inni starfsemina. Veit ekkert um það í rauninni en...þetta er farið að gerast líka alltaf þegar ég ætla að henda einhverju afskaplega sniðugu og nothæfu hingað inn (as per the usual færsla). Svo þar sem ég er ekki enn komin aftur með bleyju efitir 26 ára hlé, þá er ég alltaf búin að gleyma hvað ég ætlaði að skrifa þegar ég kem tilbaka. Stundum gleymi ég meira að segja að koma aftur. Er alveg hundrað prósent á því að aðrir lendi í svipuðu enda hef ég aldrei haldið því fram að ég sé eitthvað undur veraldar og með eindæmum sérstök og öðruvísi. Neibb alveg viss að aðrir lenda nákvæmlega í þessu sama. Plís segjið mér það svo ég þurfi ekki að skrá mig á eitthvað námskeið. Mér leiðist bastkörfugerð.

Yess hugsa þá sumir (sko með að ég gleymi stundum að koma aftur), en núna ætla ég bara að halda ullandanum inni og segja það sem ég kom hingað til að segja. Og það er þetta. Og þetta er svo ekkert merkilegt fyrir aðra en mig...anyways. Er komin með stað sem ég mun hefja fyrri hluta vettvangsnámsins míns innan skamms. Jei, já jei segi ég því þetta var eitthvað tvísýnt. Er pjönku stressuð en samt ekki, bara smá svona ummm tregablandin tilhlökkun án þess að vera neikvætt skiljú. Verð á táknmálssviði í grunnskóla svo það er eins gott að vinna heimavinnuna sína extra vel núna. Hlakka til og vel það.

Mæli svo með því að allir lesi Betu.


Ok ullarinn er ekki sáttur. Over.

3 Comments:

Blogger Eva said...

Til Hamingju með það Laufey! Táknmál er mjög áhugavert og skemmtilegt finnst mér. Væri sko til í að læra meira í því :)

Gangi þér vel með þetta!

9:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég þekki þetta vandamál ekki beint af eigin raun, en frændi minn er búinn að missa af ófáum flugvélum út af svona dollusetum... svona er lífið í tunnunni.

9:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I have been looking for sites like this for a long time. Thank you! »

2:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home