laugardagur, júlí 11, 2009


Ég ætla ekki að setja inn uppskriftina "mína" af bestasta kryddbrauði ever. Frekar vil ég bara fá þig í heimsókn til að bragða á henni ;)

Laters...

miðvikudagur, júlí 08, 2009

Stundum fer ég frekar nákvæmlega eftir uppskriftum en ég á það samt til að breyta þeim oft og haga að innihaldi minna skápa hverju sinni. Við eldum ekkert voðalega oft fisk hérna á heimilinu en sonurinn fær fisk öruggt 2-3svar í leikskólanum og þar af leiðandi erum við frekar róleg með þetta. Hinsvegar get ég sagt það að okkur finnst hann samt góður þegar við höfum okkur í að matreiða hann ;)

Las uppskrift á netinu og ákvað að prófa en gleymdi svo að kaupa nokkra hluti. Lét því einmitt það sem ég átti duga og við vorum ágætlega sátt bara.

Fiskur-nokkrir bitar t.d. ýsa eða steinbítur
Camembert
Ananas (uppskriftin sagði epli sem er án efa mjög gott en ég notaði hið fyrrnefnda)
4 sneiðar bacon
ca. hálft box sveppir
Paprikukrydd-þess má geta að mamma keypti eitthvað svakalegt paprikukrydd í Búlgaríu, verðið ykkur úti um gott stuff!

Fiski er velt upp úr hveiti krydduðu með salti og pipar og svo er hann brúnaður. Á meðan eru sveppir og bacon (skorið niður) steiktir á pönnu og að lokum henti ég ananas út í. Geymið safann af ananas því það gæti verið sniðugt að hella smá út á, áður en þetta fer inn í ofninn.

Leggið fiskbitana í eldfast mót og hellið öllu þessu steikta yfir. Skerið cammebert í sneiðar og leggið yfir og kryddið að lokum með paprikuduftinu. Inn í ofn í einhvern smá tíma á einhverjum hita en passið að ofelda ekki því þá verður fiskurinn ekkert spes ;) Þetta vitiði...

Hafði með þessu belgbaunir sem ég henti út í bráðið smjör (eftir að hafa soðið baunir í 2-3 mín). Velti upp úr smjörinu og setti ca. 3 msk af hunangi út í og salt og pipar. Mjög einfalt og ofsa gott. Ég kaupi frosnar baunir (kreppan and all) og þær er bara flottar.

Þess má geta að í uppskriftinni átti líka að vera hálf paprika og já epli í stað ananas og það væri ráð að prófa það líka. Þetta er "þurrt", þ.e. ekki sósað og því gott að hafa sýrðan eða annað með. Örugglega alveg hægt að blanda matreiðslurjóma við sveppa-bacon dótið, en þá kemur bráðnaði camembert osturinn ekki eins út. ALlt má þó prófa-allt leyfilegt ;)


Næst...ætla ég að gera eitthvað sneddí og taka mynd! Vá!