þriðjudagur, mars 16, 2010

Fékk mér baunir í hádeginu og varð að gera aðra baunatilraun í kvöldmat. Hef verið að borða salöt í hádegismat um dágott skeið og þá ósjaldan að þau innihaldi kjúklinga-eða nýrnabaunir. Mér finnst þær lostæti en langaði að gera eitthvað annað en bara henda þeim út á lostafulla grænmetið...bæði í hádeginu og í kvöld því ég bara gat ekki beðið eftir meiri baunum!

Í kvöldmatinn sem sagt fór ég eftir öllum reglum er varða hlutföll próteins og grænmetis (út frá mínum matarlífstíl) og útkoma var góð og skemmtileg-tók enga mynd því ég gúffaði þessu í mig á núlleinni liggur við!

Undrið (sem án efa hefur nafn einhvers staðar)
110 nýrnabaunir
75 grömm kotasæla
maukað hvítlauksrif
40 grömm ferskt spínat (má vel auka ef vill)
krydd eftir smekk
sletta af sítrónusafa og um 5 grömm af góðri olíu.
Þessu hent í skál og ég maukaði svo með töfrasprotanum. Tók um 3 mínútur!
Skar svo sellerí og rauða papriku (ca. 160 grömm) og dýfði! Jömm jömm :)

sunnudagur, mars 07, 2010



Hveitikím
er eitt af því allra allra hollasta sem þú getur sett upp í þig. Nýlega fór ég að skoða hvernig ég gæti hugsanlega notfært mér þetta undur og viti menn-ég er farin að geta það og gott betur.

Ein alveg lauflétt
30 grömm af hveitikím (wheat germ)
1 egg
krydd að eigin val og jafnvel smá sletta af vatni.

Þessu hrært saman og steikt á pönnu upp úr kókosolíu. Svo set ég stundum 11% ost ofan á :)

Það þarf svo ekkert endilega að setja egg í þetta (bara nota vatn eða t.d. AB mjólk) og einnig er hægt að hafa þetta í sætari kantinum og þá sem einskonar pönnuköku. Sumir nota þetta sem pitsabotn og baka í ofninum og svo er hægt að skella þessu á disk og inn í örbylgjuofninn.

Endalaust hægt að leika með þetta en þess má geta og taktu nú eftir, að 30 grömm af stöffinu jafngildir því að gófla í sig 250 grömmum af grænmeti! How about that!

Ódýrt og undursamlegt :*