mánudagur, október 29, 2007

Ég er með nokkra mis-einkennilega kæki og er, þrátt fyrir að hafa oft haldið öðru fram, hjátrúafull líka. Byrjum á kækjunum, sem mér finnst alveg einstaklega ófallegt orð. Hingað til hef ég lítið hugsað út í hvern og einn og í raun litið á þá sem venjur bara enda venjulega dama. En svo þegar ég fór að segja einhverjum frá þeim um daginn, þá urðu þeir svona meira lifandi og ég fór að taka eftir þeim í hvert skipti. Ofsalega er ég mikið nörd! Eða kannski bara alveg eins og allir...
  • Byrjum á einum sem B hafði varla tekið eftir-ég sker t.d. hamborgara, pizzur og í raun flestan mat sem skera þarf, í beinar línur. Þ.e. ég enda alltaf með lítinn kassa og stundum lítinn þríhyrning...
  • Þegar ég borða brauðsneið þá þarf ég alltaf að skilja einn vinkil eftir (skorpuvinkil), jafnvel þó ég fái mér heila brauðsneið í viðbót.
  • Ég þvæ mér alltaf á sama hátt í sturtunni og hef lengi gert. Sjampóið fer fyrst í og er skolað snöggt úr, svo skrúbba ég mig alla með vettlingum og vægri sápu, á meðan fær hárnæringin að sitja í kollinum og að endingu er það konusápan...Ef rakstur eða annað slíkt er komið á tíma, fær slíkt sinn sama stað í röðinni. Alltaf eins! Svo þurrka ég mér á nákvæmlega sama hátt, hvern lið fyrir sig.

Hjátrúin er svipuð og hjá öllum. Fæ t.a.m. nagandi samviskubit og er þess viss að ég hafi klúðrað öllu ef ég sendi ekki áfram keðjubréf/pósta. Hef þó slakað aðeins á í þeirri deild...
Mamma þarf ekki lengur að skyrpa á eftir mér þegar ég er á leiðinni í próf en B tók það ekki mál síðast þegar ég bað hann um það!

Fleiri koma síðar, heilinn sagði bara stopp...allt í einu mundi ég bara ekki neitt!

laugardagur, október 20, 2007

Ákvaðum að skella okkur á nokkra tónleika við skötuhjú og sóttum því armböndin í gær. Fengum mömmu til að passa pinnann og allt heppnaðist vel. Gaman og gott að komast út og ekki í sitthvoru lagi. Pínku lúin þó í dag en þetta eru smá viðbrigði ;)

Ákváðum að eyða öllum tímanum bara á einums tað, það rigndi svo hressilega og þar sem við þekkjum þetta biðraðastúss þá vorum við ekki að fara að taka neina sjénsa. Byrjuðum á að sjá Trentemöller sem var gmana, hefði mátt vera síðasta eða næstsíðasta sjóið en svona var þetta bara. Hresst!

Svo komu múm og margir spenntir að sjá þau enda langt langt langt síðan þau spiluðu. Mér fannst þetta fínt en þetta er samt svona tónlist sem maður þarf að hlusta á í góðu kerfi heima hjá sér. Þó þetta sé góður staður fyrir hljómleikahöld, þá er alltaf tal-kliður enda sumir ekki þarna til að hlusta á tónlist eherm. Ekkert kvart, þau um það ;)

Síðast voru það Of Montreal, fínt fínt og við alveg sátt. Smá pikkles í byrjun, eitthvað sem má ekki gerast eða ætti ekki að gerast en hey við deyjum ekkert .

Airwaves er svo ofsalega sérstök hátíð og ég á svo margar margar minningar tengdar henni síðustu ár. Ég hef nú farið á nokkrar tónlistarhátíðir en Airwaves er augljóslega öðruvísi. Þá á ég ekki bara við uppsetninguna heldur það hverjir eru og hvernig. Maður sér alla saman og þá líka tónlistarfólkið. Allir undir sömu húfunni en ekki bakvið hergirta vírgirðingu. Ekkert svona mega VIP dæmi í gangi. Næs bara allt sama!

Takk fyrir okkur ;)

þriðjudagur, október 16, 2007

Það er einhvern veginn þannig að þegar maður á að vera á fullu þá verður ekkert úr hlutunum. EN þegar maður á að vera að slappa af, sofa eða eitthvað álíka ómerkilegt-þá fer allt á tjúllandi fullt! Búið þarna uppi fór í overdrive áðan og hugsanir tróðust þar um eins og ógeldir folar úti á engi. Get ekki stoppað og langar helst að byrja að skrifa BA ritgerðina bara núna. Er ekki alveg komin með efnið á hreint en sviðið er komið...

Ritgerðinni skila ég ekki fyrr en í apríl en hey um að gera að nota tímann, því þegar svo maður á að vera á fullu þá gerist hvað? Ekkert!

Fréttirnar eru grútleiðinlegar og ég nenni varla að fylgjast með. Ánægð var ég þó að sjá að Oddný Sturlu muni verða leikskóla/skóla manneskjan-vonumst eftir breytingum! Erum orðin nett stressuð með dagvistunarmál ungans en B verður í feðraorlofi til 1. mars. Eftir það er bara ekkert vitað...puttar í kross! Allir, puttar í kross!

mánudagur, október 01, 2007

Í framhaldi af síðustu færslu vil ég benda á nýjasta vinkilinn á bloggi Dr. Gunna. Þar er á ferðinni eitthvað sem kallast OKUR og geta lesendur sent inn ábendingar. Ánægð var ég þegar ég sá hann í Kastljósi að segja frá þessu. Ekki svo þykjast ekki hafa áhuga, það er ekki töff að láta svindla mann súran í sífellu!

Þeir sem búið hafa búið erlendis, já eða bara allir sem ferðast hafa; hafa skoðun á þessu. Álagningin er ekki réttlætanleg en svo lengi sem við neytendur látum okkur bara hafa það, þá heldur verðið bara áfram að hækka. Ég er ekki endilega að tala um þjónustu eins og hárgreiðslu eða slíkt. Að sjálfsögðu væri ég til í að sleppa með klippingu á tvöogfimm, en hvernig yrðu þá laun þessa fagfólks? Ég er að tala um hluti eins og bévítans sódavatn í glasi á 300! Djí lúí!