föstudagur, júlí 30, 2004

Fór eitthvað að hugsa voða mikið hvaða tónleika ég er búin að fara á í gegnum árin og komst að því að það er bara ekkert auðvelt að telja það upp, ekki það að ég er orðin svona gömul en þeir eru bara orðnir ansi margir. Ætti að vera að taka til, setti Kings og Leon á og er á fullu en ávkað að skrifa inn alla þessa tónleika, get annars ekki haldið áfram að taka til sko...Ég ætla ekki að telja upp alla todmobile og sálar tónleika sem ég hef farið á (æææ hohoho grín)
Here it comes in to particular order:  
1995-2004:  Bob Dylan, Blur x 3, Ben Harper, Body Count, Cure, Chemical Brothers x 2, Deus, Echobelly, Gravediggaz, Jeff Buckley, Leftfield, Massive Attack, Tricky, Napalm Death, Sinead O´Connor, Paul Oakenfold, Offspring, Prodigy x 3, Renegade Soundwave, Suede, Supergrass, Spearhead, Fugees, Bjork, David Bowie, Echo & the Bunnyman, Atari Teenage Riot, Red Hot Chilli Peppers, Silt (hoho á Reading), Bellatrix, Foo Fighters, Limp Bizkit, Asian Dub Foundation,Blue Tones, Oasis, Beck, Pulp, Deftones, Slipknot, Rage against the machine, Eminem, Blink 182, Stereophonics, Scandinavia, Minus (London), Kraftwerk, David Holmes, Pixies, Placebo x 4, Kings of Leon, Travis,   bæti við þegar ég man meira...þokkalegt!!

Er að reyna að fixa comment problemið Dröfn en allt er eins og á að vera..humm...en breytti aðeins til að vera í stíl við myndina sko..er ekki bara spurning um að hafa opið hús í Bogahlíð 13?? Bara Stuðmenn í stofuna heim til okkar ha!! glens..allt annað en Stuðmenn, meira að segja Larsen nokkur Kim væri meira velkomin ójá...

Ég er á leiðinni í Baðhúsið...og klippingu
Verslunarmannahelgin að byrja, en ég finn nú ekki beint fyrir því...oh hvað ég vildi að ég væri akkúrat núna í Herjólfsdal, að tjalda fína tjaldinu mínu með einn kaldann í hendi og...NOT!!! Einhver strekkingsvindur eða stormur, glætan, hef það bara gott í staðinn með einn kaldann heima hjá mér að hlusta á Beach Boys (Pet Sounds), miklu meiri stemmming sko!!
Hvað skal gera, væri til í að súpa soldið en í góðum hóp, ætla að finna út hvað planið er...En endilega ef þið mínar einlægu hafið hugmyndir let me know... Það má nota okkar húsnæði, þarf bara að taka til sko...



fimmtudagur, júlí 29, 2004


sit í sólinni Posted by Hello
Já kæru lesendur, þetta var mögnuð ferð. Eiginlega skrýtið að vera komin heim, Bjarkinn farinn að vinna greyið og ég og Loki "making up for lost times". Þessi köttur er knúhús brjálaður, sko elskar að troða sér, sko spyrnir sér í hálsakotið á mér og svo malar hann eins og 45 ára gömul upptjúnuð dráttarvél!!

Kláraði tvær bækur í ferðinni, get nú alveg minnst á þessar tvær bækur núna fyrst ég á annað borð byrjaði að skrifa um þetta. Önnur var hinn magnaði reifari The Da Vinci Code (á ensku), já kyngimögnuð alveg hreint en hin var Eleven Minutes eftir Paulo Coelho (sá sem skrifaði Alchemist). Hún er fín konu bók, um vændiskonu/stelpu frá Brasilíu sem endar í Swiss..jamm jamm. Eiginlega búin að vera dugleg að lesa síðustu mánuði, sko að lesa gefur manni sko svo mikið ohoho. Aðrar bækur eru td. Girlfriend in coma eftir Douglas Coupland, mjög skemmtileg bók og ég byrjaði á annari efitr sama höf sem heitir Miss Wyoming. Nú svo er við rúmið einnig bók sem heitir Blátt tungl eftir Árna Þórarinsson og byrjaði í gær á bók sem heitir því skemmtilega nafni (?) Westsiders eftir William Shaw "The stories of the boys in the hood"..Já ekki má gleyma bókinni sem ég las á einu kvöldi í bústaðnum sem heitir Reykjavík 2000, sem er svona keðju-glæpasaga sem gerist í Reykjavík (ó er það..).

Bladidibla...Tónlist, eitthvað verð ég að tala um tónlist, af hverju? nú því það er cool, það er inn..hoho. Hlustuðum EKKERT á tónlist í ferðinni, við sem erum mikið alltaf að hlusta, en sko útvarpið ekki mjög sambandsgott og einn hátalari..Erum samt búin að fá gefins græjur í bílinn, meira um það síðar. Við sungum bara heilmikið, bjuggum ti fyndnar syrpur úr því sem við kunnum osfrv., kunnum ekki mikið sem sagt en þetta var bara stuð! Meðan ég man, Dröfn ertu búin að hlusta á Ulrich Schnauss???? Must do, must listen to ze german genius!!!

Já sem sagt komin heim, að þvo þvott og skreyta íbúðina í huganum. Las nefnilega um 30 Hús og Híbýli í gær á meðan Bjarki málaði, hausinn fór á flug og nú ætlum við að gera eitthvað sniðugt :=)

Það er ekkert lítið hægt að blaðra...en held ég fari að gera eitthvað...fyndið hvað maður er alltaf duglegur að gera ALLT annað en það sem virkilega þarf að gera..

miðvikudagur, júlí 28, 2004

      Jæhæja hvar skal maður nú byrja huh dæs dæs! Allavega skal bara byrja á byrjuninni...Á miðvikudagskveldinu 21. júlí, lögðum við Bjarkilíus sætilíus upp í ferðina okkar. Bryjað var að bruna upp í Borgarfjörðinn snotra og gistum við í fjölskyldubústaðnum góða, eina nótt. Ohhh hvað það var gott að komast út úr blessaðri borginni. Vöknuðum í bongóblíðu á fimmtudaginn og héldum þá norður á leið. Með nokkrum minniháttar stoppum, komumst við til Akureyrar og versluðum allt frá ogvodafone útilegu stól til áfengis nammmm. Nú svo lá leið okkar á Húsavík, nei ekki til að heimsækja Birgittu eða bittu eins og ég óvart sagði, heldur frændfólk Bjarkans. Setið var þar í góða veðrinu dágóða stund en einnig voru foreldrar hans og systur báðar í kaffistoppi þar. Nú, við fórum þar á essó ég og Bjarki og fengum okkur eina sjoppuborgarann í ferðinni JÖMMÍ!! Svo sátum við á pöb/restaurant við höfnina, úti, sötrandi bjór með fólkinu hans.
       Allavega, eftir það stopp, brunuðum við upp Tjörnesið góða í heiðskíru og sáum yfir allann flóann ohhh dásamlegt. Komum um 8 í Ásbyrgi...Fá orð fá lýst minni eilífðar ást á þessum stað. Þó svo að þegar ég var þarna síðast þá mátti tjalda inni í botni, þá sætti ég mig alveg við að vera á hinu tjaldsvæðinu. Sátum og sötruðum, vöknuðum í besta veðri sem ég hef upplifað á Íslandi í langan tíma!! Spiluðum tennis og lékum með frisbee, grilluðum, fórum í göngur og afslöppuðumst svo um munar. Á laugardeginum, brunuðum við austur á Egilsstaði, sáum Dettifoss á leiðinni sko..Bjarki að sjá margt í fyrsta sinn sko..Þar fórum við í bústað á Einarsstöðum, sko rétt hjá Egilsstöðum, og gistum í 3 nætur. Mjög gaman og gott, með foreldrum og Höllu systur Bjarka. Lögðum svo af stað í gær suður, stoppuðum eina nótt í Skaftafelli, þar sem gengið var meira og grilluðum einar stærstu svínakótilettur sem sést hafa hérna megin Atlantshafs!! Túristarnir göptu bara á okkur, þar sem við stóðum á grillsvæðinu. Við vorum eiginlega bara svolítið feimin við steikurnar... Brunuðum í Vík í dag að hitta fleiri ættingja, Bjarki málaði fyrir frænku sína og svo fór hann upp á elliheimili að grátbiðja  háldraða frænku sína um RABBABARAGRAUT!!! Hún sko varla þekkti hann fyrst...
Nú svo erum við bara komin núna, soldið sorgmædd yfir að ævintýrinu sélokið í bili en mjög glöð að sjá Loka okkar og að bíllinn klikkaði ekki á okkur þessa 1550 km!!!

miðvikudagur, júlí 21, 2004

                                   Heil sé Birnu!!! íhaaaa
Þetta er þá ekki allt unnið fyrir gýg ha!! Takk Birna, ótrúlegur stuðningur við einn hallærisbloggara, takk :)
 
Allavega alger útilegusýki tekin við. Fórum síðustu helgi í tjaldútilegu í Þjórsárdalinn góða, á secret place, sem við getum þó sýnt góðum vinum...Þá var synt í Þjórsárdalslaug, lesið mikið í guðsgrænni náttúrunni, svamlað eins og 5 ára í ánni, og bara æði. Ótrúlegt að komast út úr bænum...
 
Nú svo erum við að fara rétt as we are speaking í aðra legu. Byrjað verður ó bústaðnum góða í Borgarfirðinum og svo verður brunað í Ásbyrgi á morgun, gist þar í e-r nætur og svo á Egilstaði í bústað...hlakkidihlakkk!! Unaðslegt alveg og með því!
 
Heyrumst þá senere Birna minn tryggi leasndi! p.s.ss.s. gleymdi ég nokkuð svona blaut-kinnalit í dökkgráu stifti hjá þér um daginn??
Sayonara í bili   heyrumst eftir nokkuð hundruð km!!

föstudagur, júlí 16, 2004

Nýjustu fréttir!!
 
Christina Aguilera er búin að fara í hárígræðslu. Er að berjast við skallabletti!! Vúpps, greyið stelpan...
Einnig er himm heimskunni og geðveiki (í orðsins fyllstu merkingu) James Brown að fara að halda tómleika á Íslandinu í enda ág. Það finnst mér nok merkilegt og alls ekki óvíst að maður kíki á Funk goðið mikla...ætli Þossi verð´arna??
 
Gleymdi líka í gær að minnast á eina algerlega ómissandi mynd, the Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Bara mega góð eins og sagt var í gamladaga .egar maður var að horfa á strákana í Spilatorgi. "Bara Mega sko..ýkt geðveikt, uber sko.."
 
Fleiri fréttir (ein vöknuð mjög snemma í sumarfríinu sínu..):
Eminem er komin með sína eigin útvarpsstöð..
Martha Stewart "heimilis-skran-drottingin" er að fara í fangelsi á föstudag..í dag..
Ég eiginlega get ekki meir, skrifaði "gossip" inn í ameríska google og bara overflow thank you very much! Gwyneth með furðulega marbletti, hann að sofa hjá henni og margt fleira...
 
Verð að tæma hugann, verð að tæma hugann, má ekki hugsa um gossip..en rakst á þetta South Beach Diet sem sagt gerði svona free profile..já já myndirnar af öllu strandarfólkinu lofa góðu svo ég er að hugsa um að        sleppa því...ég mun aldrei fá six pack og vera olíuborin hvern einasta dag...
Sayonara með von um að einhver  einhver kíki á mig...annars er þetta líka fín útrás fyrir mig bara...huh
 
 
 

fimmtudagur, júlí 15, 2004

"It´s been long since I smelled beautiful!"
 
Mikið mikið hlakkar mér til. Á morgun ætlum við á nýja gamla kagganum upp í sveit með tjald og allt! Ætla fyrst til mömmu og pabba á morgun og fá fullt af skemmtilegu útilegu dóti lánað, til dæmis svona "eitt í öllu" hnífapara sett, tjald (ekki má gleyma), primus, plast bolla og alls konar ílát, já bara fullt!
 
Held að Sara, Rósa og Sunna séu búnar að gefast upp á mér eða bara gleyma mér...sakna að heyra ekki í þeim í gegnum bloggið mitt eða Söru eða Rósu...öfunda þær af að vera ú úglöndum smá í sól, en er samt mjög sátt við að vera heima nú og veðurspáin er mjög góð sko fyrir Suðurlandið!! Okkur langar nebbnilega að kíkja í Þjórsárdalinn!
 
Gleymi alltaf að skrifa hvað gerist, t.d. fórum á tónleika í Kling og Bank eða Klink og bang eða eitthvað, og sáum semsagt Lokbrá og Kimono. Mjög sveitt og skemmtileg stemming. Nú og svo má ekki gleyma öllum ferðum mínum í kvikmyndahús borgarinnar, Cronicles of the Riddick Vin segir:" It´s been long since I smelled beautiful"..., Spiderman 2=mjög góð afþreying satt best að segja, Some kind of Monster= Svona must see mynd!! Snilld!!..Man ekki fleiri...   Má nú ekki gleyma Sigríðar grillinu, sem var gott og mergjað (mergjað??), nema hvað það vantaði bara helminginn af meðlimum. Vorum samt með þrjá auka limi með okkur, en samt....Frábærlegt, mamma kenndi mér þetta snilldar orð...oh bless
 
Langar gegt að fara að pakka eða eitthvað en kannski þarf þess ekkert..Fékk æði í dag og fann og þvoði ALLA sokka í húsinu, konan á þriðju hæðinni stoppaði mig af er ég þaut upp í brjálæðinu og tilkynnti hún mér það,  að hún væri búin með sína...og að hún lyktaði nú af þessu smá þráhyggju og sagði að í rauninni væri nóg að þvo bara þessa 4000 sokka sem við Bjarki eigum!!!! púff úff. Súr en sætti mig alveg við það... 5 sokkar stakir eftir, hvað gerir maður, hendir? eða bíður þangað til maður finnur hina á móti?? Finns pjönku einmannalegt hjá þessum 5 greyjum er þau lágu á stofuborðinu, örlítið ráðavillt, líkt og litlum hóp af fólk sem hefur óvart verið læst inni í rafmagnslausu bíói heila helgi, alveg "ha, hva, humm, ja hérna"

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Er eitthvað að fikta við útlitið, nenni ekki að setja mig inn í þetta...en umm Sara... kannski hjálpar..t.d. linkarnir og myndir same o same o...hjelp mig
Heil og sæl mínir einlægu ímynduðu lesendur! Er komin í sumarfrí, veit ekki mikið hvað ég á að gera þessa vikuna en er mikið að skoða allskonar á netinu auk þess sem ég er að lesa eina snilldar bók. Það erum ábyggilega samt allir búnir að lesa hana, Da Vinci Code...sko...Erum að hugsa um að fara í útilegu í næstu viku, t.d. Ásyrgi, strandarstemming í Atlavík (very 80´s) og fleira. Hlakkidihlakk hlakk! Grilluðum í Skemmtiklúbb Sigríðar á Lördag..namm enn södd, alltaf tekst mér að borða of mikið, græðgin að fara með mig enda sést það hoho...En fór í sund í gær, já já brenndi þar svínalundinni hans Jóa Fel á 12 ferðum, eherm...en er as we are speaking á leiðinni í Baðhúsið. ENOUGH!!!
Eitthvað skemmtilegt, langar að sjá hana Söruböru óletta meira en allt annað, skrýtið, bebe on the way...Það barn mun eiga fleiri "frænkur" en öll börn á Íslandi!!
Ég sagði aðan sumarfrí, ekki mikið sumar búið að vera en það er fríið sem áherslan er lögð á...

Er búin að vera að lesa inn á fullt af bloggsíðum og það er ótrúlegt hvað er um að gera, reyndar fyndið, margar íslensku síðurnar eins, þ.e. "fór á metallica í gær" og "er að hugsa um að fara á 50 í ágúst" og "grilluðum áðan" ofl ofl ofl. Krúttlegt hvað þetta land er lítið eitthvað ohhh gútsí gútsí gú

Hafsteinn bróðir var sem sagt í Berlín á ummm sunnudaginn. þAr hitti hann Bill Clinton og tók í spaðann á honum hahaha. Ef ég hefði bara haldið áfram í Ballett, eða körfunni eða bara á klarinettinu, þá væri ég kannski líka búin að hitta Bill!!Oh well
Langar:
Að fara til NY, þar er margt skemmtilegt og margir skondnir
Breyta númerunum í útdrætti Happadrætti Þroskahjálpar
Fara í fótsnyrtingu af því bara
Stofna hljómsveit
Breyta svefnhererginu í svona Boudoir
Verð að: Drulla mér í Baðhúsið núna...

mánudagur, júlí 05, 2004

Enn og aftur næ ég að byggja upp vonir minna einlægu aðdáenda en síðan kabúmm, brýt ég þær niður krassssh. Hoho. Búin að kaupa bíl, eftir langa leit fundum við drauma drusl...drossíuna sem núna hefur fengið nafnið Hrólfur..mjög fínn golf bara..Svo fékk ég rosalega góðar fréttir í dag um að ég hefði komist inn í Þroskaþjálfann, verð sem sag námsmaður meðal vors í vetur gaman gaman...förum víst ekki til NYC í haust þá. Litli kisinn hann Loki er orðinn soldið stór en nátturulega sætastur..Vá er hægt að skrifa leiðinlegra, mun bíða þar til heilinn fyllist fyndnum gæða hugsunum..sayonara á meðan