miðvikudagur, mars 30, 2005

ja hérna..letin í þessu bloggeríi að fara með mann...annars hefur maður alveg nóg annað að gera...var að hugsa um að setja eitthvað um eitthvað til að hlusta eða horfa á en..man ekekrt jú Desperate Housewives en við skötuhjú náðum að horfa á alla 15 sem gerðir hafa verið, sem sagt erum í júní...já það er erfitt að vera óþolinmóður eða nei ekkert svo erfitt þegar maður er með snilldaraðgang að snilldar-server..hohoho...en já erum líka búin að horfa á mikið af CSI:New York, sem er ágætlega dejligt ;)
Nú hlusta, já var búin að minnast á The Bravery, nú svo er nýji með QOTSA og meistara Beck eins og hann Þossi sagði alltaf á uuu xinu hér áður fyrr eða var það Útrás..?? Einnig hef ég heyrt í Kaiser Chiefs...lofar ágætu bara..hvað fleira...ekki meira í bili. Svo langar mig í þessar bækur . Það er ekkert crap hjá Opruh...

sunnudagur, mars 20, 2005

Mikið mikið mikið að gera...úff...

Gleymdi að minnast á The Bravery um daginn, en ég alveg í skýjunum yfir þeirri ágætu tónlist, þeirra fallega hári og líka plötunni þeirra ó svo skemmtilegu. Nei ekki hægt að kaupa þann grip í Bónus.

Svo erum við ekki enn búin að skíra litlu dömuna...nokkur nöfn komin. Endilega hjálpið okkur...nafnið á Loka kom svo að sjálfu sér, en þetta er stelpa og stelpur taka allt nærri sér ef miður fer.
Eftirfarandi nöfn hafa komið upp:
Salka
Urður
Lukka
Örk
(Laufey)
Ísafold
Máney
Álfey
Ásvör
Líf
æææ þetta er eithtvað svooo erfitt! Hjálp takk :)

Og annað, hefur einhver farið til handaskurðlæknis??

mánudagur, mars 14, 2005

Smáauglýsingar:

Okkur hér, litlu fjölskyldunni í Bogahlíðinni, vantar ísskáp...hann þarf að vera stór og frystirinn þarf að virka líka. Endilega látið okkur vita ef þið rekist á einn til sölu eða gefins, sem væri náttúrulega afar fallegt!
Peace out yo!

laugardagur, mars 12, 2005


Þetta er litla múslístykkið okkar nýja....
Jahérna segi ég nú bara....til að gera langa sögu stutta þá hefur fjölgað í litlu fjölskyldunni okkar. Núna erum við orðin svona lögleg vísitölufjölskylda...en var að hugsa um hvort einhver geti komið með hugmyndir að nafni fyrir litlu læðuna okkar....ohh við svoo ánægð!

miðvikudagur, mars 09, 2005

Djöfulsins brjálæði...nehh segi svona, en það er ansi mikið að gera. Staðlota í skóla, milljón verkefni að hellast yfir og svo fleira og fleira. Sumum finnst gott að vinna undir álagi og ég get verið sammála upp að ákveðnu marki. Þegar ég nota það term, þá meina ég að jú ég vinn meira en ég verð að sofa af á til, hvenær sem það er sólahrings í rauninni, bara elska að sofa svoo mikið.
Það er einhvern veginn svo, að maður kemur svo oft miklu meira í verk þegar allt er að gerast.
En já, kennurum finnst sem sagt mars vera svo verkefna-ritgerða-prófa mánuður og allavega mínir kennarar, ákváðu að skella þessu bara öllu inn í mars. Greyin við, sem fengum ekki einu sinni langan febrúar. Sé ekki að páskarnir verði eitthvað mikið frí, er þó búin að fá staðfest sumarfríið mitt...úfff góðgætið það arna. En við ekki enn búin að ákveða; eyða ósýnilegum péningum í úglöndum eða að reyna að finna svona sértakan túss sem lætur péningana koma í ljós hér á landi, safna þeim og borga litlar skuldir. Hmm...veitiggi, það er nú góð fjárfesting að kaupa tjald og fara í útilegur, er einhver með??? Svo er synd að eyða þessu góða sumri sem við höfum og fara til útlanda, nota frekar hinn tíma ársins til þess..??
Já kenningin sannar sig, maður kemur meira í verk undir álagi, bara þessi bloggfærsla sannar það!
Peace out yo!

föstudagur, mars 04, 2005

Andvaka og get ekki snýtt mér...
Myndin sem ég talaði um fyrir neðan er þessi.
Svo sá ég Constantine í bíó...já fyndin...hoho og svo þessa heima...líka fyndin. Alltaf að horfa á eitthvað, nota sem sagt augun mjög vel.
Fór á Breakbeat kvöld í gær, jah ekki heilt kvöld, við komum mjög seint. Alltaf fínt á fimmtudagskvöldum. Svo uppgötvuðum við Kings pizza, sem er Devitos afsprengi held ég, þar sem sjoppa var í Hafnarstræti. Afskaplega góð slice, og stór! Namm, bumba bumba...
Bíð núna eftir að geta farið til mömmu að prenta út glósur fyrir líffæra og lífeðlsifræði, en er að fara í skyndipróf í næstu viku. Skyndipróf er skondið orð, ekki notað það síðan fyrir löngu. Svo eftir það, bónus ef það er búið að opna og kaupa kræsingar fyrir helgina. Svo kannski hár eitthvað...lemur í kjós....En atburðir sí'ustu helgar og viku gerðu það að verkum að hárið mitt er litað mjög fallegum kastaníubrúnum lit, allstaðar nema nokkrir lokkar sem eru grænir...

fimmtudagur, mars 03, 2005

Dífur og langar hægðir....

Mætti halda að síðasta helgi hafi gleypt mig, nei nei ekkert svoleiðis. En þvílík helgi! Mikið ofsa gaman og fullt af allskonar, allt á einni helgi! Gaman að vera allar saman og bara allt. Orð fá ekki lýst!!!

En út í allt annað...lengi búin að bíða eftir annarri svona Lost in translation eða The eternal sunshine of the spotless mind, mynd...Fann hana!!! Garden state.... ohh tjékkið á henni, góð tónlist, snilldar tónlist og núna ætla ég að horfa á gamla scrubs þætti út í gegn!! Já why? Because, að aðalleikarinn sem einnig skrifaði og leikstýrði henni, leikur í Scrubs...Æ svo sætur strákur!

Meira, vantar meiri tónlist, var að setja Cure í ; Head on the door. Fílað Cure síðan ég heyrði í þeim í afmæli hjá Lenu svona ´89-´90....

Vantar meiri góða tónlist, samt er til alveg nóg, ekki búin að hlusta á allt. Vantar einn disk með Powderfinger...panta hann kannski bara að utan eða eitthvað. En ég veit hví mig langar í meira. Ég á að vera að læra en tók mér smá músík-syngi-syrpu pásu. Bústaður um helgina, food and fun overthere huh! Og svo líka, læra meira og meira...