fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Sælir veri bændur frá sveit til sjávar...
Latur getur maður nú verið að skrifa...sit samt fyrir fram tölvuna marga marga klukkutíma +a sólahring en að gera eitthvað annað...hvað? Nú, mín skal vera að læra...aldrei verið svona mikið að gera...ja það held ég nú!

Var samt að fá mín fyrstu námslán og ég get sagt að ég sé vel sátt...

Vildi að ég kæmist á Eldsmiðjuna í kvöld til ykkar stelpur en alltof vinsæl...netumræður og svo afmælisboð hjá tengdó...safna spiki jei jei!!

Hlakka samt ógurlega til laugardagsins..gaman saman. Ditta talaði um surprise, sem er vel fyndið því það er hún sem á afmæli, gæskan og góðblóðið!!

En nú skal mín halda áfram, "fötlunarfræðin", næringarfræðin og líffæra-lífeðlsifræðin eru að orga á mig: "Komdu aftur, komdu aftur.............."

mánudagur, febrúar 21, 2005

Þetta er nú búin að vera meiri helgin ha!! Skrifaði líka þessa fínu riterð um Pestalozzi kallinn á föstudaginn..ánægð þar. Svo um kvöldið þá fórum við Bjarki á Ítalíu með: Hring og Dröfn, Bjössa og Birnie og Dittu. Nei, Ditta er ekki barnið þeirra, Ditta er bara Ditta. En já, fólk misjafnlega ánægt með matinn en mjöður var drukkinn og svo lá leið okkar á KB. Sátum þar að sumbli en ekki lengi því ákveðið var að fara daginn eftir (lördag) á bretti nokkur saman. Nú við svo og gerðum það, algert ævintýri, svaka gaman og munum við vonadni endurtaka leikinn bráðum, eða þegar græjurnar verða komnar í lag! Skemmtilegt hobbý and a half!
Nú svo vaknaði ég við það að Bjarki var að leggja á borð, ég mátti ekki kíkja inn í eldhús en fattaði að eitthvað væri í gangi er hann spurði um eldspýtur (nei við erum ekki með gaseldavél og nei Bjarki erekki farinn að reykja)...ææ krúttilíus hafði farið, þegar ég var sofandi, út í bakarí og búð og keypt: Lax, rjómaost, gott salami, æðislegt brauð, kókómjölk og fullt fullt af bakkelsi!! mmmm...sæti sæti minn!! En hjá Bjarka er alltaf konudagur, hann er alltaf góður við stelpuna sína, á hverjum degi!! Heppin stelpa ég, jei jei.
Gleymdi einu, eftir pizzu hjá mamas og papas í gærkveldi, þá fórum við brósa í Markið (klukkan ca. 22.00) en hann vinnur þar, við að máta brettagræjur og svona....

Og í dag, já bæði soldið lurkum lamin, eins gott að það var stjanað við mann, ég gat varla skeint mér!!!

föstudagur, febrúar 18, 2005

Skrítinn dagur...Sorglegar fréttir og svo það að ræða oft og mikið við 4ára barn um dauðann...margar spurningar en samt svo einfaldur og fallegur skilningur hjá barni. Erfitt...
Ég hinsvegar, skilningur?? Ég er ung, ekki gömul. Verð að hugsa meira um mig og lifa vel.

ÆÆÆ....lífið er svoo skrítið og erfitt og sorglegt og og og bara allt.
Góða nótt

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Rakst á þessa síðu... endilega uuu spreytið ykkur á henni...ég gerði það ekki...ekki enn... ;)

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Ég spurði Bjarka að því um daginn, hvort hann segði einhevrn tíma nei við mig...hann svaraði nehh...frábært fyrir mig en ekkert alltaf æðislegt fyrir hann. Ljúfur sem lamb, því ekki vill ég halda að ég sé einhver frekja...
Einu sinni sagðist hann alls ekki vilja kött...

En búin að finna fína íbúð á frábærum stað í Berlín..check it out!

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Asnalegt að fá samviskubit þegar maður dregur bók úr hillunni sem ekki er skólabók. En ég ákvað að byrja á bók, svona "til-að-hvíla-sig-á-skólabókunum-bók". Sú bók heitir því ágæta nafni Dream Brother; The lives and music of Jeff & Tim Buckley. Ég ætla ekkert nánar út í hana, en hún byrjar mjög vel og titillinn segir í rauninni allt. Næsta bók verður svo From Joy Division to New Order, Bjarki lagði mikið á sig og pantaði að utan. Sá titill segir líka allt, en fjallar kannski mest um allt í kringum það þegar Joy Division varð New Order. Tónlist til að deyja fyrir eða bara yfir..

Við erum, síðan á laugardags eftirmiðdag, búin að horfa á 12 þætti af Lost. Argasta snilld..úff orðið svooo spennandi! Allt Dröfn að kenna hoho ;)

Pöntun liggur fyrir á íbúð einni í Prenzlauer Berg í Berlín í sumar, meira um það síðar :)
En var eitthvað að hugsa um svona tónlistargagnrýni eða uppáhaldstónlist núsins, en get það ekki. Fæ sömu tilfinnigu í magann og þegar ég drekk mjöög heita bollasúpu, innilokunarkennd heitir það víst. Það er alltof mikið af góðri músík og ég gæti aldrei gert upp á milli. Erfitt bara..er með bollasúpu í maganum bara af því að hugsa um þetta úff!!

Og ástæðan fyrir þessu öllu, bókavalinu það er að segja, er að þegar maður er lasinn þá má maður ekki fara út. Gat ekki farið á bóksafnið að sækja "Hin hljóðu tár" sem er ævisaga, og um hana þarf ég að gera ritgerð í Sálfræði fullorðinsára. Þar að auki er ekkert hægt að fara með Líffæra-og lífeðlisfræði bókina upp í rúm að lesa, því hún vegur svona 15 kg!

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Mér finnst þetta bara alveg hræðilegt...er held ég bara orðin lasin AFTUR! Get ekki talið öll skiptin síðan ég byrjaði á minni ástkæru Sunnuborg fyrir ári. Hef alltaf hingað til talið mig fjári heilsuhrausta en neh...Eyrun af mér eru við að að detta af, eitthvað stórfurðulegt að gerast þar, svo verkjar mig allstaðar og er með svæsinn hita! Er hægt að vera meiri krakki? Og ástæðan fyrir því að ég kannski nota þetta blessaða blogg mitt í væl, er einfaldlega sú að klukkan er nótt og Bjarki steinsefur og getur ekkert hjálpað mér, get ekki sofið en samt alltof þreytt. Ákvað að læra bara smá og athuga hvort ég detti ekki út..Proquest er minn staður þar sem heimildir um hinn fræga Erik Erikson eru leitaðar uppi. Mæli ég einnig með www.hvar.is til að finna allt...
Skjúsmí vælið...

laugardagur, febrúar 05, 2005

Svo er líka ekki allskostar slæmt að hlusta á Beta Band svona daginn eftir...í rauninni er hægt að hlusta alltaf á BB..ekki sammála. Æ svo mikil tónlist, svo lítill tími...nei nei.

Mundi svo í sturtu áðan að ég dreymdi draum (nú gerir maður svoleiðis við drauma...) En hann hlýtur bara að tengjast einhverri umræðu gærkveldsins. Ég (í draumnum fræga) dró eitthvað "dóterí" út úr maganum eða naflanum to be precise. Þetta var ekkert stórt, ekki bara eitthvað eitt og það var einhver manneskja með mér og við skoðuðum þetta og sáum lítið fóstur þarna ásamt einhverjum vefjum og svoleiðis...

Það fyndna við vöfflufærsluna var að ég í rauninni gleymdi að tala um þessar góðu góðu vöfflur. Þannig er mál með vexti að fyrir ári síðan akkúrat, gaf yndislega Fanney amma hans Bjarka okkur svona sérdælis ágætt vöfflujárn. Það er úr járni eins og Árni og maður gerir belgískar. Núh, já, ég heyrði svo á mörgum að það væri svo erfitt að gera þannig vöfflur eða þá að það virkaði ekki. Litla netnördið ég, fór á stjá og fann þessa fínu uppskrift. En ákvað að gera hana því árstin mín Bjarkmund, átti afmæli þann 1.feb. og foreldrar okkar m.a. annars að koma í kvöldkaffi. Very grown up sko...Nú, ég hef aldrei, þó ég sé flott í eldhúsinu og góð, skipt eggjum í rauðu og hvítu! Allavega það tókst, svo bara stífþeyta hvíturnar, úff, en ekkert mál. Svo "fold" the eggjahvíturnar inn í deig..þarna hélt ég að ég hefði klúðrað. En nei aldeilis ekki, þær voru PERFECTO!!! Slógu rækilega í gegn, hefði átt að gera áttfalda uppskrift! Svo setti fólk, ís, heita súkkulaði sósu, kókos, jarðaber og/eða banana...sumir rjóma ÚFF!! Need I say no more!!

Já kíkti í Idol til Drammen í gærkveldi, annað skipti sem ég horfi á keppnina blessuðu og mikið-margumtöluðu. Nú við skjáturnar, drukkum allskonar öl með og hvítt, og svo hljóp prakkarinn í okkur. Við niður í bæ..Vildum fara eitthvað sem við förum ekki alltaf, Ditta stakk upp á Rex (eherm) eða Thorvaldsen. Ekki aldeilis! Mín á strigaskóm..og líka bara nei ekki þangað! En fórum á Prikið í einn drykk, skrítið/skrýtið, fannst ég vera svona vasi eða regnhlífastandur á löngum gangi, bæði eru óþörf...Við gúlpuðum í okkur og upp á 22 að d.a.n.s.a.! En fengum ekki öll 15 óskalögin okkar...ég og Dröfn með þéttasta listann, alveg sammála um tónlistina þessar tvær!

Ég sem sagt er nývöknuð, eða svo til, búin að kúka en einhvern veginn veit að ég "kláraði" ekki..þið vitið en sit og hlusta á meðan á Scissor Sisters..mmm já og svo get ég ekki talið upp alla sem vorum með okkur í bænum, það er FBI leyndó....

föstudagur, febrúar 04, 2005

He alleubba!!
Bjó til hinar bestu belgísku vöfflur sem ég hef smakkað! Hef reyndar ekkert smakkað margar tegundir eða margar svoleiðis vöfflur, en ég var alin upp á venjulegum vöfflum. Afi minn var og er í raunninni, duglegur við að baka þær og svo tók mamma við. Þetta með vöfflurnar heima hjá mér er eins og með let see...já það koma gestir, bara svona á þriðjudegi eða eitthvað, sumir henda kannski hafrakexi og osti á borðið, aðrir þurrt bakkelsi úr bónus en mamma og afi, þau baka vöfflur. Jamms, afi minn kenndi mér líka að flétta hár.

Svo má ég nú til með að segja frá leyndó, hef eytt circa. 8 klst (ekki grín) á netinu að plana einhverja skemmtilega utanlandsferð fyrir moi und Bjarki. Alls konar plön komu upp, skrifaði þau niður í stílabók, "dæmi 1, dæmi 2" og svo framvegis. Það kom upp Ítalía, Eistland, Slóvenía, Holland, Spánn, Þýskaland og Danmörk. En byrjunar hugmyndin var að fara allavega til Berlin og vera smá þar, en hugmyndaflugið mitt hljóp með mig út og suður. Hef ég nú sökum samviskusemi og einstaks raunsæis, ákveðið að biðja Bjarka um að ákveða sko með mér hvort við eigum ekki bara að leigja íbúð í 10 daga í Berlín og svo gista 2-3 nætur í Köben. Tökum Ítalíu seinna og allt það, við erum ung! How do you like?

EKki gleyma svo þessu (sem ég sá á síðunni hans Halla)

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Are You Gonna Be My Girl by Jet
"So 1, 2, 3, take my hand and come with meBecause you look so fineAnd i really wanna make you mine"
You impressed almost everyone in 2004 - and surprised yourself.

What 2004 Hit Song Are You?

Jahhá!!