fimmtudagur, september 30, 2004

Til hamingju Sara og Friðgeir með frumburðinn sem á víst að vera jafn þungur og þetta hérna ...skv sms í morgun hohoho en Congratulations!!! Þessi dagur er ykkar!! Og nú vitum við hvað þið voruð að prakkarast fyrir 9 mánuðum!! :)

laugardagur, september 25, 2004


var að kaupa mér skó...ó svo mikið hlakk!!
Ok, langar aðeins að bæta við playlistann, Bjarki sótti Tv on the radio, og það er mjög skemmtilegt líka! Oh, langar að gerast fréttaritari...
Hverær kemur bambino?? Þá getur maðu farið að versla barnaföt...krúsímús
Kósý dagur fyrir kósý stelpu...Setti seríur í gang því það er brjálað rok úti, úff úff. Öll laufin liggja á jörðinni bara brún og hugsa ábyggilega um skemmtilegri daga, þegar þau vöru ung, stinn og græn í sumarblíðunni...

Allavega, ef ég má nota asnalegt orð, þá er einn diskur eða ein hljómsveit réttara sagt, Libertines. Ég hef nú fylgst með henni mjög náið, því nme hefur um síðustu misseri fjallað mikð um þá og ég var áskrifandi af nme svo, já mér finnst ég þekkja þessi krútt (það er orðið sko). En allavega mikið basl á þeim, mikið heróín sko hjá honum Pete, hann fór meira að segja til Thailands í klaustur (Thamkrabok Monastery ), en ekkert gekk að losna við fíknina. En einhvern veginn, eftir að hafa rænt sinn besta vin, farið oft í meðferð og hvað eina, þá er hann í tveimur böndum, Libertines og Babyshambles!! En sem sagt er að hlusta á nýju plötuna þeirra, oh so næs!! Finnst hún ofsa ofsa ofsa góð! Jább, gaman gaman , jibbí kóla!!! What Katie did svaka frábært!
Svo var ég að heyra að Snow Patrol er að koma með nýja plötu, frábærlegt! Og svo líka í tækinu eða réttara sagt tölvunni, Interpol og Bishop Allen , jább það er nú aldeilis fínt band!! Stay tuned and check it out :)

Sit sem sagt með fullt af blandi í poka, var að borða MSG núðlur og drekk pepsi. Góður laugardagur, næsta skref er pizza í Skerjó hjá mamaz ohhh...

föstudagur, september 24, 2004

Smáauglýsingar Fartso
Tölvur og jaðartæki

Ungt og vel efnilegt par í Hlíðunum óskar eftir 17" tölvuskjá, ódýrt eða gefins. Þú gæti komið í veg fyrir húsbruna!! Upplýsingar 6902131 Laufey og Bjarki

Hljóð og mynd

Lítill og hress fress óskar eftir örbylgjulofneti svo hann geti séð L Word uppáhaldsþættina sína á Skjá einum. Vinsmalegast hringið í Loka 6902131 eða email laufeyosk@hotmail.com

Húsgögn ofl.
Einstæð móðir óskar eftir öskubakka, má vera notaður. Vinsamlegast hringið í 555111 Lilla

fimmtudagur, september 23, 2004

Ok ok ég á að vera að læra, þarf að skila verkefni á eftir og öðru á morgun en ég festist í þessu http://c10.20q.net...búin að prófa tvisvar en ég vann einu sinni samt...Guð hvað maður getur verið lame eða ekki..?? En allavega mæli með þessu, ágætis afþreying þar sem sumarhobbýin eru að gleymast..brrrr..en kósy..Sara er barnið komið??

föstudagur, september 17, 2004

Ég er í 4 fögum eða námskeiðum eins og það er nú kallað...Gat ekki bætt við mig þar sem ég var of sein og þetta er 1. misseri...en allavega er í Þroskasálfræði, Tjáning og Samskipti, Mál og Ritþjálfun og Inngangur að fötlunarfræði...jamms Sara þetta er það sem ég er að gera nebbnilega. Á að vera að undibúa upplestur og tillöguræðu sem ég svo tek upp (sjálfa mig) og sendi á disk..nú svo þarf ég bara að lesa heilmikið, er að byrja á rannsóknaritgerð um Tákn með tali, skrifa ritdóma og heilmargt þessa dagana, alveg nóg að gera en þrusu gaman!! Er alltaf að kíkja á WebCT, þetta er bara eins og súrefni, athuga hvort eitthvað nýtt sé komið inn..hahaha...Já það kemst voða lítið að núna, kaupi meira að segja fötin á netinu!!! Yoga buxurnar og ullarsokkarnir eru samvaxin mér og mér verður flökurt af að hugsa um bjór !! Grín aldrei....Nei nei..

þriðjudagur, september 14, 2004


Nýleg mynd...
Auglýsing: Á einhver diskinn Alfræði íslenskrar tungu???? Vantar vantar vantar svo mikið!!!

Hvað skal mann gera? Fara á Blonde...?? Eða bara Prodigy í Laugardalshöll!!! Yeah, you read it right, Prodigy...neh fer ekki á þá nema þeir séu í Krikanum sko...hohoho!! Of fyndið, ritstífla dauðans, get bara ekki einu sinni skrifað um þetta...En jamm jamm, hef ekki efni á augnkreminu hennar Sunnu, meira segja augnkremið hennar Söru er of dýrt hérna..en ég mun fjárfesta, mun það verða of seint?? Bjarki setti á fóninn Bülent Ortaçgil, bara mjög soothing, stráknum ætti að líka við það Sara!!! :) Tyrknest gæðastuff....

Jæja, back to homework, það er satt. þessi skóli er svooo skemmtilegur!!! Meira meira lær meira lær meiri lærdómur!!

laugardagur, september 11, 2004

Ok sökum þess að ég eyði mjög miklum tíma fyrir framan tölvuna þá hef ég komist að mörgu síðustu daga...margt er ég með í maganum yfir, sumu hlæ ég af og svo strauja ég kort..
Útskýring: Bush er sem sagt með örlítið forskot á Kerry, það verður þá væntanlega styrjöld í Bandaríkjunum..Samkvæmt síðustu könnun sem gerð var (2,5% skekkjumörk reyndar)...en í könnuninni kemur fram að kjósendur telja Bush vera ákveðnari, sterkari og geðugri en Kerry og hefur forsetinn sótt á í nánast öllum málaflokkum!!!! Hvað er að gerast, samt þegar maður talar við mestu Ameríkanaloverana sem eru Ameríkanar þá segjast þau öll hata Bush og vona að restin af heiminum haldi ekki að þau elski hann!! Og svo ofan á þetta þá er hópur samkynhneigðra REPÚBLÍKANA sem ætla ekki að kjósa Bush...
What´s going on....En þetta verður allt forvitnilegt, orðin soldið spennt!! (Hver er Ólafur Ragnar??)

Nú svo er margt skondið líka..Hollendingar hafa komsit að því að hægt sé að nota Tabasco sósu gegn meindýrum...og og..hoho Nokkur fjöldi marijúanaplantna hefur fundist í garðinum kringum konungshöllina í Ósló þar sem Haraldur konungur og Sonja drottning búa. Plöntunum hefur verið eytt, sem hverju öðru illgresi....enginn veit hvernig þær lentu þarna og enginn gerði athugasemdir við þetta...

Og þetta með að strauja kort, hef aldrei eytt eins miklum peningum á netinu í einu...og á kortinu hans Bjarka hahaha en líka fyrir hann... pæjupar...

Jább þá er að fjárfesta í Airwaves armbandi, fyrsta skipti sem ég er hér og Airwaves :) Nú svo eru Blonde Redehad og Damien Rice á næstu grösum púff

fimmtudagur, september 09, 2004

Já gleymdi að segja frá einum disk sem Eldar og Eva skildu eftir, ´Zoot woman´..let me tell you...mjööög skemmtilegur diskur...þarf eiginlega að afla mér merii uppl., til að geta sagt eitthvað meira af honum..bara skemmtilegur!!
Jamm, alltaf finnur maður eitthvað annað til að gera en að t.d. LÆRA...en er bara að reyna að vera dugleg að læra. Mikið að gera, þetta þarfnast skipulegra vinnubragða að gera þetta svona heima en þetta er ó svo gaman. Líst ekkert á að Sara hætti blogginu sínu, en hún að verða mamma á næstu dögum ohhh cute!
Var líka að skoða heimasíðuna hans Óla Té og lilla stelpan þeirra varð skírð Birta Laufey...lítil börn eru bara eins og súkkulaði, can´t get enough!!

En allavega, vinn bara 3 daga núna og skúra 5 daga...soldið púff en hey! Ég er hetja..Farin í bók..