sunnudagur, september 24, 2006

Einhvern tíma verður allt fyrst sagði einhver ofsa fróður. Eða það held ég. Ég er alltaf, sama hversu snemma ég byrja að vinna í verkefnum, á síðasta snúing að skila þeim. Ég er alveg vön því og finnst óþarfi að eipa úr stressi, sérstaklega þar sem ég veit að þetta hefst allt. En núna um helgina lenti ég í svolitlu sem ég hef ekki lent í áður. En það er ágætt kannski (voða jákvæð) að ég upplifi svona allavega einu sinni. Læri af þessu og þetta mun aldrei koma fyrir mig aftur.

Ég ljósrita alltaf eða bý til risa dagatal og set fyrir ofan tölvuna. Á það set ég inn alla skiladaga annarinnar og stroka svo út þegar ég er búin. Ekkert flókið en virkar svo vel að hafa þetta allt á sama stað og fyrir augunum á sér alltaf. En, þegar ég færði þetta inn í lok ágúst, gerði ég mistök. Ég skrifaði að ég ætti að skila tveimur verkefnum á mánudaginn (á morgun). Annað einstaklings og hitt hóp. Vegna hóp-samvinnunnar, las ég allt lesefnið fyrir hópverkefnið en skildi hitt eftir á hakanum. Þar ber ég bara ábyrgð á mér og ætlaði ekkert að stressa mig of..... En....því verkefni átti ég svo að skila í dag fyrir hádegi. Að þessu komst ég að rétt fyrir miðnætti í gærkveldi. Vúpps. Heill sólarhringur, akkúrat þessi sami og ég ætlaði að nota í það verkefni, bara ekki til. Eða svona þú skilur.

Og af því ég er svo klár (not) og multitasker, þá ákvað ég nú að eyða smá tíma í blogg. Ohh silly silly billy me.

Reyndar og til að toppa allt hef ég verið slöpp um helgina, fengið tugi blóðnasa og er farin að halda að líkaminn sé að afneita sjaldgæfa blóðinu mínu, tja það eða þá að líkaminn, Blóðbankinn og holræsakerfi borgarinnar séu í einhverju leynimakki. I don´t know.

þriðjudagur, september 19, 2006

Vaknaði alveg allt alltof snemma vegna alvega ógurlega mikils sársauka í munninum. Hann hefur ágerst síðustu daga og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Held að það hafa farið einhver örlítil frækúlubaun niður hjá hálfútkomna endajaxlinum, og sitji þar föst. Búin að prófa verkjalyf, ógeðismunnvatn, gömul sýklalyf og að pota. Held ég prófi að dúndra aloegeli þarna upp og taki sjénsinn en kannski áður salt vatn. Neita að fara aftur til tannlæknis. Ömurlegt aðgeta bara rétt hálfopnað munninn og ekkert tuggið örðu meginn. Frekar mikið vesen. Ohhh. Var að hnerra og það var bara verra en allt, allt! Og mér semfinnst hnerr svo bjúrfúl fíling.

mánudagur, september 18, 2006

Það er nú aldeilis tónlistin í kringum mann! Hef nú kannski ekki farið á eins marga tónleika og í fyrra en framundan,já framundan er heljarinnar húllumhæ. Það er náttúrulega Airwaves, svo sendi Hr. Örlygur mér póst áðan og sagði mér að Sykurmolarnir ætli að koma saman rétt upp úr miðjum nóvember. Gaman!

En það er orðið mikið að gera, vinna og skólinn eru svona það eina sem kemst að. Lenti í því um daginn að vera kosinn í svolítið ráð á einum stað. Enginn vill vera í svona ráðum. Allavega ekki ég og núna. Er mikið að pæla í því að segja mig úr því bara, nenni ekki þó það sé ekkert brjáluð vinna í kringum það alltaf-að hafa alltaf eitthvað hangandi yfir mér. Skiljú? Ég er kannski bara sjálfselsk. Just don´t nenn it.

Tónlist: Singullinn með The Killers. Líka skemmtileg tmyndband þar á ferðinni. Eitt sniðugasta myndband sem ég hef þó séð er með hljómstinni OK go. Þarna hlaupabretta myndbandið. Googlið það bara eða leitið af því inn á Youtube. Get horft á það endalaust. eða svona þangað til það er búið.

Nágranni okkar einn spurði hvort kötturinn okkar væri vangefinn. Okkur brá því þetta er orð sem unglingar nota þegar einhver gerir eitthvað skrýtið. Þetta er alveg dottið úr Þroskaþjálfabiblíunni. Þetta og þroskaheftur. Allavega, við sögðum samt tjaaaa, svona kannnski oggulítið því ég persónulega nennti ekki að útskýra það fyrir henni að þessi orð væru ekki lengur æskileg. Pólitísk röng og allt það. En þetta lét okkur hugsa svolítið, greyið er ekki eins og kettir eru flestir. Er ekki hrædd við bíla að því er virðist og því þurfum við að kaupa á hana body-ól og prófa hvort það sé óhætt að leyfa henni að fara út. En maður á samt ekkert að kalla hana grey, henni líður augljóslega vel og gerir svona flest annað sem aðrir kettir gera. Er bara minni og með miklu minni tennur. Kannski maður þurfi að fara að spyrjast fyrir um DNA-samsaetningu katta. Kannski er hún með eitthvað syndrome?

miðvikudagur, september 13, 2006

Það hefur verið mikið í deiglunni, allavega minni deiglu og því námi og starfi sem ég tengist, allt í sambandi við upplýsingaflæði. Þá er ég aðallega að tala um frá hinum ýmsu stofnunum og öðrum fagaðilum, til foreldra fatlaðra og barna með þroskahömlun. Þetta er erfitt mál og má alltaf bæta, og myndi ég segja að mikið verk hefur unnist undanfarið en samt, það er enn langt í land.

En ég ætlaði ekki beint að fara í þá saumana, heldur í sambandi við upplýsingaflæði á öðrum vígstöðvum. Ég komst að því fyrir nokkru eða vissi það en var búin að gleyma því, að ég gæti sótt um líkamsræktarstyrk til starfsmannafélagsins. Jibbíkóla, mikið ánægð. En, en og aftur en svo komst ég að því í gær, á by the way þriðja árinu mínu, að ég gæti fengið skólagjöldin endurgreidd! Það er ekkert verið að benda manni á það. Ég er ekki að tala um að einhver spes persóna eigi að hringja út til allra sem eru í námi með vinnu, heldur kannski bara svona rétt minnast á alla þá mögulegu styrki eða sjóði sem í boði eru. Það væri hægt að senda út fréttabréf rétt fyrir haustið eða í janúar þegar heilsubomburnar fara af stað. Styrkir fyrir tæknisæðingu, laseraðgerðir, kaup á heyrnartækjum, sálfræðiaðstoð og svo má LENGI telja. Æ kannski á maður bara að vita þetta, en ég væri alveg til í að fá þetta allt endurgreitt. Kannski er það bara vegna þess að buddan er létt núna. Það stoppaði okkur samt ekkert í smá húsgagnakaupum í gærkvöldi....hoho.

Bleh.

mánudagur, september 11, 2006

Fyrir nokkrum mánuðum, þegar ég var ennþá ljóshærð fann hárgreiðslukonan mín eitt grátt hár. Það var eins og hún væri að fara að tilkynna mér lát einhvers, þetta var svo erfitt fyrir greyið konuna. En svo sá ég ekkert fleiri, fannst þetta voða fyndið og tilkynnti þetta stolt á heimilinu. En núna er ég búin að finna fleiri enda sjást þau betur svona þegar ég er dökkhærð. Mér finnst þetta ennþá fyndið, eiginlega líka skrýtið. Staðreyndin að ég sé orðin eldri eða æ get ekki útskýrt, eitthvað allavega. Ætli ég verði algrá um fertugt? Eða fyrr? Spurning.

laugardagur, september 09, 2006

Úffalla búmm!. B fór að vinna í morgun og þar sem veðrið er rather unpredictable þá ákvað ég að færa mig upp í sófa. Ekki það að rúmið mitt sé eitthvað verra í veðrum....allavega er komin með afar unhealthy nýtt áhugamál. Laguna Beach....æ segi ekkert meir, líður bara hræðilega yfir þessu ;)

fimmtudagur, september 07, 2006

Ef heilinn jefur einhvern tíma verið ofur aktífur þá er það núna. Miklar pælingar varðandi lokaverkefnið og öllu tengdu því, td. vettvangsstaðnum. ÚFF! Var fyrir rúmu ári komin með góða hugmynd en það yrði alltof erfitt að framkvæma. Ætlaði að taka lokaáfangann í PECS náminu (Picture Exchange Communication System), en í því felst að faraút, taka upp á myndband mig og PECS notanda og svo ritgerð. Alltof mikið ferli en þetti myndi nýtast mér mjög vel hérna ef ég færi aftur inn á einhverfu sviðið. Mjög fáir búnir með grunnnámið í þessu, hvað þá leiðbeinanda og jafnframt lokastigið. OH well.

En það er margt í boði,þó ekki þar sem maður getur náttúrulega ekki tekið fyrir eitthvað sem aðrir gera. DUH. En ég er heppin, ég er eina af held ég 3 sem ætla að taka fyrir unglinga á kjörsviðinu. Bleh.
Fannst svolítið skrýtið þegar kennarinn varað tala um stílista fyrir ráðstefnuna í vor! Wow! Anna og útlitið eða..?? En þessi vetur verður fljótur að líða. Eða vona það.

miðvikudagur, september 06, 2006

Pjallan uppi er horfin, veit að hún fer ekki langt því guess what, hún tekur upp einn af verri sjónvarpsþáttum landans. Landans segi ég og meina ekki okkar, því ég neita að eiga neinn hlut í þessu arfa lélega sjónvarpsefni. Ohhh cruel me. Alveg sama. En getiðið hvaða þáttur þetta er...múahahah.
OK, held hún sé ekki flutt en í staðinn er kominn einhver gaur sem bramlast um á nóttunni, enginn hefur séð og svo er svalahurðin búin að vera opin í viku. Spooky to say the least. Minnir mann svolítið á eina vampírusögu sem ég las einu sinni. Um vampíru sem bjó í einu fjölbýlishúsi.
************
Er alveg á því að ég vilji gera og eigi eftir að gera eftirfarandi hluti á ævinni:
1. Gerast organic bóndi, jafnvel ekki á Íslandi-kannski bara in the UK. Þá erum við að tala um allan pakkann; hænur og svín, grænmeti og ávexti. Og hesta. Elska hesta.
2. Láat mig hverfa-það má þó leita af mér í New York-hvernig er það, gerast allir þættir viljandi í New York? Er þetta bara gert til að pirra mig?

Svo er margt fleira en kýs að halda því fyrir sjálfa mig. Þetta eru nú tvær svona extremes ef svo má kalla, New York og sveitin. Sweet ekki satt. Það er einhver svona Íslands pirringur í gangi. Það kannast allir við svoleiðis ekki satt?

þriðjudagur, september 05, 2006

Ætla að taka nokkra fréttapunkta. Margt að gerast á þessum merku dögum sem mig úsar til að tjá mig um.
  • Í fyrsta lagi, það sem Materazzi sagði í raun við Zidane. Menn láta ýmis orð falla í hita leiksins, ýmsar getgátur hafa líka verið uppi um hvað hann hafi í raun sagt við gamla kappann,e-ð sem lét hann algerlega fara úr límingunum og snappa hreinlega. Það hlyti nú að hafa verið það grófasta grófasta, enda þyrfti mikið til þess að franska stjarnan klúðraði svona líka svakalega. Hryðjuverkamaður eitthvað var efst, en ég er á því að sama hvað hann sagði þá hafi gjörðir Z verið svo algerlega óréttanlegar. En hvað um það, hvað sagði blessaður kallinn. Ég skal segja ykkur það, Materazzi hringdi nefnilega áðan en ég var ekki við og hann skildi þetta bara eftir á símsvaranum: ,,Ok, ze ónlí zthing I ztaid to Mr. Zidane was zthat I zwould zrathter have his sister zthan his shirt......"
Jeddúadda mía ég á ekki krónu, að missa sig yfir þessu. Búfokking hú eins og únglingarnir segja.

  • Hver sem reynir að segja mér á Þorláksmessu að yfirmigin skata sé voða holl og góð fær blautt þorsksflak í andlitið á sér (og rassinn kannski). Skötur eru bara ekkert sniðugar og á mínu heimili líkt og um alla Ástarlíu ríkir mikil sorg yfir dauða Mr. Crikey eða Steve Irwin. Ofsalega gapti ég þegar ég las um þetta. What a way to go man. Bara sorgmædd really.
  • Greyið lögreglan okkar á í fullu fangi með að díla við æsta unglinga, ef það eru ekki 200 hundruð full stk. þá eru það nokkrar litlar. Hvað er málið, ætla ekki einu sinni að byrja á foreldrunum, ég verð bara sjóðheit. Djöfull skal ala mín börn upp, ekki rétt kannski en almennilega. Þó svo að liberal uppeldi sé alveg í áttina að mínu kókglasi þá er alveg hægt að setja reglur, standa við þær og kenna börnum sitt hvað um virðingu. Og hana nú. Ég tek kolluna af fyrir ykkur foreldrum sem eruð einmitt að ala börnin ykkar upp! Og ég hlusta ekkert á neitt kjaftæði um að enginn vilji eiga svona börn, þetta bara gerist, það er svo mikið að gera í vinnunni, ég þarf bara að vinna svona mikið, ég tek ekkert eftir öllu og jara jara jara. Það BARA gerist ekkert allt í einu að börn fari bara að vera svona. EN það er líka ofsalega þægilegt að geta líka skellt skuldinni á skólana... en það er sko allt annað brauð skal ég ykkur segja, ætla alls ekki að byrja á því.
  • Svo er fleira, þetta með gangbrautir og ökumenn-af hverju er það svo að þar sem maður er í útlöndum þá þarf maður varla að hafa augun opin á sínu labbi yfir þær, maður getur verið öruggur um að bílar stoppi fyrir manni gangandi. En hérna, neibb, hérna þarftu helst að biðja ökumenn um leyfi, skriflega, þeir bara stoppa ekki!
Ok nóg um það, hausverkurinn hefur þessi áhrif á mig. Jú eitt, dreymdi einn draum í nótt. Ekki fyndinn þá en mjög svo núna. Það var þannig að mannfögnuður átti sér stað heima hjá mömmu. Þó voru fleiri af mínum vinum en man það ekki svo glatt. Svo byrjar ein ónefnd sem ég þekki alveg, en einhvern veginn efast ég að hún myndi vera heima hjá mér, eherm mömmu. Eftir að við einhver smá hópur höfðum greinilega verið að tala um Herra B, þá segir hún:,,Já ég hef einmitt heyrt fólk segja greyið hann að eiga svona ófríða kærustu, hann sem er svo sætur". Bara eins og ekkert séð. Ég man að ég var ekki viss hvernig ég ætti að bregðast við, var greinilega eitthvað að róta í kúlinu en svo ákvað ég að mér fyndist þetta nú ekkert voða vinalegt, svona beint í andlitið á mér. Þannig að ég sló hana og rak hana út.

Hef í rauninni aldrei hugsað neitt spes mikið um það hvort fólki finnist ég fríð eða ekki...

mánudagur, september 04, 2006

Þetta video segir svo miklu miklu meira en mörg þúsund orð. Jeddúdda mía. Lofaðu mér að horfa á þetta fyrir svefninn og ekki skilja neitt eftir.

föstudagur, september 01, 2006

Það er svo gaman að borga reikninga. Reyndar hef ég lúmskt gaman af því, fæ eitthvað kikk út úr því. Kannski er það bara tilfinningin að vera ekki með allt niðrum sig en ég veit ekki. Þetta að vera með allt niðrum sig er fyndið orðtæki. Ég sé þetta svo ofsalega myndrænt fyrir mér þegar einhver segir þetta og ég spring alltaf úr hlátri. Hláturhormónarnir hafa líka verið að stríða mér upp á síðkastið og er núna tvennt í uppáhaldi hjá mér sem stuðlar að óútskýranlegri vellíðan hjá mér. Það að fá hláturskast er annað þeirra, en hefur verið það lengi. Elska að pissa næstum á mig af hlátri. Hitt er að hnerra outloud og harkalega. Hef alltaf verið þessi feimna-hnerr-týpa, held fyrir nebbann og bæli hnerrann eða hnerrið, niður. Auðvitað er þetta hræðilega óhollt en nýlega komst ég að því hvað það er mikill unaður að bara hreinlega sleppa sér, hnerra bara upphátt! Love it.

Mikið að gera á öllum köntum, sumarbústaður og mokstur á morgun með stórfjölskyldunni. Svo erum við að byrja að búa til fjárhagsáætlun fyrir bílskúrinn svo við getum farið að koma honum upp. Allt þetta=grown up stuff.

Næst þegar ég skrifa, mun ég fræða þig um uppljóstrun mín varðandi afar leiðigjarna sjónvarpsþáttinn Pípóla..Spennó!