laugardagur, apríl 28, 2007

Í gærkvöldi vorum við B að glápa á þátt sem heitir Kidnapped (S1). Þetta er sæmilegur þáttur en maður lætur sig hafa það því hann gerist í NYC hihihi. Allt í einu fer ég að kannast við íbúð eina og fattaði þá að ég hef verið þarna sjálf, eða við réttara sagt. Tiplandi um á tánum, kúkandi í klósettið og borðandi við eldhúsborðið. Jú, þetta var heima-gistiheimilið sem við gistum á en það hefur lítillega verið notað áður í Law and Order. Þó ekki eins mikið og núna. Ofsa var þetta skemmtilegt en skrýtið samt. Mæli svo sannarlega með þessu www.bedandcoffee.com en bendi þó einnig á íbúð sem Halli er að leigja út í sumar, uppl. á www.icomefromreykjavik.com/halli. Ég vona að hann geri það sama næsta sumar-hugsanlega förum við með strumpinn þá.

Jæja hann er vaknaður-over und out!

laugardagur, apríl 21, 2007


Þyrfti að læra hraðritun en sjáum til með hvað ég kemst langt áður en djásnið vaknar :)

Já tímarnir eru svo sannarlega breyttir en eitt kemur mér skemmtilega á óvart og það er hversu hratt maður venst og aðlagast svona breytingu. Þetta er náttúrulega skemmtilegasta verkefni sem ég hef fengist við en jafnframt það erfiðasta og mikilvægasta. Alltaf eitthvað nýtt að gerast og maður lærir svo margt along the way-learning by doing eins og einhver snillingur sagði.

Fékk smá samviskubit út af hinum "börnunum" tveimur en þau hafa bara næstum því verið sjálfala frá fæðingu sonarins. En þeim líður vel og hafa ekkert verið að kippa sér upp við nýja fjölskyldumeðliminn-smá sniff hér og þar en annars pæla þau voða lítið í honum.

Mín heilsa er öll að koma-alveg magnað hversu hratt líkaminn okkar lagar sig eftir svona aðgerð. Verð oft að stoppa mig af að gera hluti, hluti sem ég "má" ekki alveg strax en finnst ég samt alveg ráða við..passa passa ;) Já svo fer pabbinn aftur að vinna og við mæðginin förum að bralla bara eitthvað þá klukkutíma sem hann er frá. Eigum án efa eftir að sakna hans og ekki laust við að hræðslan við cold turkey hafi sest að-nei nei segi svona.
Ætla ekki að setja inn myndir af kútnum enda nóg af þeim á hans síðu. Læt tvær af Gný samt fylgja með. Lofa svo að fara að skrifa eitthvað meira fullorðins með tímanum-minnið er sem aldrei fyrr alveg hroðalegt og því erfitt að koma með eitthvað bitastætt hehe.


föstudagur, apríl 06, 2007

Ég er orðin mamma, móðir, forráðamaður. Þetta er náttúrulega bara magnað og ég er ekki fyllilega búin að átta mig á þessu nýja hlutverki. Blogga á miklum hraða á meðan sonurinn hallar sér í vöggunni við hlið mér. Var líka að átta mig á að ég er komin í fæðingarorlof en ekki lengur i veikindaorlofi.

Páskafríið for næstum því framhjá okkur, en ákváðum þó að ná í eitt páskaegg. Í fyrra vorum við á sama tíma í New York, algerlega grunlaus um hvað biði okkar að ári liðnu. Já þetta er fljótt að gerast og allt í einu er líf manns breytt. Svo gjörsamlega!

Reyni kannski að koma með eitthvað meira bitastætt hingað inn þegar á líður. Þessa dagana gefst ekki mikill tími til skrifa. En síðar, því ég vil ekki bregðast þér kæri lesandi múhahahahahah.

Jæja, sá litli prumpaði sér til vöku...over and out for now.