laugardagur, nóvember 29, 2003

Djöfull er maður orðinn latur, skrifa ekkert. Langar samt að skrifa soldið núna. Er ein heima, fyrir viku vorum við öll heima og sátum inni í stofu og heyrðum einhver hljóð, það vpru einhevrjir krakkar að labba upp á þaki, við erum sko með stóra gler-þaks-glugga, jább við út að öskra. Nú, í gærkveldi voru Leah og Siobhan, heima að sötri með Sake og sátu í makindum sínum í stofunni á náttsloppunum, þegar þeim varð litið upp pg ungur maður starði bara niður á þær!! Ojjj hvað ég varð hrædd þegar ég heyrði þetta, núna er ég alltaf að heyr ienhver hljóð! Get sko sagt að þó maður búi bakvið rafmagnshlið með CCTV (myndavélar úti) þá bara held ég að enginn sé óhultur ´neins staðar! Erum búin að eiga í basli með heita vatnið í viku og svo bilaði rafmagnið og ég varð að fixa þetta, kaupa framlengingu og tengja út um ally hús, jább vesen, en hey vatnið fór að hitna aftur, og hvernig haldiði að ég hafi komist að því, nú það fór að leka aftur heitu vatni inn á baði!!!! Góðar fréttir ha!! Algert rugl, hlakka til að fara í góða íbúð heima held ég, þar sem það er ekkert vesen og ef það kemur eitthað upp þá á maður fullt af fólki til að biðja um hjlálp! HJÁLP!!!!!!!!!!!

sunnudagur, nóvember 23, 2003

ok er aftur komið í lag arrrrggggggggg
Sem sagt lykilordin i sidustu malgrein voru-is ben and jerry og haagen daaz, nammi fra ameriku, chunk i goonies, kinverskar nudlur og svinakotilettur. Bokin Coraline, pizza og vin, leti, Rósa oh ég man ekki meir
bara prófa testing testinnn allt i kexi arrg tolvan ad skita a sig arrrrgggg vonandi skilur einhver eitthvad bohohoho
Halló hefi nú fengið nokkrar kvartanir um að ég sé löt að skrifa, jább er sammála...Mikið búið að vera að gera og ekki gefst alltaf tími í amstri dagsins að setjast fyrir fram tölvuna og láta vaða....Var að enda við að borða, svindlaði smá...bjó til svona marineringa sósu, bbq,hvítlauk, fruit sauce ofl., og semsagt marineraði svínakótilettur í dag..grillaði svo og sendi Bjarka út á kínverska að kaupa singapore noodles og tvær kínarúllur jamm jamm svooo södddddddd...veit ekki hvað ég á að skrifa núna erum bæði á netinu á sama tíma hann í msn og ég hér gengur ekkert rósa var að tala og svo var ég farin ....en allavega athugið bók sem heitir Coralina, Bjarki er að lesa hana mig langar næst er víst mjög góð....Peeeheepsi...fyndið er meria kannski að skoða annarra manna blogsíður en að skrifa á sína eigin..hoho kenni ykkur þarna úti um hvað ég skrifa lítið hér..en reyni að bæta úr..

Fór samt út að borða í gærkveldi, stærstu pizzurna sko og ódýrasta vínið, La Porchetta á Upper Street, er búin að ákveða að Rósa kemur þangað þegar hún kemur..ohh yeah Oh getið hvað eigum Vanilla Fudge Haagen Daaz ís og og og Ben and Jerrys New York Super Fudge Chunk ís jammmmmm ef það er eitthvað gott úúú!!!! Slær í gegn á þessu heimili skal ég segja ykkur! Og já Rósa hefurðu smakkað Rocky Roads ís held ég að hann heiti, namm...ohhh ég ætti kannski að biðja þig um að koma með pjönku amó nammi handa mér, man ekki lengur einhverjar uppástungur???? Takk Takk nammi namm, ég verð bráðum feitari en Chunk í Goonies!!! Ohh Goonies, sú gamla og góða ohhh

mánudagur, nóvember 17, 2003

WOOOOOHOOOO! Ástæðan fyrir því að ég fór að skrifa áðan,þó svo að ég eigi ekki að fara á netið fyrr en klukkan sex, var þessi---------TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIN DRÖFN OG HRNGUR!!!!!!------------OG LÍKA HAMINGJU TIL FREDDA SEM ÁTTI AFMÆLI Í GÆR!!!!!
MERKIR ÁFANGAR (Á MAÐUR EKKI ALLTAF AÐ SKRIFA SVOLEIÐIS....)
Langaði bara að bæta þessu við..................
Jæhæja þá...mikið búið að vera að hugsa í dag og reyndar síðustu daga. Það vita flestir að ég kem ekki heim um jólin en ég hef mikið verið að pæla hvort ég eigi ekki bara að koma alfarið heim eftir áramót, wow skrýtið að skrifa þetta þar sem ég hef varla sagt þetta enn...en alfarið þá meina ég í þetta skiptið...veit ekki hvort þetta skiljist. Ástæðan, nú þær eru margar en ég get nefnt td það að með London og USA dvölinni minni þá er ég búin að vera samtals 5 ár í burtu frá litlu systur...missi af miklu þar, svo er amma veik núna og ég vil vera heima...verð bara sorgmædd að hugsa um þetta. Jebbs, svona er þetta, þannig að þið sem eruð heima á Íslandinu, endilega ef þið vitið um einhverjar íbúðir til leigu og góðar vinnur handa mér, láta mig vita, er í alvörunni að skoða þetta. Hver veit nema ég fari svo aftur út eftir nám, en ég er soldið þreytt og vill ekki brenna mig út fyrir þrítugt...væl væl væl

laugardagur, nóvember 15, 2003

(á gleymi alltaf að minnast á einn disk, jamm smá músík...diskur sem Bjarki gaf mér í afmælisgjöf - Ulrich Schnauss-já mjög mjög mjög afgerandi...held það sé orð. Get guaranterað (búin að íslenska orðið guarantee) að það sé fullt af fólki þarna úti séu í einlægni sagt sammála mér um hann sé góður. Horfa á Rain Man með öðru auga href="http://www.cyberkino.de/entertainment/kino/104/104159b3.jpg" jebbs
Vantar hjálp!! Já og þá er ég ekki að tala um allt sem er að bara smá, vantar að geta sett inn mynd af mér, já svo í mun að allir geti séð mig...hjelp hjelp er búin að reyna allt en ekkert kemur fyrir neitt!
Jæja kominn laugardagur og ég ekkert búin að skrifa síðan á mánudaginn, búið að vera miki a gera. Skrifa ritgerðir og svona, gaman gaman, meira að læra. Sara ég er í sama pakkanum, kannski eins mikið og þú, veitiggi, en við erum að taka þetta á nokkrum mánuðum með vinnu en hitt fólkið að taka þetta í dagskóla á 9 mánuðum...púff

Fór á semmtilegann belgískann bar í gær, pínkulítill, smakkaði þar nokkrar tegundir, eins og Leffe Blonde og svo einhvern súrann og góðann, einnig já einnig jarðaberjabjór!! Mjög góður, það eru til fullt af ávaxta og súkkulaði bjórum! Sérdælis snilld!
...
Svo vil ég endilega benda öllum (öllum sko), sem nú þegar hafa ekki, horfa á six feet under, mjög skemmtilegir og vel skrifaðir. Veit að flestir horfa á þetta og ég er búin að gera svo í 2 ár eða eitthvað.. ?? en etta er soldið eins og þegar ég var hooked á 90201 og var að horfa 2svar á hvern þátt púff, er reyndar verið að sýna gömlu þættina á daginn hérna. Ohh, þegar Brandon var með gambling vandamál og pabbi Dylans var sprengdur upp, sko þetta eru alvöru vandamál, já við upplifum öll eitthvað svona. Beverly Hills undirbjó mann undir lífið eftir vögguna (eða kojurnar) á hátt sem Buffy hefur alveg kúkað á sig!
...
Fred Durst í imbanum með gellunni Halle Berry, ömó, voða drama í gangi...vona að ég verði ekki skotin af gömlu Limpurunum..hohoho
...
Já keypti mér um daginn strigaskó http://www.rakuten.co.jp/walkrunner/406619/504130/ voða stoltur foreldri
Eru akkúrat núna að borða smá sushi, svona snakkbakki sem við keyptum í Waitrose, nammi namm, vantar bara saki með.

...

mánudagur, nóvember 10, 2003

Hola hola! Smá mont hérna en ég er að fara á tónleika í Desember með Travis og Kings of Leon...jebb já ég veit er heppin, mjöööög heppin! Langar á fullt af tónleikum meira meira meira. Keypti um daginn nýja Strokes diskinn, jebb alveg fínn. Langaði að varpa fram einni spurningu-Hvað er besta augnkremið sem ég get fengið mér? Ég veit að Sunna notar og held ég vilji fara að nota svoleiðis...nebbnilega...

Nú hvað fleira, já fæ lakkrís á eftir, frænka hans Bjarka kom með gotterí, ummm hvað mig hlakkar til! einmitt núna að skoða KHÍ síðuna, spá og spekúlera, kannski fæ ég eitthvað eða meira metið á Þroskaþjálfabraut, ohh veit ekki, bara hreinlega veit ekki...

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Jæja Sunnudagur og ekkert verið skrifað síðan á Miðvikudag. Sko þetta Detox fór ekki betur en svo að ég fékk flensu kast á miðvikdagskveldi, sem var fram á fimmtudagskvöld, algert helvíti, held það hafi verið flensa en ég kláraði samt dæmið...kúkað mikið mikið og stórum...
Veit voðalega lítið hvað ég á að bulla, Bjarki var að kaupa einn Spiritualized disk, sem er hreint út sagt snilld!! Ég er búin að vera að leita af smáskífu með lagi sem heitir Under the Milkyway, með áströlsku bandi sem heitir The Church (eitthvað eighties band), þetta lag er geðveikt, var í Donnie Darko sko..mikið hlustað á tónlist...jább jább...Er barasta orðin þreytt eftir daginn, fengum okkur bjór áðan sem gerði mér smá dasaða, langar að leggjast upp í rúm og lesa Fast Food nation. Já Rósa ætti að lesa hana, annars keypti ég nú Sunday Times sem ég ætla að blaða í, alltaf að fylgjast með, eru svo skemmtileg tímarit líka. jább nóg í bili

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Gott og blessað kveldið og gleðilegan Guy Fawkes day!!!! Allavega, fyrsti dagurinn í Detox, jebb, hreinsa út allt ógeðið. Ekkert kaffi eða pepsi í tvo daga....Byrjaði á melónu og sítrónu-hunangs vatni í morgunmat. Svo þykk grænmetissúpa sem ég var til 1 í nótt að útbúa, í hádegismat..mmmm...mikið af vatni þar á milli, svo þegar ég kom heim svona hreinsunar-djús-kokteill sem ég bjó til í nýja djúsernum. Svo eru það bara hrísgrjónarétturinn og ca 200 grömm af tadadada kindamjólkurjógúrt klukkutíma fyrir bedtime, já ROLLUJÓGÚRT!! Og svo morgundagurinn....mmm hvað systemið verður tært og fínt, tilbúið fyrir helgina... Langar í rauðvínsglas og einhvern góðan ost núna samt...ohhhh Sakna svo snjóbyljannna eitthvað núna, annars eru litirnir á fallna laufinu hérna, alveg rosalegir, voða rómó...

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

já já já var að koma úr Argos, festi kaup á Juicer sem er líka með blender. Sko, býr til djús úr grænmeti og ávöxtum sem blender gerir ekki og svo notar maður blenderinn til að gera allt annað, voða ánægð, nú verður ekkert mál að borða ráðlagðann dagskammt af ávöxtum og grænmeti, bara allt í einu glasi! Ha ha heldurðu að sé nú lúxus!! jejeje en mjög spennt samt...
Er mikið búin að vera að hugsa heim síðustu daga, held ég sé alveg til í að fara heim...bráðum allavega...æi veitiggi...Sara er mjög sniðug ð gera svona Siggu-síðu, mjög gott framtak hjá stelpunni!

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Jæja....alveg komin í jólaskapið, þess vegna breytti ég aðeins um liti, varð alveg æst þegar ég sá hana Söru mína breyta um útlit hjá sér. Var að reyna að setja inn mynd, en veit ekkert hvar í template ég á að henda þessu inn svo....en er voða sorgmædd núna, við erum nebbnilega ekki ein heima lengur, vikufríiið búið og allir komnir heim. Var á KHÍ heimasíðunni, alveg ólm að sækja um, en get ekki gert það upp við mig hvort ég eigi að fara í dagskólann eða fjarnám???? Elda bara pasta í bili, drekk rauðvín og held áfram með lífið, verð víst bara að bíða aðeins lengur. Verð að minnast á eitt fyndið lag...Heyya með Outkast, gott lag, sniðugir strákar!! Er að hugsa um að fara kannski í heimsókn til Hilla frænda og Lilju í Denmark milli jóla og nýárs...veitiggi

Hvar ætla allir að vera næsta haust??? Forvitin, stend á tímapunkti, langar heim en er smá smeik eftir allann þennan tíma, hver er þín skoðun?

laugardagur, nóvember 01, 2003

Jæja, Laugardagur í dag...greinilega ein sem veit ekki hvað hún að skrifa. Hey var að vakna. Fór í bíó í gær, Intolerable Cruelty (Cohen bræður), alveg fín, þoli samt ekki Catherine Zetu Jones, finnst hún varla geta leikið....vonda Laufey. Svo fórum við heim og af því það var Halloweeeeen, þá horfðum við á Poltergeist, sem er fyrsta myndin, eftir sem sagt Steven nokkurn Spielberg, mundi ekki mikið eftir henni. Bjóst við að verða svaka hrædd, en neihh, þetta er meira svona ævintýramynd ; hver man ekki eftir litlu Zeldu Rubinstein ha, mep barnaröddina. Ætla að finna út hvort hún sé enn á lífi!Sko er búin að finna að litla stelpan, Carole Ann, leikkona sem lék hana, er dáin, dó sko 1988 en fæddst 1975, já spooky...kannski ekki...en hún fékk hjartáfall 12 ára!!! En update, newsflash, Zelda er enn á lífi...

Annars finnst mér snilld að tæma út heilabúinu hérna á netið, er ekki frá því að ég sé farin að léttast smá hohoho Langar svo að vita hvernig og hvort það sé hægt að setja myndir inn á bloggið án þess að borga...any suggestions?