fimmtudagur, júní 28, 2007

Ég dreymdi svo furðulegan draum og þegar ég vaknaði var ég alveg ringluð-hvaðan kom þetta??!! Það var þannig að ég og B vorum heima inni í stofu og H á teppi fyrir utan gluggann (úti...). Svo tek ég eftir að það er einhver að koma sér fyrir við götuna með myndavélabúnað og byrjar að munda vélina. Ég segi þá við B að það sé einhver paparazzi fyrir utan, en hvers vegna skildum við ekki. Reyndum að draga gardínurnar fyrir en þær eyðilögðust bara! Ég varð svo reið og hljóp út að tala við kauða, sem nota bene er ákveðinn aðili sem ég kannast við síðan í "gamla" daga. Nú, þegar ég ég kem út sé ég að hann situr í bíl með öðrum og er búinn að taka H með sér inn í bíl og er að leika við hann! Ég tjúllaðist, lét að mig minnir B fá H og gekk í skrokk á þessum manni-spyr þá hvað þeir séu að gera og hóta svo gaurnum. Þeir segjast ekki geta sagt mér af hverju en að þetta komi í blöðunum á morgun. Ég hóta gaurnum öllu illu og það taka þeir upp á eitthvað microtæki sem gaurinn gleypir svo...ég reyndi að koma því upp úr honum en náði því ekki. Svo erum við komin eitthvað annað og meira man ég ekki...

Annars erum við nýkomin frá Stokkhólmi eftir æðislega daga í góðu yfirlæti. Frábær borg og ég mæli hiklaust með henni! Við vorum sem sagt í húsi frá 17.öld sem Culturhuset á og það er ævintýralegt. Byggt á háu bergi í miðborginni en samt er þetta eina hús afskekkt inni í gróðri með magnað útsýni! Brjálað!

Tróðum náttúrulega í okkur góðum mat, skoðuðum allt með krílin og versluðum smá. Upplifðum midsommers hátíðarhöld en það er svona aðal hátíðin í Svíþjóð-allt lokað eins og á heilögum dögum. Meira um það síðar. Farin að þrífa, eða eitthvað ;)

miðvikudagur, júní 13, 2007

Ætla ekki að gefast upp með þetta blessaða blogg mittt en satt best að segja þá gefst nú ekki beint tími til að blgga mikið þessa dagana, og ef svo þá gengur bloggið hans Hrafnkels nú fyrir :)

Já tíminn flýgur! Mínir dagar þjóta frá mér og á hverjum degi þá sé ég einhverja smá breytingu hjá litla. Stór partur af mínum tíma fer í að þvo þvott en hérna áður fannst mér gaman að þvot
þvott-núna...tja núna er ég alltaf að því og mér finnst það ekkert brjálað stuð lengur. Hrafnkell sjálfur er allur að skána, en þetta hafa verið á köflum afar strembnir (tæpir) 3 mánuðir. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt setningar eins og ,,er hann ekki bara svangur?", ,,ertu að gefa honum of lítið?", ,,þessi stelling virkaði best hjá mér" og svo framvegis. Geri mér fulla grein fyrir því fólk vill BARA vel en stundum þarf maður bara að læra þetta the hard way og sjálfur. Ég hef tekið hann af lyfjunum og núna fær hann svona náttúrulega dropa og smá gasdropa ef hann er slæmur. Finnst ekki það mikill munur á honum til að láta hann vera á hard-core lyfjum.

Röfl er þetta í konunni!! En að einu hef ég komist að og það er að enginn talar um þessa kveisu, það gengur voða vel hjá öllum og allt voða shiny og happy! Auðvitað er ég hamingjusöm með litla kút, alls ekki misskilja en þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef fengist við og segi að það sé ekkert meira mannskemmandi en að horfa á barnið sitt engjast um af kvölum. Mamma segir að það er eitt sem maður græðir af þessu og það er þolinmæðin!

Annars held ég að hormónarnir mínir séu að stríða mér ögn, grenjaði yfir einhverjum sjónvarpsþætti áðan og hélt ég myndi aldrei hætta! Jarðaförin var bara svo falleg...je je.
Var áðan að hugsa um svona moggablogg því ég með ákveðnar skoðanir á hinum ýmus fréttabútum en hætti við. Eins og ég hafi eitthvað tíma fyrir það!

Lífið er sífellt að koma manni á óvart, eins klisjulega og það hljómar. Hrafnkell Númi, litli óvartblossinn okkar, gefur lífinu svo sannarlega lit og aldrei hefði ég getað fengið fullkomnari anga en hann. Smúts!

Hann var að sofna en alltmulig maðurinn sem sér um blokkina syngur svo hátt hérna fyrir utan að hann hlýtur að vakna við það. Held að monitorinn nemi það meira að segja...Og hann syngur svo hræðilega greyið.....is blowing in the wind...

sunnudagur, júní 03, 2007

Er hlynnt nýákomnu reykingabanni og fussa bara á þá sem kvarta yfir því-ykkar val kæru stubbar að byrja að reykja. Svona er þetta t.d. í New York og virkar vel. Reyndar mikið af fólki úti á götu að smóka en það venst. Nú getur maður farið inn á stað og heim og jafnvel sleppt sturtunni áður en maður hoppar upp í rúm. Geri einmitt mikið af því að hoppa í rúminu...

Er nú reyndar ekkert mikið úti á lífinu en það kemur, kannski ekki mikið en smá. Sá litli var einmitt skírður um helgina og kom okkur algerlega á óvart með hversu pollrólegur hann var alla athöfnina. Athöfnin fór fram heima hjá mömmu og verð ég bara að segja að ég er mjög sátt með þessa fyrstu fullorðins-veislu sem ég held. Ég reyndar hélt hana ekkert ein, langt í frá því mamma og tengdamamma sáu nú um mest-ef þið viljið lúxus þá eru þær ábyggilega game fyrir gott verð ;)

Stokkhólmsferðin nálgast óðum og það verður ofsagott að komast eitthvað aðeins út. Aldrei komið til Sverige og ekkert smá heppin að fá svona sænskuvana "gæda" með okkur :0)

Þokan í hausnum kemur í veg fyrir að ég geti skrifað meir. Chao!