sunnudagur, apríl 30, 2006

  • Og hvenær er best að raspa á sér hælana? Nú þegar þeir eru þurrir-bara gamalt myth að það eigi að gera það í sturtunni. Sko raspa....hitt er í fínu ;)
  • Hvað gerir maður þegar maður á ekki silfurhreinsi fyrir allan borðbúnaðinn? Hendir smá salti og rifu af álpappír í ílát og vóla!
  • Hvernig er best að þrífa gluggana? Annað hvort með vindlingaösku eða kóki. Reyndar myndi ég gera hvorugt þar sem ég á engan nýlegan lager af ösku og myndi frekar drekka kókið...
Nú er komið að þér. Reyndar á ég ráð við fleiru, veit ekkert skemmtilegra en svona do-it- yourself lausnir á hlutunum. Bara nýlega googlaði ég til að finna aðferð til að stöðva sírennsli í klósettinu* mínu-mitt! pffft eins og ég eigi það eitthvað og hvað þá ein! Já, þó svo ég búi með plummer! Ég googla ALLT, allt segi ég.

*klósett: hvað er málið með þetta orð-þyrfti að geta googlað sögu sumra orða. Ekki kemur þetta frá orðinu closet-gerði fólk einhvern tíma þarfir sína inn í skápa, tja það hefur þá farið eitthvað framhjá mér! Vill allavegana ekki fá þau í heimsókn til mín, mínir skápar eru gamlir og flottir og ég ætla að halda þeim þannig.
En kannski kemur þetta, og þetta finnst mér eigi geðslegt-frá tveimur orðum kló as in klóak og svo sett as inn settið eða postulín settið??Enafhverju þá ekki klódolla eða saursettið??
Alveg spurning, ætla að reyna að komast til botns í þessu máli!

Dröfn skemmtilega vinkona mín keypti barnapeysu í úglöndum. Hún á ekki barn en sú sem fæðir næst stelpu-sem sagt ég hoho fær hana. Hún er gjöööggggjuð! Svona karrýgul vængjapeysa með mynd af marilyn monroe! Eigum við að ræða mest kúl barnið on campus! En þegar þessi umrædda stelpa lendir á jörðinni þá verður hafinn mesti barnafataleiðangur sem farinn hefur verið! I´m telling ya!
Heyra í mér, djísus, þetta er sko ekki að fara gerast anytime soon! Að auki eru miklir möguleikar á því að ég eignist tvíbura þar sem amma er tvíburi, hún heitir það sama og ég OG svo er ég fædd í tvíburamerkinu. Þannig að ég yrði að vera tilbúinn í tvö stykki. My karamba. Not anytime soon :)

föstudagur, apríl 28, 2006

Ok verð að deila fyndinni sögu eða hvað á ég að segja, atviki með einhverjum. Erum búin að hlæja mikið af þessu á heimilinu! Þannig er mál með vexti að fyrir nokkrum dögum fékk ég svona freinds request á Myspace, frá náunga sem kallarsig Mad Stuntman. Ég kannast við frá því í "gamla daga" einn slíkann, en þekki/þekkti bróður hans vel þegar ég bjó í NY á sínum tíma. Anyways, þessi Mad Stuntman er sennilega Íslendingum ókunnur, en úti í okkar stóra heimi er hann vel þekktur, þá sérstaklega fyrir eitt ákveðið lag, getur einhver giskað? Nei það er ekki Dangerous love... ?? heldur tatatatata: I like to move it,move it!!!

OK, on with the butter. Þeir sem þekkja MySpace, finnst þetta ekkert svo merkilegt þar sem ótalmargar hljómst og aðrir listamenn eru skráðir á þeim bæ. Sumir eru viðriðnir það sjálfir og aðrir eru svo heppnir að eiga aðdáendur sem halda uppi fjörinu. Nú, ég ákvað að tjékka hvurs vegna í ósköpunum ég var allt í einu með friends request frá honum-a. nafnið mitt rétta er ekki upp á síðunni b. ég er ekki hin týpíska ebony beauty (eins og 99,8 % á síðunni hans eru) og c. ég var einfaldlega forvitin hvort þetta væri einskær tilviljun eða eitthvað annað furðulegt veraldarafl á ferðinni.

Sendi honum því message og jú viti menn, "hey Lulu it´s me Steve brother from Lenox"..blablabla..."how are you"...blalbalbla "a friend told meabout your site"...og svo komu hlutir sem aðrir gætu ekki svo auðveldlega vitað. Ha ha. Mér finnst þetta ákaflega fyndið-sérstaklega þar sem ég er nýkomin frá NY og heimsótti ég gamla gettóið, en ekki gömlu félagana.

Jæja, klára ritgerð í kvöd, aðra á morgun og enn aðra fyrir þriðjudaginn. Samt er allt svo gott.

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Skrýtinn þessi nýji sýrði rjómi? Finnst ykkur ekki?
Og fyndið hvað vinnustaðir geta verið ólíkir. Í rauninni líkir staðir-báðir skólar en munurinn liggur í mannskapnum. Á öðrum eru ca 95% konur og á hinum svona healthy balance. Og hvar er meira minn staður? Guess. Já frekar mikill munur, á öðrum er talað um barnabörnin, mataruppskriftir og lélegar tengdadætur en á hinum læri ég fyndna nýja brandara, hlusta á fáránlega skemmtilegar rökræður og svo má lengi telja :)

En þetta er fínt, minnir mann bara á hvar maður vill vera. Þó svo, og alls ekki misskilja, að þetta nám hérna sé ofsalega mikilvægt mér og minni þróun persónulega. Læri svo mikið á hverjum degi að ég er ekki viss um að heilinn muni geta vistað lengur upplýsingar eins og hvar ég geymi nærfötin mín og í hvora áttina ég á að skeina mér.....

þriðjudagur, apríl 25, 2006


Maður verður stundum soldið beyglaður ....
Væri alveg til í að spæna upp malbikið í NYC í einhverju af þessum átta skópörum sem ég keypti...
Svo væri ekki vera að geta farið á Cherry blossom festival í Brooklyn Botanical Garden um helgina. En það er svona japönsk hátíð sem fagnar blómstrun fyrrnefndra trjáa sem ég hef lengi vel dýrkað og dáð.
Hvar er vorið eða bloody ass sumarið sem á víst að vera komið? Er ekki frá því að á milli þess sem ég læri og les og vinn og sef, að það læðist að manni svona New York niðurtúr. Eitthvað sem margir ættu að kannast við. Döhhh. Þetta er vont, kannski læknar Mac´n´Cheese þetta?
Svona af því að ég á að vera að læra eða jafnvel að verafarin að sofa þá skal ég skrifa nett um hina dagana í NY. Þetta rennur samt allt í eina sprænu en við fórum meðal annars á Ladytron tónleika sem voru fínir, mér fannst staðurinn ofsa skemmtilegur og sé mest eftir að hafa ekki tekið flottu myndavélina með. Daginn áður leiðgum við bíl og brunuðum út á Long Island. Þetta átti nú bara að vera smá dagsbíltúr til að sýna B hvar ég var nanny í den. En við enduðum í heimsókn hjá þeirri fjölskyldu og þau heimtuðu að við væru áfram í steik og svo heimtuðu þau að við gistum þar sem það var orðið svo dimmt. Allt voða kósí og svo fórum við snemma daginn eftir brunandi niður í borg. B var alveg hlessa á og er , yfir umferðinni og fékk ég ilmvatn sem verðlaun þegar við vorum að fara heim til Íslands. Sko fyrir að keyra þarna úti. Já klár er hún.

Ok, já Ladytron, áður en við fórum á tómleikana hittum við Halla og Sveinbjorn.com og í drykk og svo fórum við á indverskann stað. Jömmí is all I´m going to say. The Korma was to die for!

Nú, á páskadag vorum við samferða tengdaforeldrum Súsönnu frænku-þau eru ítölsk og þegar ég segi ítölsk í þessu samhengi þá meina ég italiano. Bæði frá Sikiley, fædd og uppalin en flutttu til Bameríku. Já samferða hvert? Ég veð úr einu í annað! Ferðinni var semsagt heitið í Orange County, NY, sem er upstate, en þar býr Brian frændi og kom þar saman alle hele familian! Nokkur börn, upplblásinn fótboltavöllur, vel af víninu, unaðslegur ítalskur/íslenskur matur og sólkinið bjarta. Hann býr í fínu flottu húsi á uuu akri eða svona túni með trjám u know, eða er hægt að segja það? Svona uppi í sveit allavega. Já húsin þarna ekki neitt slor og mun ég sennilega aldrei hafa efni á einu slíku! Well, hver veit-það eru allir ólmir í að fá okkur þarna út-vinna og hús yrði ekkert vandamál! No problemo.

Já, svo fórum við aftur í borgina og daginn eftir eða réttara sagt kvöldið eftir aftur út úr bænum á svipaðar slóðir og daginn áður, eða í Sullivan county, NY. Tókum í þetta sinn lestina frá Hoboken, sem er fyrir þá sem ekki vita í New Jersey-flottasta litla lestrastöð sem ég veit um. Lestraferðin var skemmtileg, enda voru nöfnin á stoppistöðvunum á leiðinni afar skondin nokkur hver. Sérstaklega fyrir ærslafulla íslendinga....
Seint um kvöld, tóku mamma og Dísa frænka á móti okkur, en þær biðu okkar líkt og tvær löggur í stake-outi með kassa af Krispy Kreme doughnuts...say no more... ;)

Já lifðum í skógar/sveitasælunni, skoðuðum Woodstock-og þá meina ég Bethel sem er staðurinn sem hátíðin var haldin á. Hún var ekkert haldin í Woodstock, duhh...

Og við sáum fullt fleira og fórum smá til Pensylvaniu, versluðum meira, hrundum í það og borðuðum. Greinilegt að ég nenni ekki lengur að fara í details, þó svo að fullt fleira skemmtilegt hafi komið upp.

Tókum fullt af myndum og mun þessi ferð lifa lengi með manni (dramapolice). Svakalega skemmtilegt. Og þess vegna er ég pínu leið að vera komin aftur....

laugardagur, apríl 22, 2006

Já er ekki að trúa því að við séum lent á klakanum-KLAKI segi ég og ber hann nafn með rentu, því þegar við lentum í morgun var bara slabb og slobberí. En við erum komin, fínt og vont. Áttum ótrúlega góða daga í bæði borginni og svo upstate. Fórum í rosalegt fjölskyldumatarboð á páskadag þar sem ítalskar og íslenskar æðar runnu saman í einn massívann poll. Namm matur, namm gott veður og namm namm.

En nenni ekki sökum leti að skrifa meira um þetta, tíminn varð svo knappur að ég gat ekki dregið af honum í bloggskrif-en ég kem sennilega með eitthvað síðar enda lentum við í fjöldamörgum ævintýrum. Það verður svo gaman að lesa þetta yfir síðar meir.

Kisi var ofurkrúttlegur og auðvitað ofsa ánægður með að fá okkur tilbaka og við lúlluðum öll saman í dag eftir að ég plöffaði nýju úbersniðugu ryksuguna okkar...já við keyptum ryksugu. Don´t ask!

Læt fylgja með mynd af húsinu sem við keyptum, byrjum að gera það upp um leið og við erum búin að selja bílinn.


p.s. að plöffa þýðir ekki beint að sprenja upp því það komu ekki sprengjuhljóð, heldur svona plöff hljóð og vond lykt þegar ég stakk henni í samband. Aldrei, aldrei ágætu frænkur og frændur leika ykkur með raftæki þegar örlítið lúin. Þó þið séuð æst að fara að þrífa!
Moi? Never!

föstudagur, apríl 14, 2006

Sma update: Gleymdi i gaer ad minnast a ad vid forum i bio-held tad heiti Landmark. En myndin het The devil and Daniel Johnston. Mjog fin og skemmtileg mynd sem hefur fengid fjoldann allan af verdlaunum. Jamm vard ad minnast a tetta.

I dag, ja dagurinn var stor og eg held ad vid hofum baett labbi-metid okkar. Lobbudum fra gistiheimilinu ad Brooklyn bridge, sem er sma spolur, ekkert svakalegt en...svo lobbudum vid yfir bruna og tad var aedi. Rosalegt vedur i dag, allir solbrenndir enda 25 stiga hiti. Svo lobbudum vid adeins inn i Brooklyn, forum a Juniors sem er veitingastadur sem er heimsfraegur fyrir ostakokurnar sinar.... Vid hinsvegar fengum okkur ekki ostakoku, tvi vid vorum eiginlega nybuin ad borda. En B pantadi ser kokusneid og HEITT kako (i hitanum) og eg ice-cream soda. B fekk sem sagt sina koku i skal! Ja hun var huge-e-r svona Juniors special strawberry kaka. Ja ofsalega sodd forum vid i leidangur. Eg syndi (og tetta er serstaklega fyrir tig Ragga) B Parkside og vid forum fyrir utan husid gamla sem synist vera soldid odruvisi-veit ekki hvort einhver af The Ehrlichs bua tar enn. Svo sa eg, og haltu ter nu, Larry fyrir utan barbershoppid! Ja hann er tar enn, og svo e-r fleiri en eg sa bara ekki-var e-n ekki ad fara yfir gotuna, skrytin tilfinning og kannski se eg pinu eftir tvi en tad vantadi tig Ragga. Einn daginn bradlega forum vid saman tarna! No doubt! teir eru allavega enn tarna ;) Ofsalega serstakt ad vera tarna i solinni. En eg heyrdi fra fraenku ad hverfid hefur ekkert verid a uppleid-lofadi vist godu fyrir nokkrum misserum en ekki svo nuna...sa tad soldid nuna. Ekki tad ad tetta hafi verid eitthvad i namunda vid uuu Central Park West eda eitthvad ;)

Svo lobbudum vid i gegnum Prospect park og vedrid var enn unadslegt. Ja, slefadi yfir Family pizza en vid vorum nybuin ad troda i okkur.....

Tokum myndir svo af Mooney's, en vid Ragga eigum lika godar minningar tadan...hoho.

Nuna er tad raudvin, TsingTao og svo sma telly. Aetlum i late dinner, enda buin ad vera i solinni i allan dag. Rjodar kinnar halda svo ut i svalt kvoldloftid a eftir, enda sefur tessi blessada borg aldrei og veitingastadirnir eru bara ad bida eftir okkur. Gaman ad lesa commentin fra ykkur :)

A morgun er tad bilaleigubill, uff sma kvidi hedan fra enda er umferdin herna keeelikkud og eg var miklu kaldari tegar eg var herna sidast ad trusa um a Pajero jeppanum! Jamms, finnst eg vera gomul en samt svo alls ekki. Keypti mer vintage E.T. halsmen i gaer sem er alveg merki um tad ad eg er miklu yngri en arin segja til um. Jei.

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Tad virka greinilega ekki simabloggmyndirnar minar. Oh well. Tar ad auki nenni eg ekki ad setja inn myndirnar okkar, geri tad bara tegar eg kem heim.

O yndislega lif, dagarnir eru saelir en jafnframt safarikir. I gaer var svona hangs, allt og ekkert dagur. Kaupa meira, skoda meira og drekka/borda meira. Alveg eru, og tetta hef eg sagt oft adur fyrir adeins of daufum eyrum, pizzurnar og kinverski maturinn i NYC best! Jummmsss. Settumst inn a Bamboo house, sem er frekar fyndinn kinverskur-ekki allir myndu setjast tar inn en maturinn var guddomlegur.

Vaknadi i morgun klukkan sex, for i lest alla leid a Howard beach en tar hitti eg tengdamommu Susonnu fraenku-hanan Ritu sem er mamazita i hud og har. Hun er sem sagt tengilidur nokkurra skola vid stjornvold og tvi a ordid big-cheese vel vid hana. For med henni i heimsokn i tvo skola og gaeti skrifad ritgerd um tessar heimsoknir-tarf reyndar ad gera eitthvad nalaegt tvi en laet tad vera her.

Forum svo a roltid, endudum a tvi ad skoda i used-bokabod, kaupa japanskann bjor i budinni og svo slice a leidinni heim. Erum nuna ad reyna ad boka bilaleigubil til ad geta farid i sma biltur a morgun. Meira um tad sidar. Adiosa.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Uff dagarnir svona renna saman...Eg er enn med sjoriduna og hef fengid margar mis-ovenjulegr skyringar a henni. Forum i gaer a Natural History museum og horfdum a svona Space show. Tetta er buid ad vera i nokkrum ad eg held biomyndum og thjattu. Ofsaflott Robert redford er narrator sem er fyndid, gott fyndid samt. Se ekki eftir tessu! Svo er buid ad vera svo gott vedur ad vid hofum bara verid ad rolta um og alltaf ad komast meira og meira ad tvi hvad tetta hverfi er skemmtilegt-litlar budir a hlidargotunum sem gaman er ad skoda og gruska i. Forum svo i gaerkveldi i veitingastadarolt. Tad er svo gaman ad geta farid bara ut a manudegi, og tad er svo mikid lif alls stadar, allir barir og veitingastadir svo fullir. Ja sem sagt, fundum okkur mexikanskan stad sem mikid er maelt med, ofsa romo en samt fjorugur. Adur en eg settist nidur pantadi eg vatnsmelonu-margaritur! Namm, svo matur og jardaberja margaritur. Va hvad sveif a mann. A bordinu vid hlidina, satu tveir sielndingar sem bua herna. Annan thekki eg agaetlega, eda thekkti en tar sem tetta var svona dokkur stadur og bordin svoldid langt fra, thottumst vid B ekkert taka eftir teim. Manni langar stundum ad vera einn i heiminum :) Hofum sed landa okkar nokkrum sinnum, teir eru ut um allt tessi kvikyndi ;) Oh well, eftir tetta og svo sma meira rolt, settumst vid a thyskan pub beint herna a moti og smokkudum mismunandi tegundir. Sweet! Bumban ut i loftid sko!

mánudagur, apríl 10, 2006

Biddu er sunnudagskvold?
Forum i gaer i svona tveggja tima siglingu herna a Hudson, tar sem vid fraeddumst um eyjuna med svona guide. Rosalega fint tratt fyrir mega rigningu, en eins og sannir islendingar ta letum vid ekki nokkra dropa hafa ahrif a fjorid! En tegar vid vorum buin drifum vid okkur aftur upp a gistiheimili, tar sem Checo, tengdasonur Disu fraenku var ad koma ad pikka mommu og Aldisi upp. Tetta med gistiheimilid, finnst soldid asnalegt ad kalla tetta gistiheimili. Tetta er nattlega heimilid hennar Anne og okkur lidur meira svona eins og leigjendum hja henni. Ofsalega skemmtilegt plass, mikid af svona listmunum sem baedi hun og kaerastinn hafa gert-einnig vinir og vandamenn. Hun er einmitt as we are speaking ad smida ser eitt stykki hurd. Frabaer kona, bara alveg otrulega taegilegt allt.

Ok svo allt i einu voru mamma og Aldis bara farnar, saknadi teirra strax, bara skritid ad taer vaeru allt i einu farnar (upstate til Disu systur mommu). En vid logdum okkur sma og settum okkur svona i girinn-forum og fengum okkur pizzu (Ray's) herna rett hja og forum adeins lengra eda nidur i Soho og settumst inn a litinn kosy bar slash kaffihus i tvo drykki. Forum svo a klubb sem heitir Sullivan Room, en tar vorum vid a gestalista hja Dj sem heitir John Tejada. Drukkum meira, eherm og donsudum pizzuna allavega af okkur, Forum svo heim einhvern tima i morgunsarid. Vaknadi snemma i morgun ekki svo longu eftir ad vid logdumst upp i, og aetludum rett ad skreppa i nokkrar budir, samt ekki ad fara ad versla. B er ekki mesti verslunaleidangursaddaandinn en viti menn tetta vard bara hinn agaetasti leidangur hja okkur og B tok mig algerlega i nefid. Var rosalega duglegur! Stolt af honum :) Eg er buin ad vera med svona sjoridu i allan dag eda svona kannski eitthvad likt tvi, aldrei verid svona adur. Helt i alvorunni i dag ad i einni budinni vaeru svona lett-vaggandi matunarklefar. Tegar eg kom ut ur einum for eg ad skoda tad en...ja sem sagt tetta er eg. Kannski er heiladingullinn eitthvad ad ruglast?

Komum svo heim og hvildum okkur orlitid-vorum svo ad koma heim, en vid forum bara herna i hverfinu a sushi stad. Namm namm, bordudum a okkur gat og drukkum sapporo med fyrir hva 2400 isk total!

Ohh saum svo ibud a leigu og tokum hana! Grin en samt alger draumur i dos herna! Er einhver med rad fyrir lunar lappir?

laugardagur, apríl 08, 2006

Hvert vorum vid komin? Ja, fimmtudagurinn. Voknudum frekar snemma, sennilega vegna timaruglingsins. Svo nattlega voda spennandi ad vera a nyjum stad og hver nennir ad lulla allan daginn!

Fengum okkur sma kaffi her og dundrudum okkur ut a gotu. tessi stadur er mjog lifandi og ofsalega skemmtilegt andrumsloft. Alveg eitt af draumahverfunum! Fundum lest og tokum hana i att ad MOMA, tar sem vid eyddum godum tima. Eg hef aldrei gefid mer svona luxustima tarna inni, tannig ad tetta var frabaert. Listasogutimarnir sem eg helt ad vaeru longu gleymdir poppudu upp og mamma var eins og hvolpur ad stokkva i heysatu i fyrsta sinn! Og hugsa ser, hun hefur komid tarna oft adur :)

Nu svo lobbudum vid bara ut um allt, forum i Soho og Village og skodudum i nokkrar budir. Vid B ekkert ad stressa okkur enda naegur timi eftir. Meira svona ad taka allt inn og fylgjast med folkinu og fleira i tessari margbrotnu borg (ok tetta var flott ord!)

Nu, svo vorum vid bara allt i einu komin i East Village-okkar hverfi og fundum stad sem heitir Hip Hop Chow, sem er svona soul food med twist. Jommi! Gummeladi, unadslegur matur og frabaer thjonusta. Maeli med honum hehe. Nu, vid vorum ordin ansi luin tarna enda buin ad labba sennilega tja 15 km., ef ekki meira! Sver tad!! Forum heim enda ordin daldid alidid, lasum i bok og svona, fiktudum i nyju myndavelinni og logdumst svo a koddann.

I gaer (fosudaginn) gerdum vid svipad, nei reyndar ekkert svipad, faerum ekkert ad gera naestum tad sama tvo daga i rod duuh.... Forum seinna af stad en hinn daginn, ut i sma budarleidangur. Century 21, og get eg ekki sagt ad eg personulega maeli med henni. Mikid svona merkja fot og tad vel af teim. En gott fyrir ta sem vilja og ta maeli eg kannski med henni. Eg er ekkert eina sem maeli med henni til tessa, hun er rated #1 discount store i NYC.

Tar vid hlidina er WTC, eda tar sem turnarnir voru. Skodudum tad fyrst vid vorum tar og tetta var merkilegt. Arid '92 var eg tarna a toppnum. Eg eg eg.

Forum sem leid la tadan upp i Emipre state. Og tad get eg sagt, tratt fyrir ad bida i rod, var tetta geggjad. Svo flott. Vid urdum vitni ad bonordi og saum solina setjast. Nadum rosalegum myndum tar.

Forum svo i Chinatown og fundum okkur stad eftir sma personulegum reglum. Numer 1: Ef austurlenskt folk bordar sjalft tar inni ta er hann i lagi og numer 2: Ef tad eru svona reviews ur blodum sem vid konnust vid i glugganum. Bestur sko. Fengum svooooo stora skammta ad thjonusutstelpan sendi okkur heim med afganga. Elska kinverskan og er ekki fra tvi ad ef eg hefdi verid ein tarna hefdi eg i alvoru fengid tad, soldid likt Sally i When Harry met Sally, en alvoru! Ja og by the way, sa diner er herna hja okkur, Katz.
OK, a medan eg hef bloggad fengum vid okkur beyglur med jardaberja Philadelphia. Ja tad er allt til herna i Bameriku. Sjaumst!

föstudagur, apríl 07, 2006

Jæja hvar á maður að byrja? Sit núna bara uppi í herbergi-The treehouse sem er nafn með rentu! Búið að vera ofsalega fínt. Maður er enn að átt sig á því maður er hérna(hver er þessi maður?)
Nú við flugum út með Icelandair og ég viðurkenni alveg að það væri fallegra að ferðast í meiri þægindum í svona semi-langflugum. Já skammast mín ekkert fyrir að segja það.
Nú svo höfðum við planað að taka Airtrain á Subways stöð og koma okkur sjálf niður í borg. Ekkert mál það, enda 50% ferðahópsins búin að vera hér mikið áður. Eftir massa öryggiseftirlit og 2 langar raðir, vorum við Velkomin til US of A. En þegar við erum að fara út þar sem allir bílstjórarnir bíða með nöfn á skiltum og ofuræstir fjölskyldumeðlimir bíða eftir löngutíndum ættingjum, kom æðandi á móti okkur maður. Þetta var hann Fred. Fjölskylduvinur mikill hérna úti. Vá hvað mamma var hissa. Nú hann svona skóflaði okkur saman við annan mann og tvær dætur hans (mannsins). Við vorum enn bara duuuhh. Erum við komin? Duhhh. Soldið gobsmacked. Nú já, hann dregur okkur út og segir að limman hans komi að sækja okkur. Limman?? Já, mamma tjáði mér að hann væri með svona alhliða fyrirtæki, sem sér um flottu brúðkaupin, að redda öllu og svoleiðis. Svo kom limman og ég og B glottum þar sem við vorum nýbúin að tala um hve skondnar þessar bifreiðar væru. Hræsnarar? Nei nei, þetta var svona surprice og bara vel meint. Risa limmó! Og við drukkum kampavín og bjór á leiðinni á okkar humble gistiheimili. Komum þangað og hentum dótinu inn, töluðum aðeins við Anne sem á húsið og fórum svo og fengum okkur slice á stað sem heitir Two Boots. Svo bara heim að sofa enda öll vel þreytt eftir mjög svo langan dag. Jæja dagurinn að byrja og ég skrifa um gærdaginn á eftir ef tími gefst til.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Förum brátt að leggja í hann þurfum að vera extra snemma vegna sætavals-ruglings. En það er allt í lagi. Á meðan þið eruð að vinna í dag þá sit ég í stöðinni hans Leifs og sötra jafnvel smá :)

Adiosa, sjáumst seinna! Hendi inn e-m vel völdum ræmum, enda verður myndavél það fyrsta sem við festum kaup á!

mánudagur, apríl 03, 2006

*****Hjálp*****

Á einhver svona hleðslutæki til að lána mér á meðan ég er úti-tími ekki að kaupa mér nýtt bara vegna ótrúlegra hönnunargalla á rúma 2 þúsundkalla. Allavega ekki fyrr enþað ég er búin að reyna að láta laga mitt-en ég næ því ekki áður en ég fer út....
(Þetta er sem sagt svona fyrir Sony Ericsson)
Hjælp mig!


sunnudagur, apríl 02, 2006

Er komin með nokkrar skemmtilegar hugmyndir að sumarvinnu. Já, ég þarf sennilega að redda einhverju en er ekkert að deyja úr vilja né mætti til þess. Svo verð ég ábyggilega bara óvart of sein og þá þarf ég bara að vera í fríi. Bleeh. Finnst ég líka eiga það inni, eftir þennan vetur klára ég 42 einingar og vinn með. Klára fyrri hluta vettvangsnáms ásmt fleiri öðrum verkefnum. Allt ofsa gaman.

En já hugmyndirnar. Ein var, og þessi var samþykkt af nokkrum ágætum kvennsum með mér í bekk, að lesa eða leika inn á spólu svona fyrir svona kynlífsinnhringi-þjónustu eða svona símalínu þar sem fólk hringir inn til að heyra skemmtilegar sögur. Já ég tel mig hæfa til verksins. Stay tuned, ég hef nefnilega hugsað um þetta áður. Önnur hugmynd er ein sem ég er í raun að stela úr bíómynd, man ekki í augnablikinu hvað hún heitir. En þar hringir fólk í mig og ég spái fyrir þeim. Live auðvitað. En með þessum hætti get ég verið heima að dunda mér þangað til einhver auðtrúa mannsveskja hringir. Þá skelli ég bara headsettinu á kollinn og blaðra away.
Svo væri kannski hugmynd að taka að sér gæludýraþvottaþjónustu og held ég að það væri hin besta skemmtun. Fleiri hugmyndir anyone?

Er að hlusta á Lilian þarna með DM og þetta er fínt lag. B leyfði mér reyndar að heyra eitthvað svona mix af öðru lagi, held Suffer Well. Líka fínt. Depeche mode diskurinn þarna Ultra, sem ég hlustaði mjög svo ótæpilega á fyrir nokkrum árum, minnir mig alltaf á svooo sterkan hátt á ákv.tíma í London. Þannig var að í 6 mánuði átti ég heima alla leið í blabla hverfinu og það var illt að taka lestina í vinnuna svo ég þurfti að taka tvo strætóa. Í seinni vagninum var maður alltaf fastur heillengi í brekku í hverfi sem heitir Crouch Hill eða End. Meira þar sem gamli parturinn er. Þröng gata en mikil umferð. Skólar og þessa háttar. Þetta er skemmtilegt hverfi. Anyways, ég var alltaf með þennan disk í ferðageislaranum. Tónlist minnir mann oftast á eitthvað sérstakt en þetta eða þessi minnig er svo sterk. Get ekki líst.
Ohh hvað ég vildi stundum að ég væri ótrúlega klár tónlistarmaður, lagleg leirlistarkona eða stand up comedienne. Er samt góð í SingStar, því getur enginn neitað. Ég ar sem sagt 26 ára þegar ég þorði fyrst að syngja publicly ogmér til mikillar furðu tókst það barasvona dásamlega vel. Hohoho.
Lífið skemmtilegt. Stóra eplið nálgast-sumir kalla þetta The Rotten Apple, but I beg to differ on the matter. Engan veginn rotið. Móðir mín og systir orðnar vel spenntar. Sýndi systur þessa síðu og ég held að mamma, systir og B ætli að kíkja í leikhúsið með dúkkurnar. Já eða hárgreiðslu. Svo koma þau öll út klædd eins og litlu vinkonurnar. Sweet dreams.

Brunchinn kallar, svo dunderí enda eru held ég sunnudagar svona uppáhalds dagarnir mínir. Náttbuxur og afslappelsi.

laugardagur, apríl 01, 2006

Já ok. Nú pikka ég varlega þar sem ég er búin með nokkra svona kovbojóídrykki.

En, í dag er 1.apríl og ég er ekki að plata. Skrifa ekki staf meira fyrr en allir sem lesa þetta eru búin að kvitta. Er það svo hræðilegt?