miðvikudagur, ágúst 29, 2007


Eflaust eru hormónarnir að plokka allsvakalega í mann núna en það hlýtur að vera útskýringin á því að ég næstum táraðist af gleði þegar ég horfði á óþekkubarnaþáttinn Little Angels á BBC í gær. Ég samgladdist foreldrunum svo svakalega, en þau voru að berjast við að kenna börnunum sínum að fara að sofa. Tárin komu þegar þetta fór að virka hjá þeim...
Fékk kökk í hálsinn áðan en ég var að lesa um ópíum ánetjan ungra barna í Kabul. Kannski ekki hormónunum að kenna þar, en þetta er svakalegt vandamál en þökk sé Bretunum sem hafa sett upp viðeigandi meðferðarúrræði.

Yfir að allt öðru, lentum í því að barn stökk á hjólinu sínu á kyrrstæðan bílinn okkar. Smá tjón enen ekkert sem ekki er hægt að laga. Já og krakkinn er óbeyglaður og í fínu standi! Fór svo í kjölfarið að lesa lagaákvæðin hjá tryggingafélaginu okkar og sú lesning var bara soldið sniðug. Ohh Elísabet, þú ert svo fyndin...

Réttur er settur.
Elísabet er löghlýðin og ábyrgðarfull en viðurkennir þó að lagabálkar eru ekki hennar uppáhald. Hún hefur þó samviskusamlega tekið saman lista yfir lög og reglugerðir sem ná yfir bílatryggingar hennar.
Hlýtt teppi og heitur kakóbolli eru ómissandi við lesturinn.


Þú getur lesið þessi lög á vefnum mínum undir – lagaleg ákvæði. Hressandi lesning.”
- Elísabet.


Hljómtæki.
Þjófnaður og skemmdir á geisladiskum og hljómtækjum við innbrot í ökutækið bætist.
„Ekki biðja mig um að bæta diska með Scooter.”
- Elísabet.

„30 metrar á sekúndu?! Skjaldbökur fljúga þegar komið er yfir 20 metra!”
- Elísabet.

Framrúða.
Brot á venjulegri framrúðu bætist ásamt ísetningarkostnaði.
„Ég redda þessu. Ekki viljum við að rúðuþurrkurnar rugli hárgreiðslunni.”
- Elísabet.

föstudagur, ágúst 24, 2007

Er búin að vera í svo miklu áfalli út af þessu myndbandi (sjá síðustu færslu) að ég bara hreinlega varð blank!

Mikið er rætt um hvort bloggarar séu bara upp til hópa athyglissjúkir brjálæðingar og ég held ég verði bara að segja að ég sé því sammála. Ef ekki þá myndi maður bara halda dagbók í Word eða kaupa sér einhverja fallega dagbók með mynd af folaldi og með lás á. Ég hef átt þannig og það virkaði ekki, ég endaði alltaf á því að skrifa bara eitthvað bull og oftast var eins og ég væri að skrifa til einhvers annars, eins og ég myndi vilja já eða vissi að einhver annar læsi það. Æ ég hef alltaf verið smá athyglissjúk, er feimin en samt sjúk í athygli. Crazy I know!

Á daginn þegar ég er í húsmóðurleiknum þá eru tvær stöðvar í gangi, nei önnur er ekki Skjár einn með sitt brútal Vörutorg. Nei þetta er BBC Food og Sky News. Hef ábyggilega talað um þá fyrrnefndu en sú síðari er ekki minna merkileg. Þar fylgist ég æst með gula "bannernum" sem rúllar á botninum-BREAKING NEWS. Svolítið skrýtið en mér finnst fréttirnar hérna heima ekki eins skemmtilegar. Ekki það að fréttir eigi að skemmta manni eitthvað sérstaklega en uppsetningin, fólkið eða eitthvað er bara ekki að virka hjá mér. Kannski er það innihaldið?

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Nýjasta lagið/myndbandið með RKelly ft. Usher er MERGJAÐ! Hef ekki séð né heyrt svona fyndið í langan tíma. Endilega reynið að verða ykkur út um það. Hélt að allt svona væri bara djók en þeim er barasta alvara með þessu. Hver man ekki eftir out of the closet seríunni hans R Kelly-held það sé meira svona á leiðinni. Á meðan ég grenjaði úr hlátri þá gapti Hrafnkell bara, honum fannst þetta ekki einu sinni fyndið bara mega súrt ;)