miðvikudagur, maí 27, 2009

Suma daga skelf ég af pasta löngun. Reyndar kemur ítalskur oft upp í hugann þegar mig langar í eitthvað gott en um leið hearty og ekki skemmir ef það tekur stuttan tíma í gerð og gjörð ;)
Er með tvær einfaldar uppskriftir sem gæla við bragðlaukana án þess þó að maður þurfi einhverjar gráður til að moða úr uppskriftinni. Á margar kokkabækur sem innihalda að mestu ítalskan mat og svo er sterk ítölsk fjölskyldutenging sem hefur án efa haft áhrif á mig. Elska einfaldega ítalskan mat!
Þannig að, ef þú ert ekkert endilega í stuði til að svitna yfir eldavélinni en langar þó og vilt bjóða fjölskyldunni eitthvað annað en eitthvað annað, þá gætirðu prófað þessar ;)

Sítrónu ricotta pasta
500 gr. pasta-helst penne eða önnur "rör" en það er best til að halda bragðinu í hverjum munnbita
ca. 2 bollar af ricotta osti-hann fæst hérna núna og ef mig minnir rétt þá er til íslenskur en...það er hægt að svindla (google it) með kotasælu, eggi og einhverju...
bolli af rifnum parmesan-maður á alltaf að eiga ferskan parmesan í ískápnum-annað er glæpur
2 msk ólífuolía
fínt rifinn börkur af einni sítrónu
safinn úr hálfri sítrónu
1/2 tsk sjávarsalt
1/2 tsk pipar
ca. lítil handfylli af söxuðum basil

Sjóðið pastað og munið (þetta heyrði ég frá gömlum ítala) að salta vatnið það vel að það er í rauninni eins og sjórinn...Blandið öllu hinu-nema basil- saman í álskál og þegar um 2 mín eru eftir af pastanum, setjið skálina yfir pottinn "vermið" gumsið saman. Þegar pastað er svo tilbúið, sigtið það og blandið gumsi og basil saman við.

Það er alveg hægt að henda smá kjúlla út í en mér persónulega finnst svona kjötlaust pasta ó svo gott :) Eins er hægt að bæta við basilmagnið og/eða sítrónusafann en ég hef einmitt einu sinni sett alltof mikið af safa og það var ekkert gott.

Njótið!

Vodka Penne
Þetta er klassískur réttur og fæst á morgum svona (he)eldri ítölskum stöðum. Ég varð ástfangin af honum og ef ég ætti oftar vodka þá myndi kella heldur betur liggja í þessu!

500 gr. penne pasta-enn og aftur má nota önnur rör en penne hence Vodka Penne ;)
2 msk ólífu olía
2 hvítlauksgeirar-kramdir, kreistir eða hakkaðir smátt-you choose!
tómatar í dós-heilir helst
halfur bolli af ferksum basil
salt og pipar eftir smekk
1/4 bolli vodka
ca. hálfur l af rjóma

Svissið hvítlaukinn í ólífuolíunni í 1-2 mínútur. Passið að brenna ekki laukinn því þá kemur skrítið bragð af honum...Hendið tómötum út í og kremjið þá með gaffli-hérna hugsa ég að í lagi væri að nota í staðinn hakkaða tómata úr dós. Setjið út í basil, salt og pipar og látið malla í 15 mín ca. Hellið vodkanum út í (ef þið eruð ekki búin með hann hoho) og eldið áfram í ca. 15 mín. Sjóðið pastað eins og venjulega og sigtið. Blandið að síðustu rjómanum við sósuna og fléttið saman við pastað. Einfalt ekki satt? Unaður.is


Þetta eru svo einstaklega einfaldar uppskriftir að hundur gæti sennilega gert þær!

fimmtudagur, maí 21, 2009

Ég elska Bernaise sósu og man þá daga með slefi í munni er við Ragga sulluðum slíka snilldar sósu í NYC hérna í den (hef afar sjaldan eftir það fengið mér svona). Þá keyptum við okkur iðulega hræódýra og sennilega klórhreinsaða (önnur saga) steikarbita og franskar af "Spænsku" og drekktum þessu öllu í sósunni góðu. Ég fékk því smjörþefinn af himnaríki og fann í raun svitalyktina af Lykla-Pétri er ég fann um daginn svindl uppskrift sem innihélt bragðið og bíðið, kjúkling. Ohhh, sæta heilaga María og allar smyrsldömurnar hennar! Þetta er einn sá allra einfaldasti og alveg tilvalinn þegar manni langar í eitthvað gott en er ekki alveg í allaleiðbernaise!

4 kjúklingabringur-ég sneiði þær eða elda bringurnar heilar
2-3 tsk Dijon sinnep
Estragon slumpa og algerlega eftir smell
2 tsk Bearnaise essence (ljúfa ljúfa)
1 stk kjúklingakraftsteningur
Hálf ferna matreiðslurjómi

Brúnar kjúllann og hendir hinu út í-lætur malla í ca. 15 mín og reddí! Hef haft þetta með hrísgrjónum og salati eða öðru grænmeti. Svo er sniðugt að sjóða tagliatelle og hafa með í stað grjóna. Þetta er rjómaréttur og því þungur í maga en samt svo unaðslegur að maður má, maður verður. Rétturinn er á mallinu as we speak og því rétta að klára dæmið-slurp slurp!

Ætla að gera þetta oftar, þ.e. henda inn uppskriftum. Ekkert rocket science né það allra nýjasta en mér finnst það gaman!