sunnudagur, október 24, 2004

Dear Trevor and Eduardo
Really sorry we couldn´t say good bye, but hope you got home safe!! Thanks for dinner and the great company the last few days! Hope to see you when we get to London..
Love
Dj Claus und Lu

Eduardo

Trevor, Damien og Addi
Laugardagskvöld: Vegamót að borða með strákunum frá Elísarbetar-landi. Nammi namm....
Gaukur á Stöng> Segi ekki að ég hafi horft á Vínyl en við skötuhjú ákváðum að koma snemma...sem þýddi að jú við vorum viðstödd það þegar Vínýllll var að spila...ekki mei um það, gæti fengið hótanir...en vera jákvæð hvað get ég sagt kann ekki á hljóðfæri einu sinni sjálf..well ekki enn...
Svo stigu á svið restin af Singapore Sling, þessi ágæta hljómsveit er sem sagt klofin, það fréttum við landsmenn í gær...úff en samt fínt band, en samt eitthvað...Í meiri troðning stóðum við og hlustuðum á The Stills, flott band, lag #2 alveg sérdælis ágætt. Við færðum okkur lengra til hægi við sviðið, meira pláss og miklu nær...og biðum þess að The Shins kæmu fram, aðal ástæða þess að við keyptum armbönd í rauninni. Lordy Lordy, get varla útskýrt í nógu góðum og fallegum orðum, en sagði fyrir nokkrum mánuðum að Pixies á tónleikum hafi verið mín mesta upplifun á tónleikum..ennþá satt en þessir tónleikar með The Shins, voru án efa bestustu tónleikar sem ég hef augum barið og eyru sperrt yfir..þetta sándar ekki rétt. Við gengum heim sátt við allt og ótrúlega ánægð! Bjarki keypti sér jógúrt drykk og banana á leiðinni heim, okkur langaði ekki einu sinni í skyndibita...hmmmm...Vorum vel nærð eftir þessa tónleika.
En nú tekur við matarboð...og svo líkama hreinsun og lærdómur, grindin og sál eru lúin eftir þessa mögnuðu síðustu daga...

laugardagur, október 23, 2004

Jamm og jæhæja! Nú er sko búið að vera mikið að gera í "Lubbinski´s world" !! Frá því á miðvikudagskveldi hefur allt verið geggjað, bara smá dæmi:
Miðvikudagskvöld: Kapital>Helgi Mullet Crew og Two wampires and a a dead guy crew. Fínt fínt og bara smá upphitun. Síðan var farið í gott 35 punda Whiskey glas í Eskihlíðina, þar sem Damien frændi Bjarka, Trevor og Eduardo gista.
Fimmtudagskveldið: Hafnarhúsið>Smá Slowblow og FourTet (flott peysan). Síðan yfir á Kapital og dansað eins og sjúklingar við London Electricity....púffff
Föstudagskvöld: Nasa> Forgotten Lores, Kid Koala BÚJAKASHA!!! Yfir á Gaukinn smá Mínus rokk. Útlendingarnir ekki alveg að höndla það, stóðu bara gapandi með dósabjórinn sinn...held þeir hafi kannski búist viðElvis rokki þegar ég sagði að við þyrftum aðeins að rokka....Aftur yfir á Nasa og horft á Hot Chip og Jagúar var líka. Jagúar menn er rosalega klárir á sín instrument en ekki alveg að gera neitt nýtt...tilraunir... Síðan skelltum við okkur á Ellefuna og dönsuðum smá....Búin á því...
Í kvöld...kemur seinna...
Kúl ekki satt, maður er ekki gjaldgengur í borginni nema eiga svona fínt gult armband!! Ógisslega mikið af útlendingum, risa myndavélar út um allt og bjórinn flæður bókstaflega upp úr holræsum borgarinnar! Well, ég reyndar kaupi minn bara á börunum...
Margt fyndið og skemmtilegt...
Klaus come in my pants...
P.S. Kid Koala er bara snillingur, spilaði á 3 plötuspilara og með engin headphone....ótrúlegt!!

þriðjudagur, október 19, 2004


Var sem sagt í klipp og lit..mjög smart skal ég segja ykkur...svo bara leika sér í photoshop...sést ekki mikið...en ein greinilega ekki feimin við að setja myndir af sjálfri sér hehe

föstudagur, október 15, 2004

Myndin að neðan..nei þarna niðri asshole, var tekin í einni gasilljón sumarbústaðaferðum mínum með ömmu og afa. Þessi sveppamynd sem sagt e Húsafelli að mig minni. Afi fann þær og skannaði fyrir mig...hvert hefur tíminn farið...

Nú er setið og beðið, förum við upp í bústað eða ekki??? Lemur víst allt í kjós en bara finnst ég ekki geta lært þegar ég er að bíða svona...hoho. Það er búið að vera mikið að gera, staðlota að hefjast í næstu viku, Damien frændi Bjarka að koma og náttúrulega Icelandairwaves!! Fullt fullt af skemmtilegu á næstu grösum. Sá sofandi Julian Inga live um daginn, úú, ó só sweeeet!! Julian Ingi sem sagt sonur, já sonur Söru Daggar og Friðgeirs. Þeim finnst hann ekkert líkur sér, en ég held nú ekki...Væri til í að kíkja á þau eftir áramót, sem sagt 2005...
Mamma og afi fóru til Manchester í morgun, vegna fráfalls systur afa, Bínu. Ég öfunda þau ofsa ofsa, því Manchester er einn af þessum stöðum sem ég væri meira en til í að vera á. Er víst ferlega skemmtilegur staður, á þetta bara eftir. En enginn fátæklingur sem býr í London, hefur efni á að ferðast uppp til Man...eherm...

Ég er enn að auglýsa eftir örbylgjuloftneti..anyone, Bueller anyone!!!
Tjékkið á Home Run ó só funny...

Jamms Húsafell í den með ömmu og afa

laugardagur, október 09, 2004

Mikið er heimurinn ljótur!
Fylgdist með þegar Bigley var tekinn gísl fyrir 3 vikum, horfði á Sky-fréttir hjá mömmu þegar þeir sýndu myndband af honum í klefa að grátbiðja Blair um hjálp, hann grét, ég grét og ég passlega býst við því að Blair hafi fengið sting í magann og hjartað. En það var ekkert sem þeir gátu gert, beiðni gíslatökumanna var sú að Bandaríkjamenn myndu leysa úr haldi allar konur frá Írak! En allt kom fyrir ekkert, Bigley reyndi víst að flýja fyrir nokkrum dögum með aðstoð frá einum af ógeðunum og komst í einhvern bæ, en hálftíma síðar náðu þeir honum aftur. Tekið var upp myndband þar sem sýnir þá halda honum niðri og einn afhausar hann og heldur svo upp höfði hans í myndavélina! Ég fékk vont bragð, alveg veit ég að það er gasilljón af ógeðum að gerast hverja einustu mínútu, en þetta einhvern veginn kýldi mig, veitiggi er bara soldið sorgmædd yfir því sem er að gerast...
Það er líka fullt ógeð að gerast hér...af hverju er maður laus sem hótar öllum og enginn þorir að kæra, ég veit að það er ekkert hægt að hafa hann í fangelsi endalaust, en hann barði mann um daginn og gengur svo um götur borgar óttans með risahund og hótar ömmum og öfum! Wow, ef einhver myndi bögga mitt par, púff, hanskarnir út! Ok, kannski er ég í hættu núna, neh hann kan ábyggilega ekki að lesa...og ég kann Team TEACCH !!
Allavega 9.10 er klukkan, laugardagsmorgun og ég ætla að skríða aftur upp í..mmm Hlakka ó svo mikið til jólanna!

föstudagur, október 08, 2004

Jæhæja...þá fer að styttast í Iceland Airwaves ... úúú nú vandast valið...er búin að ákveða að prenta út alla dagskrána og skipuleggja hverja mínútu fyrir sig, þ.e. það sem mig langar að sjá og hvenær! Sniðug, þarf samt kannski að kaupa límstifti...

Við erum semsagt búin að kaupa armbönd, ferlega fallega gul en það er ekki ætlast til að maður fari í sturtu frá miðvikudegi til sunnudag...pappa armbönd, why? En kannski er þetta eitthvað nýtt efni sem ég bara held að sé pappi en er síðan bara eitthvað svakalegt blöff efni sem NASA framleiddi bara fyrir airwaves um leið og þeir sendu síðustu sendinguna af geimdýnunum sem þeir hönnuðu fyrir Íslendinga ???

En vorum sem sagt að ákveða, eða erum að ákveða að halda kannski já skanns-ki teiti þá helgina, gæti verið snemma en kannski hentar það ekki...veit ekki...ég vil allavega ekki era föst heima með bytturnar á meðan allir dansa niðrí bæ...ég veit, ég bara læt fylgja heimboðinu skýr fyrirmæli og tónleika-skipulagið mitt!!! Já, gaman...ekki...hugsa málið...

En kvöldið er planað, rauðvín og Trivial pursuit fyrir tvo.... :) Vaknaðu Bjarki !!


fimmtudagur, október 07, 2004

Jább, svona er þetta...er búin að skoða hrúgu af allskonar bloggi...aðeins eins og maður sé að hnýsast..en langar í allskonar svona auka stöff, er að reyna..ætti ekki að vera að reyna en.. Þetta er sem sagt Leirglíman sem er svona gestabók...vantar að finna stað fyrir hana á síðunni en næ því ekki alveg núna...
Over and out..

Já næstum gleymd, ó svo glöööð...hún er komin heim í Bogahlíðina jei!

Hey ég á að vera að læra en datt í huga að sýna ykkur heyrnalokkinn sem Bjarki gaf mér í afmælisgjöf!

miðvikudagur, október 06, 2004

Jæja þá er komið að því, góðir drengir hafa sett upp snilldar síðu Shakeskin.com ....púff tjekk óut...

Nóg af fallegum og flottum myndum annars staðar en litli Fransmaðurinn er kominn með litla myndasíðu frá Francoveldi sætur pjönku peyji :)

Annars ekkert mikið, saphylo og strepto kokkarnir heimsóttu leikskólann fyrir stuttu og ég held svei mér að þeir ætli að setjast að, ég vona að ég sé ónæm...lúsin allavega flúði...púff, þær sáust síðast í afslöppun á Kanarí og nokkrar á Arúba!

Læra læra læra...
Orðið örlítið kalt hjá okkur, erfitt að labba í vinnuna en hey when the going gets tough the though just get a little harder!