mánudagur, maí 21, 2007

Ég er alin upp á mjög listfengnu heimili þar sem allri list, ef svo má segja, er gefinn sjéns. Mamma er myndlistarkennari og myndlistarkona (voða mikið myndistar), afi mikill listamaður og svo má telja. Ekki lengi, en telja samt. Heima eru allar hillur fullar af stórum og þykkum bókum sem mamma hefur safnað að sér og veggina prýða allskonar listaverk,bæði eftir hana g aðra. Þegar ég var unglingur (ekki langt síðan), þá fannst vinunum alltaf svo svalt að mamma væri að aðstoða unga nemendur sína að fá veggi fyrir graffiti. Mörgum finnst þetta hræðilegt, en ég er þó viss um að fólk átti sig ekki á muninum á mynd og "taggi". Þarf ábyggilega ekkert að útskýra þetta hérna, en "taggið" finnst mér skrýtið. Það er í raun bara merking einhvers og helber skemmd. Skil ekki svona fýsn en þetta er sennilega bara eins manns fíkn líkt og rettur eru annars. Bogahlíðin skartar fallega bleiku taggi núna og virðist ekkert vera hægt að gera. Þetta er út um alla borg en það kom mér skemmtilega á óvart fréttin á mbl.is um konuna sem stökk út úr fína fjölskyldubílnum sínum og spreyjaði á Kringluna. Ekki misskilja, auðvitað hræsni hjá mér að segja að það sé eitthvað skemmtilegt við það-nei það sem kom á óvart var að þetta var bara einhver kona, staðlaða unglinga-skemmdarvargaímyndin sprungin. Mitt álit er nefnilega að fólki finnst svo auðvelt að kenna bara unglingunum um, en sannleikurinn er greinilega annar...

+++
Jæja, króinn í vagninum og best að mamman fari að gera eitthvað fullorðinslegt, hætti að skoða Ebay og blogga...

mánudagur, maí 14, 2007

Til hamingju með daginn í gær mæður!

Mergjað. Öfga geggjað. Uiíhh. Töff. Ég man þegar ég notaði svona orð. Er ekkert hætt því, ný komin í staðinn. Veit ekki af hverju ég fór að hugsa um þetta. Tímarnir hafa svo sannarlega breyst þó svo að orðaforðinn sé ekkert orðinn fágaðari. Vorum litla fjölskyldan í kosningateiti í gær en ég var samt ekkert afskaplega mikið með hugsann við þann bransa. Kannski brjóstamjólkurþokan. Það er allavega henni að kenna að ég gleymdi að kjósa! Ekki samt henni að kenna að ég hafði engan áhuga á júró. Það dæmi er glatað og hefur verið það lengi. Maður nær samt alltaf að láta hæpa sig upp á síðustu stundu en í þetta sinn horfði ég ekki einu sinni á keppnina. Veit að Serbía vann en veit ekkert hvað eða hvernig það lag er. Gott hjá þeim.

Finnst flott að Man United tapaði fyrir West Ham. Samt ekki en veit ekki af hverju. Finnst bara skemmtilegt að horfa á heimsmeistarakeppnina og næt vel að láta hæpa mig upp fyrir hana. Lúði. Litli sofnaði aðeins fyrr en venjulega, er enn sofandi og konan ég, vitlausa ég er ekkert að nýta tækifærið og fara sjálf í bólið. Nei, þess í stað fór ég að taka saman. Hann vaknar pottþétt þegar ég fer upp í. Æ anginn... (væmnin löngu búin að heltaka mig-no worries, geri mér fulla grein fyrir því)

Magnað að ég hafi getað skrifað nokkrar línur, þokan strokar þá ekki allt út. Kúl.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Hvar skal byrja? Ýmislegt á döfinni, allt að gerast. Ætli bloggið komi með hækkandi sól? Æ ég veit ekki, fyrir utan mitt nýja starf sem húsmóðir í orlofi þá gefst ekkert mikill tími í blogghangs en samt sem áður finnst mér smá skrif virka afar therapeutic á mig. Kannski ekki á þig en mig.

Kosningar á næstu grösum (hint hehe) og sem fyrr er ég ekki með þær á hreinu. Stefnuskrár margra flokka eru (mis)áhugaverðar, þ.e. það sem stendur í þeim er flott og virkar vel á mann margt en hversu langt fara þessi loforð áður en þau "gleymast"? Frjálslyndir alveg að kúka á sig í smartleika, þeirra herferð ein sú mest niðurdrepandi sem ég hef séð og vitað. Kannski á hún að virka þannig á mann, kveikja í Jóakim aðalönd í okkur svo við fylkjumst öll á Austurvöll með skeifu og röflum saman. Hinar (mis)fallegu herferðirnar hafa (mis)mikil áhrif, en þó verð ég að segja að margt höfðar miklu meira til mín akkúrat núna en nokkurn tíma fyrr. Það er þessu nýja hlutverki mínu að þakka :)

Júróvísíón fór líka næstum því framhjá mér. Auðvitað veit ég um rauða víkinginn og loksins þekki ég lagið, en það að keppnin er í þessari viku vissi ég ekki fyrr en í gær. Á maður að skammast sín? Set bara inn í calendarinn að horfa á laugardaginn...

Sumarleyfi grísa-fjölskyldunnar er planlagt, allavega smá hluti en ferð til Stokkhólms verður farin í júní. Erum afar spennt skal ég ykkur segja og mig kitlar í eyrun að geta farið með kút til ljósmyndara fyrir vegabréfið. B er að vinna mest allt sumarið þannig að helgarnar verða þess í stað vel nýttar, bústaðurinn og svo framvegis. Allt í einu í míkróstund fór ég að hugsa hversu gott það væri að eiga fellihýsi eða húsbíl með öllu...held ég geymi samt Örn bara eftir heima...

Já sumarið virðist mjakast hingað hægt, það er náttúrulega alltaf sól í mínu hjarta en það sakar ekki að láta líka skína á sig.