þriðjudagur, október 31, 2006

Það er bara að koma nóvember allt í einu! Voðalega líður tíminn hratt, gott og vont. Gott því þá styttist í jólin en vont því það á eftir að gera heilmikið þangað til. Skólaverkefnunum fækkar varla og svo fer að koma að prófum í vinnunni. Tja ekki alveg, mánuður en á þessum mánuði þarf að vera búið að fara yfir allt efni til prófs og svo semja ný próf fyrir þá sem þess þurfa. Gaaaaa.

En gvöööð hvað mig vantar jólin núna, núna, núna og núna!

Gúllinn í mallanum eru bara hress-mikil tilhlökkun á þessum bæ en erum samt ekki að trúa þessu. B var alveg gáttaður í sónarnum í gær og svo þegar við horfðum á oggubrot úr þarna fæðingarþættinum á RÚV í gærkveldi, minnti ég minn blóðhrædda mann á það hvar hann verður staddur eftir tja rúma 4 mánuði ;)
********
En að öðru, þegar ég var í gaggó tíðkaðist það bara alls ekki að krakkar ynnu með skólanum. Það bara þekktist ekki og var ekkert hægt heldur ef einhverjum dytti það til hugar. Núna í okkar óða neyslusamfélagi eru krakkar að vinna kannski 6 tíma á dag eftir skóla. Sumir foreldrar réttlæta þetta með einhverju bullshittkrappi eins og því að þau læri líka heilmikið á því að vinna og bladibla. Við eða þau (er ekki alveg komin í þennan hóp) höfum nefnilega gert þau svona, þau verða bara að vinna ef þau vilja nýjasta nýtt. Æ þetta er bara sorglegt, því svo eftir gaggó og þegar í framhaldsskólann kemur þá eykst vinnuálagið í skólanum og kröfurnar verða harðari. EN þá eru funglingarnir (orð fyrir eldri unglinga) orðnir svo vanir peningagommunni sem þeir unnu sér inn í gaggó, að þau hætta í framhaldsskóla. Til gamans má þó geta að það er búið að setja á legg sérstakt unglingaráð sem fer von bráðar að byrja að vekja fólk aðeins upp til lífsins. Skv. lögum mega unglingarnir ekki vinna meira en 2 tíma á dag....og þau mega ekki vinna á kassa eða gera upp. Svona má lengi telja upp.

Hvað varð um að leika sér?

Mér finnst þetta bara svo súrt því ég sé krakkana bara hríðfalla fyrir krónunni. Æ.

mánudagur, október 30, 2006

Skrifaði hérna aðeins um atburði dagsins :) Jei!

Og svo held ég að það sé sniðugt að við gerðum a.m.k. einn svona og sendum.

þriðjudagur, október 24, 2006

Elska svona daga þegar allt virkar svo vel. Þá er ég ekki að tala um ristilinn eða blóðflæðið, heldur hitt allt. Vinnan er krefjandi en skemmtileg og skólinn er það sömuleiðis en eitthvað samt óvíst með næstu önn. Svo fékk ég ríflega launahækkun sem ég er voða sátt við-loksins er starf mitt metið að verðleikum sagði skólastjórinn. Góður þriðjudagur!

Jógatíminn var frábær í gær, kannski sumt sem ég get ekki gert og litli hnykillinn sem vex og dafnar í belgnum, hefur sennilega uppgötvað að ég er nú bara soldið skrýtin..Sumar stöður eru hreinlega ekki gerðar fyrir okkur saman ;) Eftir viku er svo aðal sónarinn og verð nú að viðurkenna að þó ég sé róleg yfir þessu öllu, þá er mig farið að lengja soldið í hann. Verð komin rúmar 20 vikur þá...fljótt að líða. Áður en langt um líður verð ég í dilemmu með hvort ég eigi að senda krógann enskunámskeið í Grikklandi!! Time flies when you´re having fun huh!!

Ólétt naggrís

sunnudagur, október 22, 2006

Kannski komin tími á smá helgar-recap??!! Helgin búin að vera yndisleg, hvíldum okkur fullt, fórum á nokka góða tónleika og sitthvað fleira. Á fimmtudaginn fórum við á fyrrnefnda tónleika-B gafst reyndar upp áður en Whitest Boy Alive byrjuðu en það kom ekki að sök. Svo eyddum við föstudagskveldinu í Hafnarhúsinu, sáum Benna Hemm Hemm, Islands, Aparat Organ Quartet, Jakobínurínu og svo The Go! Team. Islands, Aparat og The Go! Team stóðu algerlega upp úr-Benni Hemm Hemm mjög skemmtilegur/ir/leg, en minni finnst Jakobínarína bara minnst skemmtileg hljómst. Var við það að gefast upp þegar þeir voru að spila en sennilega voru það unglingahormónarnir sem flutu um loftið frá þeim pollum sem héldu mér þarna inni. Sátum þá eiginlega af okkur...
Byrjuðum laugardaginn snemma en fórum klukkan 5 í Fríkirkjuna að horfa og hlusta á Jóhann Jóhannsson. Æ karmaba, ofsalega var þetta flott-yfir mig numin alveg hreint! Fórum svo seinna um kvöldið eða um miðnætti að sjá baunarana í Whomadewho. Snilldarband og snilldartónleikar-mæli með að allir tjékki á þeim! Svo valhoppaði ég bara heim í draumaveröldina. Var í agnarörlitla stund svona pínkuponsu súr að "þurfa" að fara heim sökum þreytu ofl., á nefnilega svo skemmtilega vini sem ég hef séð svo ALLT of lítið af upp á síðkastið! Vil bæta úr því.

Ætlaði svo að læra á fullu í dag en tók daginn mest í hvíld ;) Á morgun byrjar svo jóga en við mamma ætlum að skella okkur á hatha námskeið í Kærleikssetrinu. Tvisvar í viku og mun vonandi bara gera manni gott. Efast ekkert um það.

Anyways, við kveðjum í bili.

fimmtudagur, október 19, 2006

Jæja hvað segiði? Stóri hvalurinn hér-stundum líður manni öggu ponsu eins og Hnísu-en það er í lagi.
Ætla samt að bregða undir mig betri fætinum (segir maður það ekki) og kíkja á Ariwaves þar sem okkur hlotnuðust miðar svo heppilega :)
Í kvöld er það Listasafn Rvíkur sem kallar og vel það, rosalega flottur tónleikastaður. Hot club de Paris, Klaxons og Tilly and the Wall. Sú fyrsta er afar skemmtileg-en við höfum hlustað á þetta frá því böndin sendu inn demo í sumar. Afbragð!

Svo langar manni á sjá The Whitest Boy Alive-Erlend Öye þar í fararbroddi.

Held að föstudagurinn verði svona flakkdagur en við sjáum til. Held þetta verði bara fínt :)

miðvikudagur, október 18, 2006

Ég var ekki viss hvernig og hvort við vildum gera svona En slóum til þar sem við eigum ófáa vini og ættingja í útlöndum sem kannski vilja fylgjast með gangi mála :) Einnig langar okkur líka að documenta dæmið sjálf. En þetta er svona prufa eða uppkast, gerum þetta fínt við tækifæri :)

Mikið mikið að gera í vinnunni-sem er ofsa gaman en ég væri þá til í að vera ekki í skólanum-helst búin en hann er samt líka skemmtilegur. Svo er Airwaves og maður kíkir nú á einhverja atburði þar :)

þriðjudagur, október 17, 2006










Elect Laufey Geirsdottir!
QuizGalaxy.com

I will bitchslap George W. for you!
'What will your campaign slogan be?' at QuizGalaxy.com

mánudagur, október 16, 2006

Svo virðist sem nýjasta sportið hjá sumum ungum (ó)mönnum, sé að skella sér niður í bæ og sitja fyrir konum og nauðga þeim. Þetta er ekkert nýtt, en einhvern veginn finnst manni frásagnirnar farnar að verða hræðilegri (en auðvitað er nauðgun alltaf hræðileg). Hvers konar ófreskjur erum við að ala upp hérna? Ég tel mig eina af þeim heppnu, hef ótal mörgum sinnum labbað ein heim eftir bæjarferð, allt frá því á efri unglingsárum og þar til fyrir ekki svo löngu. En ég hætti að þora því og B bannaði mér það, þar sem næstum undantekningarlaust stoppuðu spooky bílar og buðu mér fara á Skólavörðustígnum. Auðvitað neitaði ég en þá sá ég þá stundum keyra nokkrum sinnum aftur framhjá alveg löturhægt. Svo ekki fyrir svo löngu var B á leiðinni í 11-11 á Skúlagötu. Hann sér einhvern gaur á vappi og svo mínútu seinna stelpu, aleina. Þá snar snýr gaurinn við og virðist ætla að elta hana. B ákvað að elta gaurinn en sem betur fer hefur stúlkan bara átt heima þarna rétt við því hún var horfin. Þetta hafði svolítið mikil áhrif á hann.

Þetta er kannski vegna þess að í gær las ég um tvær ógeðslegar nauðganir í blaðinu en svo einnig um daginn, um gaur sem var að fá dóm síðan 1999. Sú saga er án efa sú ógeðslegasta sem ég hef heyrt, en stúlkan sem var fórnarlambið þar er dáin. Ofsalega sorglegt allt.

Æ nóg um það. Aftur að læra-siðfræðin og stjórnun jei!

föstudagur, október 13, 2006

Takk fyrir allar góðar kveðjur yall! Gaman að lesa-fólk tekur bara vel í þetta hehe :)

Ofsalega langar manni í smá helgar-shopping ferð...úbeibí já! Hugmyndir anyone??

miðvikudagur, október 11, 2006

Eftirfarandi saga er ekki fyrir viðkvæma! Djók ;)

Hvar skal byrja? Fyrir rælni og í gríni eiginlega ákvað ég að taka svona þungunarpróf í síðustu viku, nánar tiltekið á fimmtudaginn. Ein sem vinnur með mér var að segja að mér að gera þetta svo ég ákvað nú að taka eina og þá gæti ég sýnt henni að ég vær sko bara ekkert ólétt. Nú, ég stalst inn á bað í miðju afmæli hjá systu og viti menn línurnar voru tvær. Humm, einhver mistök. Fór svo aftur í apótekið síðar um kvöldið og fjárfesti í annarri. Aftur tvær línur!??! Vúpps. Svaf ekkert um nóttina og bladibla, allavega, í mig hringdi ljósmóðir á föstudaginn og tími var pantaður hjá kvennsa. Jú, jákvætt próf er alltaf jákvætt....gúlp! En svo hringdi önnur ljósa og sagðist helst vilja fá mig inn sem fyrst í skoðun, vegna verkja ofl. svona sem ég nenni ekki að telja upp.

OK, á þessum tímapunkti, var ég sem sagt kona eigi ein. En við þurftum sem sagt að bíða alla helgina í von um að komast INNAN viku í ómun eða þess háttar. Ég fékk hinsvegar tíma mánudaginn og brunaði á kvennadeildina. Móttökudeildin (þúst deildin fyrir ný-óléttar) tók á móti mér og allt sett í gang. Ég var eins og álfur þarna inni í laxableikasloppnum en þegar sjálf skoðunin hófst, byrjaði brandarinn. Ég sá andlitin þeirra verða svona hissa-humm-hva er þetta-ok-ja hérna. En allan tíman sagði læknirinn lítið en brosti bara. Svo tjáði hann mér að ég væri í raun gengin of langt og að hann þyrfti kannski að breyta um rannsóknaraðferð. Vúppí, hugsaði ég með rassinn upp í loftið-en þá sagði hann, brosandi út að eyrum: 17 vikur og 3 dagar. Það ætti að passa! Passa við hvað??? Tímann frá því ég átti afmæli í sumar??? Þá sagði hann að það væri svo erfitt að ná mynd-því barnið hreyfði sig svo mikið!! Veit ekki hvort það hafi liðið yfir undirmeðvitundina-ég allavega datt út smá þar. Hreyfir sig mikið bwahahahahha. Inni í mér bwahahahaha. Allt í góðu-þau réttu mér bækling og sögðu að ég gæti í raun skippað yfir hann en lesið síðustu tvær bls. ;)

Ég get svarið það að ég flissaði eins og smákrakki....og er enn að! Nördið ég var ekkert að skilja af hverju kílóin væru að hrynja af B en ekkert gekk hjá moi. Og svo er fleira sem ég hef fengið núna skýringu á...blóðnasirnar og svona. Ekkert alvarlegt ;)
***
En við fórum í fyrstu mæðraskoðunina í dag, og allt lítur vel út. Hjartslátturinn eins og hestahjörð og við voða klökk.
Erum bara spennt fyrir framhaldinu. Auðvitað er þetta óvænt en hey, bara af hinu góða :) Lúxus meðganga segja sumir, er næstum hálfnuð og vissi ekki af þessu....
Við ætlum bara að halda áfram aðvera svona hraust og fín :)

þriðjudagur, október 10, 2006

Er ég með fréttir eða hvað???!!

Nei segi svona...hohoho. En lífið er fyndið stundum og fyndnara suma daga en aðra. En það er gott að hlæja og gleðjast, bæði að óförum og svo öðru skemmtilegu. Ætlaði að koma með svaka færslu en ætla að geyma það. Hef ekki tíma-enskan bíður.

Aloha eða eitthvað hresst :)

sunnudagur, október 08, 2006

Þessi helgi er nú búin að vera aldeilis. Nei segi svona. Þrátt fyrir að ég hafi ÁTT að sitja í verkefnum alla helgina, gerði ég það ekki. Alger tossi, er því á síðasta snúning og auðvitað gef ég mér þá miklu auðveldar tíma fyrir smá blogg. Nei nei, þetta er ekkert alvarlegt (telur hún sér trú um hehe).

Svaf sem sagt út í morgun en í gær fórum við á Nasa þar sem Thomas Daftpunkari var að spila. Ég reyndar ákvað að fara snemma heim, orðin sybbin og svo var svo troðið þarna inni og þegar maður er bara keyrandi þá þolir maður ekki svona troðning. Égvar nú reyndar bara stundum eins og hrædd smástelpa, því sumt lið þarna var afar skrautlegt. Andri Snær dansaði hart og Þór Jósefs beraði ógeðis æðarnar á barnum. Gróss. Sko Þór, Andri er krútt.

Á föstudaginn fórum við einmitt að sjá mynd þeirra Daft Punk félaga, Elektroma. Þetta var svona 75 mínútna tal-laus mynd, en þetta vissum við. Vorum búin að lesa að myndin mynda geraþað eða hreinlega ætlast til að maður hreinlega smíðaði hana sjálfur. Að áhorfandinn myndi svara spurningunum. Svo þegar myndin var búin komu þeir kumpánar á svið og ætluðu að svara æstu hip&kúl-liðinu. Þeir tóku þetta einmitt fram, að þeir gætu voða lítið svarað einhverjum djúpum pælinga-spurningum en hvað fór athyglissjúka hip&kúl-liðið að gera??!! Nú spyrja asnalegra "djúpra" spurninga. Samt sló ein allt út:,,So, wasn´t it important to have the movie shown in Cannessssssssss" (s-ið borið vel fram, sem obvi á ekki að heyrast). Frakkarnir tveir hristu barahausinn, enda skildu þeir ekkert hvað manneskjan var að spyrja. Salurinn hló.


Æ en þetta var gaman. Svo voru tvö afmæli í gær, þannig að viljandi lærði ég voða takmarkað. Finn fyrir því núna. Oh well.

Adios.

þriðjudagur, október 03, 2006

Haustið er alveg tíminn en í morgun á leið minni um Hringbrautina til vinnu fékk ég sterka jólatilfinningu. Ruglaðist næstum því í einu hringtorgi vegna þessa. Það var verið að auglýsa eitthvað októberfest á xinu en ég tjúllaði því upp og fór að dreyma um jólin. Obbosí!

En ég elska jólin; jólapakkana, skreytingarnar, matinn, smákökurnar, konfektið, mulled wine-ið (eitthvað sem þekkist ekki mikið hérna), kalda nebba, knúsakúr, inniskó, pínku dós af jólaboðum og almennum hitting, spilakvöld og svo má heillengi telja. Verð bara klökk af tilhugsuninni. Ég er kannski ekkert extreme, á ekki mega jólaprjónapeysu þó mig hafi lengi dreymt um slíka en ég á annað, pínku jólakransa sem ég ég set í eyrun. Svona fyrir mig að vita.

Hingað fer ég svo alltaf um jólin....


Uppskrift af mulled wine ef þú hefur áhuga. Hver veit nema ég bjóði útvöldum upp á piparkökur og svona. Svo kósý nefnilega

2 lemons
2 oranges
1 - 750 ml bottle of medium, to full, bodied red wine Nutmeg (to taste)
Cloves (to taste)
1 oz brandy or Cognac (or to taste)
1 cup (250 ml) granulated sugar (optional)
Herbal or citrus influenced tea (optional but excellent)
Water (optional softener instead of tea)
4 large cinnamon sticks
4 candy canes


Þetta hitarðu upp í potti-ekki láta sjóða samt.
Ok aðeins flóknara en hef samt uppskrifitina áfram......

mánudagur, október 02, 2006

Ohhh ég svara alltaf Plús pósti en hef aldrei fengið tuttuguþúsund kall í veðlaun. Er svo hjátrúafull að ég þori ekki að hætta að svara. Djö.

Fæ svona æði fyrir mat. Þegar ég bjó í NY var það bonless BBQ spare ribs eða rice of the house (eða eitthvað) af local kínverska. Svo var það Rocky roads ís og fleira svona ofsa healthy. Í London var það hot chicken wings, ofur-súper sterkur cheddar og smoked-peppered macerel fillets.. Tek það fram að þessi svokölluðu æði eru vel tímabundin. Vika tops. Borðaði þetta heldur ekki í hvert mál. Nope.
En núna er það: vel græn og súr epli (köld), ristað fjölkorna brauð með paté og svo brauðsneið með pínku létt mayo, osti, tómatsneiðum og dash af pipar og Maldon. Jömmí. Prófið bara! Passið bara að borða eplið fyrst ef þið ætlið að taka þennan matseðil í einu. Hví gæti einhver velt fyrir sér. Tja gaman væri að einhver, ef einhver les þetta, gæti svarað. Ef það kemur ekki rétt svar fljótlega skal ég koma með það. Spennandi!!!

Og eitt, ég hef lengi talið mig vera með hinn ágætasta tónlistarsmekk-mjög breiðan og fínan. En á maður að efast þegar uppáhaldslagið (reyndar soldið síðan) er Ridin dirty m.Chammilllionaire.....????

sunnudagur, október 01, 2006

Vikulegt blogg? Kannski, það stefnir allt í það.
Fyndið að hlusta á einn úr hljómsveit tala um annan meðlim, ekki illa bara svona að lýsa honum. Ég fell nefnilega oft í þá gryfju að hugsa um hljómsveitir sem eina heild en auðvitað eru allir mismunandi og hafa skoðanir á hinum meðlimunum. Bara fyndið samt. Ég hló mikið. Fórum í afmæli í gær sem var gaman, en so um 3 heim. Enginn bær. Finnst voða gaman að hlusta á fólk sem kann að spila, spila á píanó. Hebbi klikkar ekki en einhevrn veginn er alltaf flottara þegar aðrir taka eitthvað eftir hann. Svolítið minna sorglegt.
B er líka svo mikið að vinna og hafði eytt sólarhringnum áður með hóp af unglingum á Samfésmóti. Lítið sofið þar. Þess vegna fórum við þreytt en sæl heim eftir ammælið góða.

En að mótinu aftur, mér fannst skrýtið að hann var í burtu í sólarhring. En ég var hjá mömmu að leika við nýja kettlinginn þeirra. Hann er ó svo mikið knús. Lítil sæt kisustelpa frá Selfossi. Engin sjánleg merki um það reyndar, engin tribal tattoo eða skrýtinn tónlistarsmekkur. So good so far.

Elska afslappelsið við sunnudaga, en núna þarf ég að læra. Jólafríið er bara rétt bráðum enætli maður nýti það ekki líka í lokaverkefnið. Já svoe r það það....gúlp.