sunnudagur, desember 21, 2003

Fór á Kings of Leon og Travis tónleika í gærkveldinu! Vá en gaman, gaman líka að heyra gömul Travis lög, sérdælis góð skemmtun þar!!! Komin í langþrátt jólafrí, jejejeje, slappa af, passa kött, sofa, borða og þar eftir götunum. Er sem sagt að passa íbúð og kött fyrir Ryan sem vinnur með mér. Þau eru að fara til Svíþjóðar hann og sænska kærastan hans. Hann er jafngamall mér og er sem sagt myndmenntakennarinn í skólanum. Þau búa bara við enda okkar götu, ekki langt. Erum með fína íbúð og það verður gott að vera einhvers staðar nýtt, smá tilbreyting. Heit og fín íbúð, fer ekkert nánar út í það... Hlakka til að fara að pakka fyrir heimförina, þarf víst að kaupa risapappakass. Reynum að gera sem mest áður en Bjarki fer..voðalega er ég búin að skrifa eitthvað þurrt hérna núna..hmm veit ekki hvað ég á að skrifa, ætti kannski að gera aðra tilraun þegar ég man eitthvað sniðugt að skrifa hey ya

þriðjudagur, desember 16, 2003

tja veitiggi ég gefst ekki upp, þó að enginn lesi þetta...hohoho já nú er allt að gerast, farin að plana flutninginn mikla og stóra, já mér þykir þetta stórt og mikið pheeew. Svo er líka allt á fullu í brúpkaupsundirbúning, neeehh ég er ekki að fara að giftast, Bjarki er ekki það vitlaus hoho, heldur Jonathan og Siobhan sembúa með mér. Já svka hamingja, en allt varð að gerast í hvelli. Hann er nefnilega frá Venezuela og visað hans er að renna út, þau eru hvort eð er alltaf að tala um að giftast og þetta bjargar málunum, vita alveg að þau eiga eftir að elska hvort annað til dæmis eftir 6 mánuði, en það er ekki til neins ef honum yrði hent út úr landinu sko. Ástfangin upp fyrir haus, alveg eins og ég...já...hmmm

Já svo eru nú jólin alveg að koma, þrír vinnudagar eftir og þá nota ég fríið til að klára verkefni og svo er bara að pakka...spennó ekki þó.
Er að horfa á nýja Red Hot Chili Peppers lagið, mjög skemmtilegt, kallarnir er nú ansi kröftugir enn þá. Svo er líka Veins World á..hohoho heimur Venna...

sunnudagur, desember 14, 2003

yo yo yo
fullt að segja jámss, við fórum út í gær og ég keypti mér RAUTT LEÐURPILS, já ekki að grínast. Frekar stollt af mér sko! Verð að minnast á drauminn hans Bjarka, fyndinn, sennilegast finnst fólki þetta ekki svo fyndið, en það þarf bara að setja upp mynd í huganum og þá er þetta drepfyndið. Sko hann dreymdi að hann sá mömmu og afa keyra niður götuna hvítum caddilakk og hann stoppaði þau og vilda fá að setjast í til að prófa, en mamma sagði "hvað er að setjast upp við erum að fara að stoppa" en Bjarki svaraði, "æi mig langaði bara finna rennslið!!" HAHAHA of fyndið. Fórum á næturbröllt í nótt, sko í Shoreditch sem er lang skemmtilegasta svæðið til að djamma í, erum ekki með mikið eherm djamm þol lengur svo að okkur leið soldið illa í dag. Verðum að fara að æfa okkur fyrir Klakann!!! Ójá Saddam fundinn, skal veðja að hann fannst inni í Keiko---REST IN PEACE homie--dó bara úr lungnabólgu greyið, já núna fara Norðmenn og Íslendingar aftur að rífast, gaman! Hvernig ætli Saddam málið fara, hmm, jú maður er orðinn fullorðin og verður að hugsa um heimsmálin í einhverri dýpt sko! Á leiðinni heim í nótt keypt mat, sko eitthvað sloppy fyrir svefninn og enduðum með að kaupa 2 kebsabski, já var boðið small, medium eða large og ég gráðuga, keypti tvo large!! Við snertum ekki á þeim samt en lyktin í íbúðinni í morgun WOW, það ætti að banna þetta. Verri lykt en á svona scampi og sítrónu snakki!!! Vorum að fá fullt af jólpökkum, hlakkar soooo til, verðum samt ekki með neitt jólatré, það er eitt pjönku lítið upp á sjónvarpinu, mjög ljótt en hey! Rósa þú ætlar að spyrjast fyrir um Gunnar Geir Waage í eyjum og Magna og skila kveðju, jafnvel láta þá fá email...væri gaman að fá að vita hvað þeir eru búinir að vera að bardúsa...jamm jamm vantar að sjá eitthvað fyndið, vill einhver benda mér á eitthvað sniðugt á netinu..Sayonara for now

fimmtudagur, desember 11, 2003

veit bara ekki hvað er að gerast prófa profa ðððð---öööö----þþþþ----ææææ vona vona
whAT EKKI AFTUR!!!!!!!! STAFIRNIR FOKKINGS VIRKA EKKI.........
ja hérna þá og jæja..var næstum búin að gleyma að ég væri með blogg..eherm, það les þetta ábyggilega enginn þar sem ég er ekkert búinn að babla heillengi. Hvað er þá að fréttast....hmmmm....� Laugardaginn fórum við í IKEA, jebbs, fínt að komast í smá skandinavíska stemmingu..svo missti systir Bjarka af flugi til Barscelona og gisti hjá okkur eina nótt, drukkum eðal rauðvín og borðuðum Haagen Daz. Nú svo á Sunnudag...eherma..reyndi ég að lta á mér hárið..uhumm tvisvar en það varð appelsínugult og er enn nokkurn veginn, aldrei og þá meina ég aldrei, lita á þér hárið þegar þú ert einn heima og það er ekkert heitt vatn! � Mánudaginn hitti ég svo Rósu sósu, jamms löbbuðum um allt i Camden og hún verslaði fullt. Svo kom Bjarki og við þrjú fórum að borða á Arizona...ekkert meira af matnum að segja en bjórinn var góður, fórum svo á pöbb og meiri bjór...mmmm...Ó hvað það var nú gott og gaman að sjá hana Rósu sína!!! Þriðjudagur oh men fundir og smá tölvuþjálfun fyrir starfsfólk sem núna partur af minni vinnu, þjálfa, laga, stilla...Nú svo í gærkveldi átti vinkonan mín pólska ammæli og við fórum nokkur út að borða á góðasta pizzastaðnum...jamm jamm jamm og meiri bjór! Núna, já núna sit ég bara þreytt heima, alveg búin á því, er að hugsa um að hringja í Samskip til að athuga með flutninginn..jább og svo að skrfia upp uppsagnarbréfið...ohh kvíður soo en hlakkar í senn til. Hlakkar til að komast heim á klakann og já ég vona að þar sé klaki...