föstudagur, janúar 29, 2010



Mér finnst sætar kartöflur ofboðslega góðar og það er reglulega vel útbreiddur misskilningur að það sé ekki hægt að gera eins mikið við þær eins og vinkonur hennar kartöflurnar. Ég rakst á góða og einfalda uppskrift af sæt-kartöfæu frönskum:
Ein stór sæt kartafla; skræld og skorin í "stangir" og lögð í bleyti í 30 mín í köldu vatni
1 msk ljós púðursykur
olía
1/2 tsk salt og sama af pipar

Dreifið út karftöflum á bökunarpappír og makið olíu á þær. Blandið saman sykri, pipar og salti og stráið yfir. Þetta svo sett inn í ofn á 220 í 15 mín, þá er þeim snúið við og aftur í ca. 10 mín.

Það að þær eru lagðar í bleyti gerir þær svona pínku stökkar og jömmí til átu!

Mega gott :)

laugardagur, janúar 16, 2010


Hriiiisssstingar eru svo heilissamlegir og hollir og verða aldrei hallærislegir :)

Ég á engan super blender og læt minn nægja í bili en það gerir morgunhristinginn minn ekkert minna spennandi en þeirra sem eiga svaðaleg eldhústól. Það var einmitt það sem ég hélt í svo langan tíma eða þangað til ég prófaði að skella í einn góðan.

Hérna eru mínar hugmyndir af einstaklega fyllandi morgunmat sem tekur skotstund og stendur alveg fyrir sínu!

ca. 240 ml af AB-létt mjólk
tsk eða svo af hörfræolíu
nokkur korn af vanilludufti
hálfur til einn banani og best er að hafa þá næstum frosna (bara svo lengi sem blandarinn ráði við hann)
2 msk af góðu haframjöli eða ca. einn skammtur

Þetta er allt sett í gang og bragðast vel!

Svo er hægt að setja ca. tsk af hreinu kakó út í eða kókosmjöl, allskonar ber og svo mál lengi telja. Aðallinn í þessu er haframjölið og olía því þetta er það sem heldur manni gangandi fram að jólum. Djók, hádegis :)

miðvikudagur, janúar 13, 2010


Hef svolítið verið í salatinu síðustu misseri og þá aðallega í hádeginu sem nesti. Set saman allskonar grænmeti og mér finnst þetta alltaf jafngott. Ætla að skrifa hérna inn þrjár tillögur sem ég hef verið að gera (á ansi margar salat útgáfur í heilabankanum):

Byggsalat
ca. dl af soðnu byggi-íslenskt bankabygg all the way ;)
ferskt spínat-eftir þörfum
smá af blaðlauk
tómatar
1-2 msk af kotasælu-svo má henda út í þetta kjúlla eða hverju öðru próteini sem hugurinn girnist eða skápurinn býr af. Líka gott að sleppa tómötunum og setja rifinn 11% ost út á og smátt skorið sellerí-möguleikarnir náttúrulega endless ;)

Þegar ég er með kotasælu finnst mér alveg nóg að setja smá hörfræolíu (eða aðra nema þessi er meinholl) og smá salt og pipar.
Blanda þessu öllu saman og gúffa í mig!

Avacadó-eggjasalat
niðurskorið hálft avacadó
nokkrir niðurskornir ferskir sveppir
saxað spínat
tvö egg skorin og dreift yfir
svo má ekki gleyma olíunni og s&p

Þetta salat varð til óvart, ég var sein í vinnuna og hálf-sofandi ennþá! En ofsalega gott var það og hef ég gert það oft síðan.

Allskonar salat með smá pasta
fullt af grænmeti
nokkrar salthnetur
rækjur
smá fetaostur eða annar
egg
pasta
Svo man ég ekki meir. Þetta er breytilegt hverju sinni í rauninni og fer svolítið eftir því hvernig stuði ég er.

Eitt ráð-kaupið spínat í pokum þegar þið eruð að hugsa til salatgerðar. Það endist best og er alltaf eins og nýtt, þ.e. á meðan það er heilt ;) Það er hægt að nota einn poka í marga daga fyrir eina manneskju í salat. En ef þið eruð að gera spínat pasta eða pottrétti einhvers konar þá er best að kaupa frosið.

sunnudagur, janúar 10, 2010

Eins klisjulega og það hljómar þá varð ég svona líka inspæruð af að horfa á Julie&Julia í gær. Líður oft oft oft mjög svipað og þeim-er obsessed af góðum mat-meira að segja svo að ég þarf ekki að borða hann, mér nægir að lesa um og skoða myndir af mat! Er týpan sem fer með matreiðslubækur upp í rúm... Elska að finna nýtt að borða og gamalt (ekkert þannig gamalt) og finnst bæði gaman að búa til, breyta og fara eftir uppskriftum. Á þó nokkuð margar bækur og eru fleiri á leiðinni. Well allavega komnar á lista. Svo er alnetið góða alltaf við höndina og ekki sjaldan sem ég finn eitthvað gómsætt á vafrinu.

Í kvöld langaði mig að elda eitthvað hamingjuumvefjandi. Eitthvað svona gott og umm fyllandi.
Hafði kjúklingabringur bakaðar í sósubaði (rjómaostur, saxaðir sólþurrkaðir tómatar og einhver krydd). Svo sauð ég með sætar kartöflur en þær eru bara svo unaðslegar alltaf-ein af súperfæðunum þannig að þær bættu rjómann upp margfalt ;)

Svo prófaði ég afar skemmtilegan hrísgrjóna-side og ætla ég að láta uppskriftina fylgja.

200 gr grjón-þau soðin eins og venjulega (ca. 400 af vatni á móti)
30 grömm ristaðar hnetur (ég átti smá af cashew og nokkrar furhnetur-henti þeim á pönnu). "dufta" þær eftir ristun í svona hakkara.
Smjör/olía
næstum því heill laukur-saxaður að vild(rauður, gulur, hvítur)
kannski hálf tsk af ferk rifnu engifer-bætið bara meira út í ef ykkur lystir
70 gr rifnar gulrætur-þetta eru kannski 2 frekar litlar
salt og cayenne-eftir löngun

Sjóða sem áður sagði grjónin. Og á meðan steikja laukinn-aðeins meira en venjulegt sviss, þurfum smá lit nefnilega. Setja svo engifer og rifnu gulræturnar út í. Smá hræring og salt og setja svo lok yfir ef hægt-láta þetta gufast í 5 mín. Henda þá hnetum og cayenne og blanda saman. Þá mega hrísgrjónin koma í teitið og öllu hrært vel saman.

Mér finnst að þetta gæti í raun passað sem meðlæti með hverju sem er og þurfti eiginlega að halda aftur að mér til að klára þetta ekki yfir bíómynd kvöldsins. Mjög skemmtilegt!

Gulrætur rokka að sjálfsögðu og gera manni kleift að sjá betur í myrkri og svo væri jafnvel hægt að nota möndlur í stað hneta, en eins og allir vita þá eru möndlur ein af súperfæðunum líka :)