Fékk mér baunir í hádeginu og varð að gera aðra baunatilraun í kvöldmat. Hef verið að borða salöt í hádegismat um dágott skeið og þá ósjaldan að þau innihaldi kjúklinga-eða nýrnabaunir. Mér finnst þær lostæti en langaði að gera eitthvað annað en bara henda þeim út á lostafulla grænmetið...bæði í hádeginu og í kvöld því ég bara gat ekki beðið eftir meiri baunum!
Í kvöldmatinn sem sagt fór ég eftir öllum reglum er varða hlutföll próteins og grænmetis (út frá mínum matarlífstíl) og útkoma var góð og skemmtileg-tók enga mynd því ég gúffaði þessu í mig á núlleinni liggur við!
Undrið (sem án efa hefur nafn einhvers staðar)
110 nýrnabaunir
75 grömm kotasæla
maukað hvítlauksrif
40 grömm ferskt spínat (má vel auka ef vill)
krydd eftir smekk
sletta af sítrónusafa og um 5 grömm af góðri olíu.
Þessu hent í skál og ég maukaði svo með töfrasprotanum. Tók um 3 mínútur!
Skar svo sellerí og rauða papriku (ca. 160 grömm) og dýfði! Jömm jömm :)
Í kvöldmatinn sem sagt fór ég eftir öllum reglum er varða hlutföll próteins og grænmetis (út frá mínum matarlífstíl) og útkoma var góð og skemmtileg-tók enga mynd því ég gúffaði þessu í mig á núlleinni liggur við!
Undrið (sem án efa hefur nafn einhvers staðar)
110 nýrnabaunir
75 grömm kotasæla
maukað hvítlauksrif
40 grömm ferskt spínat (má vel auka ef vill)
krydd eftir smekk
sletta af sítrónusafa og um 5 grömm af góðri olíu.
Þessu hent í skál og ég maukaði svo með töfrasprotanum. Tók um 3 mínútur!
Skar svo sellerí og rauða papriku (ca. 160 grömm) og dýfði! Jömm jömm :)