Í gærkvöldi leit íbúðin svona út...myndin öll brengluð en kannski sést smá
Með hjálp ótrúlegra aðila og óendanlegri vinnu eiginmannsins, er þetta loks að koma. Jú, það viðurkennist fúslega að vinnan var töluvert meiri en við áætluðum í byrjun en á móti má segja að þetta er allt almennilega gert. Það liggur hreinlega við að við séum búin að endurbyggja íbúðina! Veit ekki hvort það hafi farið tugir lítra af sparsli á veggi og loft, flot á öll gólf, endalaust af málningu og svo parketið góða sem er á góðri leið. En fyrir utan þetta er náttúrulega vinnan sjálf en ég get ekki með nokkru móti líst eða sagt hversu margir klukkutímar hafa farið í blessaða hreiðrið okkar. Ó en allt þess virði enda værum við tæplega að þessu ef svo væri ekki. Það á án efa eftir að fara vel um okkur þarna.
Stefnum að flutningum í vikunni...trúi ekki að það sé komið að þessu!