miðvikudagur, júní 29, 2005

Fallegi spilarinn minn hefur alveg bjargað mér á göngu minni til og frá vinnu í þessu súldarveðri sem við borgabúar höfum mátt þola. En það þýðir náttúrulega ekkert að naggast út af svoleiðis hlutum endalaust, reyndar ætti maður að horfa í kringum sig og hætta að röfla um allt og ekkert, allt í lagi að benda á hlutina og tala um þá en það er ekki allt neikvætt og það þarf ekki að nöldra endalaust um sama hlutinn...(god I´m deep) þetta er ég að læra og finnst ég bara ágætur nemandi, ekki ætla ég að fá einhverjar auka pirrhrukkur út af veðrinu eða út af því að bensínverðið hefur aldrei verið hærra. Reyndar er það örlítið böggandi...en engar hrukkur út af því.
Mamma hefur alltaf sagt við mig að maður skuli bara læra af fólki í kringum sig, þ.e. passa sig að verða ekki eins og gera ekki hið sama....skiljú?
Stóísk ró og kosmísk vitund eins og Njörður sagði hér um daginn. Sándar vel ekki satt??

__________________________________________________ gott að hafa línu hér.

Fórum í skírn/útskrift hjá Bjarnarfjölskyldunni á Lördag. Mjög flott og afslappað, við náttúrulega síðust út úr húsi eftir að hafa sötrað hvítt síðan ca. 1800. Þið sendið okkur bara reikninginn hoho. Takk fyrir okkur kæra fjölskylda :)

Erum á leið á Þjóðlagahátíð
á Siglufirði um næstu helgi, mikið hlakk hlakk og svo meira tjald út þá viku...gaaaa gnísti tönnum af spenningi!

föstudagur, júní 24, 2005

Á svona í fallegum lime lit. Bannað að brjótast inn til mín og stela honum!

þriðjudagur, júní 21, 2005

Ohh þetta er svoo gott.... ;) Njóttu!!
Manni ferst...en sumarið er svo busy tími að það gefst enginn tími til að skrifa. Svo var maður tölvulaus í smá tíma en nú, já nú með fallegri og stærri tölvu en ever. Happiness all over. Útilegan búin og allt fór vel, meira en vel og frábærleg mæting. Ofsalega gott að fara svona út úr bænum...Svo sprakk bíllinn í gærkveldi en sem betur fer í hlaðinu hjá mamas and papas. Hann verður settur vonandi aftur í gang á morgun. Boring lestur þetta.
Námslánin komin, það þýðir að prófin hafi gengið upp og mín sátt við allt þar. Þá er 1/3 búinn af skólanum góða og mér líst bara vel á blikuna. Er alveg tilbúin í sumarfrí, en ég á 14 vinnudaga eftir og svo 4ra vikna sæla. Við Bjarki erum að hugsa um að bruna norður á Sigló helgina 8.-10.júlí á Þjóðlagafestival. Jamms, gaman gaman. Meira um það síðar.
Já meira um það síðar, rúmið og vindurinn í trjánum kalla á mig.
Á morgun er svo lengsti dagur ársins, jei.

þriðjudagur, júní 07, 2005

Jamm jamm...takk allir fyrir kveðjurnar og allt það í tilefni gærdagsins.
Það er alltaf gaman og gott að eiga afmæli, en ennþá skemmtilegra hefði verið ef ég hefði getað verið í Macau með lappirnar uppi í hengirúmi! En það eru ekki alltaf jól...
En fékk svooo skemmtilegar gjafir...þ.á.m tvenna strigaskó (Reebok & Converse), sólgleraugu, kertastjaka, náttbuxur, blóm, geisladiska (Trabant & Abbababb), krem&loofah, rússneskt Scrabble mp3 spilara, peysu ogfl. man ekki alveg meir. En já takk þið ;) Gaaaman! Allt frábærlegt!


P.s. hver er orðin vinsælasta stelpan í hverfinu? Ég! Hvers vegna? Nú, þekkiði marga sem eiga rússa scrabble??? Neh, hélt ekki!

miðvikudagur, júní 01, 2005

Letin alveg að gera út af við mann...en tölvan hefur fengið að hvíla sig eftir prófin smá...