Ég er alin upp á mjög listfengnu heimili þar sem allri list, ef svo má segja, er gefinn sjéns. Mamma er myndlistarkennari og myndlistarkona (voða mikið myndistar), afi mikill listamaður og svo má telja. Ekki lengi, en telja samt. Heima eru allar hillur fullar af stórum og þykkum bókum sem mamma hefur safnað að sér og veggina prýða allskonar listaverk,bæði eftir hana g aðra. Þegar ég var unglingur (ekki langt síðan), þá fannst vinunum alltaf svo svalt að mamma væri að aðstoða unga nemendur sína að fá veggi fyrir graffiti. Mörgum finnst þetta hræðilegt, en ég er þó viss um að fólk átti sig ekki á muninum á mynd og "taggi". Þarf ábyggilega ekkert að útskýra þetta hérna, en "taggið" finnst mér skrýtið. Það er í raun bara merking einhvers og helber skemmd. Skil ekki svona fýsn en þetta er sennilega bara eins manns fíkn líkt og rettur eru annars. Bogahlíðin skartar fallega bleiku taggi núna og virðist ekkert vera hægt að gera. Þetta er út um alla borg en það kom mér skemmtilega á óvart fréttin á mbl.is um konuna sem stökk út úr fína fjölskyldubílnum sínum og spreyjaði á Kringluna. Ekki misskilja, auðvitað hræsni hjá mér að segja að það sé eitthvað skemmtilegt við það-nei það sem kom á óvart var að þetta var bara einhver kona, staðlaða unglinga-skemmdarvargaímyndin sprungin. Mitt álit er nefnilega að fólki finnst svo auðvelt að kenna bara unglingunum um, en sannleikurinn er greinilega annar...
+++
Jæja, króinn í vagninum og best að mamman fari að gera eitthvað fullorðinslegt, hætti að skoða Ebay og blogga...
+++
Jæja, króinn í vagninum og best að mamman fari að gera eitthvað fullorðinslegt, hætti að skoða Ebay og blogga...