Ég dreymdi svo furðulegan draum og þegar ég vaknaði var ég alveg ringluð-hvaðan kom þetta??!! Það var þannig að ég og B vorum heima inni í stofu og H á teppi fyrir utan gluggann (úti...). Svo tek ég eftir að það er einhver að koma sér fyrir við götuna með myndavélabúnað og byrjar að munda vélina. Ég segi þá við B að það sé einhver paparazzi fyrir utan, en hvers vegna skildum við ekki. Reyndum að draga gardínurnar fyrir en þær eyðilögðust bara! Ég varð svo reið og hljóp út að tala við kauða, sem nota bene er ákveðinn aðili sem ég kannast við síðan í "gamla" daga. Nú, þegar ég ég kem út sé ég að hann situr í bíl með öðrum og er búinn að taka H með sér inn í bíl og er að leika við hann! Ég tjúllaðist, lét að mig minnir B fá H og gekk í skrokk á þessum manni-spyr þá hvað þeir séu að gera og hóta svo gaurnum. Þeir segjast ekki geta sagt mér af hverju en að þetta komi í blöðunum á morgun. Ég hóta gaurnum öllu illu og það taka þeir upp á eitthvað microtæki sem gaurinn gleypir svo...ég reyndi að koma því upp úr honum en náði því ekki. Svo erum við komin eitthvað annað og meira man ég ekki...
Annars erum við nýkomin frá Stokkhólmi eftir æðislega daga í góðu yfirlæti. Frábær borg og ég mæli hiklaust með henni! Við vorum sem sagt í húsi frá 17.öld sem Culturhuset á og það er ævintýralegt. Byggt á háu bergi í miðborginni en samt er þetta eina hús afskekkt inni í gróðri með magnað útsýni! Brjálað!
Tróðum náttúrulega í okkur góðum mat, skoðuðum allt með krílin og versluðum smá. Upplifðum midsommers hátíðarhöld en það er svona aðal hátíðin í Svíþjóð-allt lokað eins og á heilögum dögum. Meira um það síðar. Farin að þrífa, eða eitthvað ;)
Annars erum við nýkomin frá Stokkhólmi eftir æðislega daga í góðu yfirlæti. Frábær borg og ég mæli hiklaust með henni! Við vorum sem sagt í húsi frá 17.öld sem Culturhuset á og það er ævintýralegt. Byggt á háu bergi í miðborginni en samt er þetta eina hús afskekkt inni í gróðri með magnað útsýni! Brjálað!
Tróðum náttúrulega í okkur góðum mat, skoðuðum allt með krílin og versluðum smá. Upplifðum midsommers hátíðarhöld en það er svona aðal hátíðin í Svíþjóð-allt lokað eins og á heilögum dögum. Meira um það síðar. Farin að þrífa, eða eitthvað ;)