fimmtudagur, september 27, 2007

Nú er Hagkaup komin í samkeppni við Vörutörg og þá hljóta nú spennandi hlutir að fara að gerast. Ekki. Hagkaup bjóða nú ´Original Space Bags´ á lægra verði og það er bara allt að verða crazy. Já eða ekki. En mér finnast þessir pokar sniðugir, reyndar kemst ekkert eins mikið í þá og maður heldur en þeir spara samt pláss. Já já, ég myndi kaupa þá samviskulaust í Target en þar fást þeir fyrir fraction af kostnaði þeirra hérna...kemur á óvart ekki satt. Jú ég gapi alveg, svo hissa

Dæmi um verð á Jumbo gleymslupokanum:
Vörutorg-->5.990.-
Hagkaup-->3.999.-
Target -->1.240.-($19.99)

Hóst hóst.

Haustið feykir til okkar allskonar nýju sjónvarpsefni. Kannski ekki endilega nýju en allavega fleiri gæðastundir fyrir framan imbann. Fer þá að geta bloggað um eitthvað skemmtilegt og nytsamlegt. Eherm.

mánudagur, september 24, 2007

Það er svo fyndið að sumt í lífinu virðist vera svo erfitt...Skammast mín voða mikið að segja frá því en það er mjög langt síðan ég fór í svona professional klippingu. Mamma klippti mig reyndar í sumar en nú er nóg komið. Þetta er orðinn svona vítahringur ef svo má kalla, ég skammast mín fyrir ástandið á hárinu en auðvitað batnar það ekkert ef ég bíð lengur! Fyrir ca. 2 mánuðum byrjaði hárið líka að hrynja af mér, öldungarnir segja það eðlilegt en kollurinn þarf að losa sig við þau hár sem ekki duttu eðlilega af á meðgöngunni. Hárið á mér óx líka alveg eins og égveitekkihvað í óléttunni! En já, núna er ég á leiðinni, á morgun (segir sá lati) ætla ég að panta mér tíma. Þá bara hneykslast klippimanneskjan, hefur þá eitthvað til að tala um í saumaklúbbnum.

Var alveg kolrugluð í morgun, fattaði ekkert hvaða hljóð þetta væri sem vakti mig. Hélt að eitthvað væri bilað og var alveg ringluð. Svo rann það upp fyrir mér og ég leit á símann, bjöllurnar tvær hreyfðust og á honum stóð 5.30. Time to get up! Langt síðan ég hef verið svona rugluð að morgni!

Fór svo með soninn í smá göngutúr og úúú hvað það blés, ofsalega kósý að koma aftur heim í hlýjuna og kúra. Smá slappelsi hér á bæ, ekkert alvarlegt en vonum að þetta lagist sem allra fyrst. Sonurinn er samt við hestaheilsu en pínku pirr vegna tannar númer 2.

Gott í bili undir þili!

föstudagur, september 14, 2007

Þrisvar í viku er ég mætt klukkan 6.20 sharp í Hreyfingu í svaka prógram. Þetta þýðir að vekjaraklukkan er stillt klukkan 5.30...það er ef ég er sofnuð en í nótt sváfum við skötuhjú ekkert.

Mér finnst þetta æðislegt, hef alltaf verið fljót að vakna og svo þetta að skella sér út í crispy haustmorguninn þegar það er enn smá dimmt. Á meðan við erum í tímanum birtir smám saman og svo á endanum eða í slökunarhlutanum, kemur sólin upp. Aldrei hefur mér fundist eins gaman í "leikfimi", tímarnir þjóta áfram og ég get sagt ykkur það að kvöldin áður hlakkar manni beinlínis til! Í næstu viku ætla ég svo að bæta einu degi við og setja Hrafnkel í gæsluna. Verður spes en mikið ofsalega höfum við gott af þessu!

Ekki skemmir svo fyrir að árangurinn er þegar farinn að láta vita af sér, vigtun á föstudögum og ég fór brosandi út í morgun ;) Ég ætla ekki að vera gróf og segja "bumban burt 2007" en hún er samt að fara á næstu ummm mánuðum ;) .

Ohh hvað ég er orðin mikil kona! :)

miðvikudagur, september 05, 2007

Nammi nammi namm. Þið eigið ekki svona flott...