laugardagur, maí 24, 2008

Einhvern veginn hef ég ekkert pælt í einkunn fyrir lokaritgerðina frá því ég skilaði. Segi kannski ekki að í mig hafi hlaupið metnaðarleysi á síðustu metrunum en ég hljóp á skokkara-vegginn og þetta varð pínku strembið undir lokin. En útkomuna er ég meira en lítið sátt við og ekki laust við að maður sé pínku montin af sér.

Lenti í algeru klaufa-vesenis-dæmi í gær. Var að þrífa eldhússkúffu og fékk smá flís já eða fleyg inn í vísifingur hægri (to be precise). Inn um eitt gat á bólakaf en svo ekki út um hitt... Puttinn tók smá vaxtarkipp og breytti meðal annars um lit en ég var treg að fara eitthvað og láta líkja á. Hjúkkan upp í skóla sagði að þetta væri ekki fallegt og ég ætti að fara strax upp á heilsugæslu. Áður hefði ég beðið lengur eða sleppt þessu en ég er ábyrg móðir núna...Ég hringdi loks en enginn tími var laus í dag en var tjáð að vaktin væri þarna eins og hún er eftir lokun. Er svo innilega enginn aðdáandi svona læknaferða og finnst þetta afar mikil tímasóun (oft). Sem það og var, gaurinn sem án efa er voða indæll stakk mig, klippti og já meiddi mig bara meira en flísin gerði og sagði mér svo að hann næði henni ekki en að ég yrði að fara á sýklalyf. Er heldur enginn sjúklegur aðdáandi slíkra lyfja enda með pensilín ofnæmi og oft er erfitt að finna viðeigandi lyf í staðinn. Nú, nema hvað og að bottom læninu-heimsóknin og lyfin kostuðu mig sem sagt rúmar 6300 krónur. Hefði jafnvel getað keypt mér nýjan putta bara í Chinatown, sem hefði kannski lúkkað fínt og virkað sem trendí fylgihlutur.

Ekki laust við smá pirring.

miðvikudagur, maí 21, 2008

Það taka einfaldlega alltaf önnur verkefni við...
Bjarki búinn að rífa dúkinn af gólfunum...

Nýji sófinn kominn

Feðgarnir að velta fyrir sér stofunni


Svo er það bara að klára þetta dæmi og fara í næsta. NYC í júlí!

fimmtudagur, maí 08, 2008

Ritgerðin fór sem sagt á mánudaginn. Æ, maður á svosum alltaf að vera stoltur af sínum verkum og vinnu en mér var pínku orðið sama á endanum. Segi kannski ekki alveg sama, en svona tóm og átti erfitt með að horfa út fyrir kassann. En þessar 40 bls. fóru sína leið og þann dag ætlaði ég svo sannarlega að taka rispu og klára stórt verkefni sem á að skila á morgun. Það umm klikkaði og nú er næturvaktin aftur tekin við. En svo á morgun skila ég því og þá er ég frjáls!

Sat yfir samræmdu prófi í stærðfræði í dag og mikil ósköp vorkenndi ég sumum. Prófið kannski ekki í heildina alltof erfitt, en það voru kaflar sem voru bara svakalegir. Mikið voru þau fegin þegar að því lauk því þetta var síðasta prófið, skil svooo hvernig þeim líður!

En eftir morgundaginn þá byrja ég á fullu í íbúðinni og ó sú á eftir að vera fín! Djí lúí. Kannski náum við bara að flytja inn fyrir afmælið...hver veit?

laugardagur, maí 03, 2008

Það eru nú ekki ýkja margir klukkutímarnir eftir þangað til ég skila lokaverkefninu. Núna eru það bara vaktir, skrifa eða laga, senda á leiðbeinanda, fá tilbaka og svo koll af kolli. Reyndar bara einn koll ca. í viðbót og svo búið og þá hafa kollarnir verið 2. Þannig lagað. Þurfti óvænt að vinna í dag og allan mánudaginn þannig að tíminn er krappur.

Inn á milli sef ég smá, hugsa um beibíkeiks og ástmanninn. Kíkti á íbúðina áðan en í gær kom óvænt múrari og hann og B flotuðu gólfið-thank u very very! Ótrúlega fínt en ég hef ekkert getað farið þangað í marga daga...

Annars vil ég benda þér minn kæri ímyndaði lesmaður á þetta. Þetta er hann Halli að auglýsa íbúðina sína í NYC í sumar. Þar verðum við líka en ætluðum að leigja íbúðina í einn mánuð. Hinsvegar hafa þau plön breyst í kjölfar hallarkaupanna. Ferðin verður mun styttri.

Aftur að niðurstöðunum...