Ég er með nokkra mis-einkennilega kæki og er, þrátt fyrir að hafa oft haldið öðru fram, hjátrúafull líka. Byrjum á kækjunum, sem mér finnst alveg einstaklega ófallegt orð. Hingað til hef ég lítið hugsað út í hvern og einn og í raun litið á þá sem venjur bara enda venjulega dama. En svo þegar ég fór að segja einhverjum frá þeim um daginn, þá urðu þeir svona meira lifandi og ég fór að taka eftir þeim í hvert skipti. Ofsalega er ég mikið nörd! Eða kannski bara alveg eins og allir...
Hjátrúin er svipuð og hjá öllum. Fæ t.a.m. nagandi samviskubit og er þess viss að ég hafi klúðrað öllu ef ég sendi ekki áfram keðjubréf/pósta. Hef þó slakað aðeins á í þeirri deild...
Mamma þarf ekki lengur að skyrpa á eftir mér þegar ég er á leiðinni í próf en B tók það ekki mál síðast þegar ég bað hann um það!
Fleiri koma síðar, heilinn sagði bara stopp...allt í einu mundi ég bara ekki neitt!
- Byrjum á einum sem B hafði varla tekið eftir-ég sker t.d. hamborgara, pizzur og í raun flestan mat sem skera þarf, í beinar línur. Þ.e. ég enda alltaf með lítinn kassa og stundum lítinn þríhyrning...
- Þegar ég borða brauðsneið þá þarf ég alltaf að skilja einn vinkil eftir (skorpuvinkil), jafnvel þó ég fái mér heila brauðsneið í viðbót.
- Ég þvæ mér alltaf á sama hátt í sturtunni og hef lengi gert. Sjampóið fer fyrst í og er skolað snöggt úr, svo skrúbba ég mig alla með vettlingum og vægri sápu, á meðan fær hárnæringin að sitja í kollinum og að endingu er það konusápan...Ef rakstur eða annað slíkt er komið á tíma, fær slíkt sinn sama stað í röðinni. Alltaf eins! Svo þurrka ég mér á nákvæmlega sama hátt, hvern lið fyrir sig.
Hjátrúin er svipuð og hjá öllum. Fæ t.a.m. nagandi samviskubit og er þess viss að ég hafi klúðrað öllu ef ég sendi ekki áfram keðjubréf/pósta. Hef þó slakað aðeins á í þeirri deild...
Mamma þarf ekki lengur að skyrpa á eftir mér þegar ég er á leiðinni í próf en B tók það ekki mál síðast þegar ég bað hann um það!
Fleiri koma síðar, heilinn sagði bara stopp...allt í einu mundi ég bara ekki neitt!