þriðjudagur, október 28, 2008

Ástandið, tja kannski getum við einhvern tíma horft tilbaka og hugsað bara um "ástandið". Hugsa samt ekki, kreppan er víst skollin á og það vel. Fróðir segja þetta aðeins byrjunina og að sumir (þar á meðal ég) geri sér ekki grein fyrir alvarleika. Já ég viðurkenni að ég geri mér ekki alveg grein fyrir en hver gerir það svosum? Ég meina, hver getur alveg hundrað prósent gert sér grein fyrir því sem koma skal?

Á meðan allt fer til helvítis (afar gróft til orða tekið), þá minni ég mig á hvað ég hef það gtt. Já já, væmið, klístrað og allt það-en alveg satt. Ég bý í afar hlýrri og góðri íbúð. Vatnið rennur enn og í búðum er matur. Við sveltum ekki og munum ekki gera það. Við erum nefnilega svo ofsalega flottur hópur fólks. Ekkert óklár og getum gert magnaða hluti. Fyrir utan það, þá bý ég með tveimur undraverðum strákum sem auðvelda mér svo margt.

En enda á quote úr öðrum pósti frá félaga í UK. Aðdragandinn var þegar ég sagði að kalda veðrið sem var á leiðinni til UK fyrir helgi frá okkur, hefði verið ætlað PM Brown og Darling darling:

'They come from the land of the ice and snow, the midnight sun where the hot springs blow. Hammer of the gods'. Guess we'd expect nothing less! Anyway, as any consolation just watch things nosedive over here over the next 6 months. Its going to be like a scene from 'Escape from New York'. You guys have the highest literacy rate in the world and could be employed anywhere. We have people who shit in the streets....."


Peace out!

laugardagur, október 18, 2008

Mér líður pínku eins og klaufa en það er önnur saga.

Hins vegar finnst mér þessi saga afar sorgleg (sem og allar slíkar sögur). Finnst alveg ferlegt að fara inn á mbl.is en geri það oft í þeirri veiku von um að þar sé eitthvað annað að finna en blessuðu kreppuna. Jú það er úr nógu að moða enda snýst ekki alheimurinn um litla klettinn í Atlantshafinu. En finnst ekki gaman að rekast á svona innskot.

Ætlaði (og var meira að segja byrjuð) að skrifa, mikið er maður heppin að upplifa ekki slíkt og að ofan. En svo fór ég að hugsa. Það er bara fullt af ljótu og það allt um kring.

Sumir sem maður þekkir eru týndir. T.d. og í gær hugsaði ég að kannski myndi ég aldrei sjá þá (sumir sko) manneskju aftur. Á eina svona manneskju sem ég er afar hrædd um að ég sjái aldrei aftur. Tja, á ekkert í henni en svona. Allt í einu varð þetta voða skýrt fyrir mér og það er ekkert út af mínum augljósa meyrleika heldur bara af því bara. Ég bara hugsa stundum voða mikið.
Mikið ofsalega gerist margt en samt ekki.

laugardagur, október 11, 2008

Svarið við gátunni: What about Bob? Snilldar mynd ;)

Í morgun vöknuðum við og það var aðeins bjartara en síðustu morgna þegar við höfum vaknað. Ég leit á klukkuna og jú, hún var 7.36. Ég snéri mér því að syninum, sem var kominn upp í á milli foreldranna, og þakkaði honum innilega fyrir að vakna svona seint. Við sváfum sem sagt pínku lítið út sem er alger unaður. Svona lítið þarf til að gera mig ánægða. Það eru einmitt þessir litlu hlutir sem við verðum að einblína á, fara í smá Pollýönnu-leik ef þess þarf, því það er svo oggu ponsu lítið sem við getum annað gert. Fólk tekur ástandið mismikið inn á sig og því er það á ábyrgð hinna að standa og styrkja.

Hef aðeins verið að lesa það sem skrifað er og þá aðallega í Bretlandi. Get fullyrt það að breska þjóðin hatar ekki vora þjóð. Hr. stríðsglæðamaður Brown er nú ekki beint vinsæll hjá afar stórum hluta landsins, það er ekkert nýtt. Þau bara losna ekki við hann! Tek mér það leyfi að birta brot úr tölvupósti frá vini í Bretlandi:

"Yo Osama! Never thought Iceland had its very own branch of Al Queda. Well, as Mr Brown has decided you're a terrorist state, I'd like to assure you that the ordinary population will still welcome you into our pubs and football clubs (maybe not West Ham). Seriously, we're hearing a mixture of things. Hows it affecting you?"

Við skulum ekkert ræða þessi terrorista lög-hvað er það? Erum við ekki í bloody NATO?

Æ ég ætla að njóta sólarinnar, fjallafegurðarinnar út um gluggann og knúss litla gaurs og pabbans. Í kvöld fæ ég svo nokkrar eðapíur í heimsókn og þá verður nú gaman. Við gerum gott úr þessu, vona að mér verði fyrirgefið fyrir pínku ótilbúið húsnæði ;)

mánudagur, október 06, 2008

Er ekki tilvalið að koma með nýtt blogg, svona í ljósi málefna líðandi stundar? Það er ekki hægt að segja annað en að veðrið sé klikkað. Allt annað er líka klikkað. Ætlið maður eigi eftir að tapa lífeyrinum sem maður hefur safnað síðan 14 ára? Tala nú ekki um séreignasjóðinn! Ætlið maður eigi eftir að tapa öllum krónunum sem lagðar hafa verið til hliðar? Hverfa hlutabréfin mín í Glitni alveg? Hækka lánin enn meira?

Æ ég veit það ekki og ég get bara ekkert gert í þessu-not in my hands. Ákveðið hefur verið að hafa ekki of miklar áhyggjur þó ég vilji nú fylgjast með. Spurning um að breyta föðurnafninu því það virðist ekki vera vinsælt í dag hahahah. En það er svo líka hægt að gera ýmislegt skynsamlegt í kreppunni. Er t.d. búin að skrifa matseðil fyrir mánuðinn og ætti það að spara manni tíma og nokkrar krónur. Gott líka að hafa svona sjónrænt skipulag (er með það á heilanum). Kannski er hugmynd að koma með svona skemmtileg sparnaðarráð (tried and tested) hingað á síðuna? Ætla að setja þetta í nefnd, athuga tímaplanið og hver veit?!

Okkur líður allavega vel í nýju íbúðinni, (fólki er velkomið að kíkja á okkur) en þrátt fyrir að við höfum núna verið í slottinu í 3 vikur (held ég) þá eigum við enn töluvert í land með svona kláringar á ýmsu (babysteps to the elevator*). Höfum bara verið að slappa af og njóta :)

*P.s. hver man í hvaða mynd þessi setning var sögð? Verðlaun í boði!