mánudagur, ágúst 30, 2004

Fyrsti skóladagurinn runnin upp!! Gaman gaman, fékk lyklakippu, dagbók og boð um að koma á bjórkvöld á Pravda á fimmtudaginn!! Haha haha hohoho. Mikill spenningur ha!! Jú, ég er spennt, gott spennt, skrýtin tilfinning...Kom heim eftir skóla og Loki með blússandi drullu út af laxamatnum sínum, greyið hann og greyið við, lyktin....Enough info on that uhu!!

Eyddum helginni í bústaðnum hans Hrings í góðu og miklu yfirlæti. Það var spilað, drukkið, spilað meira, tjaldað í myrkri, borðað, dansað, drukkið meira, húsgögn voru skemmd vúpps...fer ekkert út í það *roðn*. Bara mjög fín helgi og ég vona að við komust aftur í vetur..þá panta ég rúm fyrir minn og mig.. :)

Mundi fullt til að skrifa en man svo ekkert núna, hugsa svo mikið þegar ég er að skúra en það dettur allt út um leið og ég sturta úr fötunni að skúringum loknum!!! Annars er líka brjálað veður úti þannig að allar þessar skemmtilegu og gáfulegu hugsanir gætu hafa fokið burt með rokinu!!?? Vona að Hringur hafi komist til NYC í dag..en ég öfunda hann ofsa mikið...BÖHÖÖÖÖÖÖ

Á morgun er það Þroskasálfræðin sem tekur við, ásamt fleiru bitastæðu í School of Rock..
Takk í bili...

fimmtudagur, ágúst 19, 2004


jammm kvöhöldmatur...veit það er ekki sunnudagur..oh well..
Verið eigi hrædd börn, myndin af upprúllaða helvítinu er bara alls ekkert helvíti, heldur bara hugmynd að tilvöldum brunch á sætum sunnudegi!! Nammi...

Anyway, í dag gékk ég í félag skúringakvenna en á morgun byrjar nemandinn að skúra eftir elskulegu börnin mín á leikskólanum..íhaaa! En þetta verður fínt, 3 dagar í hinseginn vinnu og skúra.. 110% vinna var ég að komast að í dag en hey, hverjum langar hvort sem er að minnka við sig hohoho

Að sjá pjönkulitla telpu rífa eitt stór laufblað í tvennt og setja fyrir augun og ganga um eins og geimvera hefur gersamlega bjargað minni viku..ohh og líka setningin frá öðrum 4ra ára ´"..ég er bara alveg að verða rauðhærður.."...kind of funny. Búin að vera með tvo lagabúta á heilanum í dag, geri aðrir betur, "beggja skauta byr, bauðst mér aldrei fyrr, bruna þú nú bátur minn..." og " óoo borg mín borg, ég lofa Austurstrææhæti.." rather jazzy version...sko..

Einn kækur er þessi.... og eheheh.... sorry

Once a blonde went to the library to get a book. A few days later, she returns and says to librarian at the counter, "This book was very boring. It had too many characters and too many numbers, so i would like to return it."
The librarian says to the other librarian, "So here is the person who took our phone book!"



Jamm jamm alltaf lærir maður eitthvað nýtt eða heyrir eitthvað skemmtilegt..og þar sem konan vinnur á leikskóla þá er úr nóg að moða hohoho en alltaf þegar ég sest niður og ætla að fara yfir í hausnum á mér, reyna að muna einhverja gullmola, þá bara kabúmm...alzheimer ist here!! En lífið er ekki alltaf dans á rósum, já eða Rósu hoho, bara bull núna..Rósa er í Eyjum að tvista, Dröfn er
á í grennd við Hellu og ég, já ég er í Bogahlíð punktur. Var að stíga úr sturtu og þar datt mér mikið í hug en hey alzheimer strikes again, verð eiginlega að hafa bara minnisblokk hjá vaskinum..

Finnst skemmtilegt að Ísland hafi unnið Ítali í fúsball..uuu 2-0...æi greyið samt Herr Tagliatelle og Mister Macaroni, þeir stóðu sig vel...en leikurinn var snúinn..

Verð að hvíla herr alzheimer núna..over...

p.s. finnst ég frekar gáluleg þegar ég les yfir þetta (jú ég kann að lesa) en mitt markmið verður að bæta smá pólitík og fróðleik í þessa kássu mína hehe Dabbi er sko bara zætur ehehe..

fimmtudagur, ágúst 12, 2004


Þetta erum ég og Hafsteinn 1984 í NYC, maður spyr sig af hverju hann keppir ekki bara líka í sundi..hohoho Posted by Hello

sko ég er með stórt auga... Posted by Hello

mánudagur, ágúst 09, 2004

The Icelandic heatwave tattatatadararara
...ætti landið kannski að vera kallað "rakagígar", þvílíkur raki úff púff en hey gaman að fá svona útlanda daga annars slagið á klakann, þar sem það er búið að vera frekar súrt veðrið síðustu daga ÓNEI ég er fallin í gryfju veðurfregna..Veðurhorfur næsta sólarhring:Hæg austlæg eða breytileg átt. Þokuloft við norður- og austurströndina, en annars nokkuð bjart veður. Víða sólríkara á morgun. Hiti 15 til 28 stig, hlýjast inn til landsins en svalara í þokuloftinu. Aight!!!

Hafsteinn bróðir samt farinn í heitara veður, fór til Athenu þann 5., þar sem hann mun spóka sig um og keppa líka meðal annars..falleg þessi hör jakkaföt sem hann fékk hohohoho.

Og, Sara, gætirðu sent mér mynd af bumbunni...ég skal senda af mér :)

Kind of Blue (Miles Davis) í tækinu og það á svo við svona kyrrt, rakt ágústkvöld í ágúst
Fara að horfa á Butterfly Effect...Mikið sakn til ykkar allra, sko tónlistin gerir þetta við mann, bjútífúl!

sunnudagur, ágúst 08, 2004


sko Bjarkinn skildi smá eftir í 5 mín..oh ó só funny!! Made my week!! Love him nett út af kantinum! Posted by Hello

oh well... Posted by Hello
Það er barasta ótrúlegt að ég hafi komist að í tölvunni, Bjarki búinn að vera límdur við hana síðasta sólarhring...en á meðan hann rakar sig þá kemst mín sko að..nema Loki stal stólnum svo ég næstum sit á gólfinu, oh it´s a mans world huh! Nema hvað. í gærkveldinu fóru tvær eðal konur pjönku út á lífið og nú er maður að gjalda fyrir það nett...Eitt af þessum "skiptum", úff...verð eiginlega bara feimin þegar ég hugsa um þetta sko...

Byrjaði semsagt að vinna á þriðjudaginn..júbbs tekur tíma að venjast þessum breytingum, en ég verð bara að horfa í spegilinn og þylja nokkrum sinnum.."ég er hetja, ég get allt"!!

Langar í Bláa Lónið og láta helvítis (lesist með húsvískum hreim!) þynnnnnkuna lepjast úr mínum auma líkama og hressa aðeins upp á mína dofnu sál...Er að hlusta á The Shins, bara snilld bara, mjög fínt og allt margblessað það. Komst líka að því að þeir sem heita Bjarki geta líka verið kallaðir Böðvar, veitiggi..og Laufey þýðir ljúf og mild, var að lesa íslenska orðabók, eða réttara sagt Dröfn í gærkveldi, sem mörgum þykir eflaust ekki alveg eðlilegt og ég gæti víst bullað einhverja þvælu um þetta en málið er bara ofur einfalt, við ætluðum bara að reyna að spila ´Scrabble´...en gátum tvö orð og málpípan tók yfirvöldin..oh what a surprise!!

Erum svo ánægð hér á litla heimilinu okkar með að tölvan er komin í lag og hann Hringur argasti snilli ætlar að lána okkur skrifara..ohh vildi að það væri eitthvað sem hann á EKKI sem við getum látið hann fá..well eigum eina ristavél sem er mjög flott og kannski umm konusápu en ekki viss hvort hann vilji það, og þó..??

mánudagur, ágúst 02, 2004


Þetta er hann Loki en hann hefur stækkað pjönku... Posted by Hello