fimmtudagur, september 29, 2005

Fyrst og fremst:

Til hamingju Julian Ingi með fyrsta afmælið þitt!!
Fullt fullt af knúsi og látum og púmm og hlátrasköll!
Og til hamingju Sara og Friðgeir með litla snúð!


Gaman að skoða barnadót, það er á hreinu! Í Debenhams eru svona töffaraföt fyrir nýfædda og þau eru svooo lítil. Votturaf hringli heheh, já en bara vottur.. ;)

sunnudagur, september 25, 2005

Þeir sem þekkja mig, vita að ég hef afar gaman af sjónvarpi og glápi er því tengist. Horfi kannski ekki mikið á eiginlegt sjónvarp lengur, enda búum við ekki betur en svo að geta einungis horft á Ríkið. Það er kannski, þá segi ég kannski, allt í lagi stundum. Vá var að muna draum sem ég dreymdi fyrir ábyggilega ári. Skrýtið....
En aftur að sjónvarpi. Við hjú, fáum ehehe ýmsa þætti og myndir, svo til daglega, í uhumm tölvuna. Hvaðan?? Hver veit ;). En Shæse Gonzales Mohammed O´Hara. Lost...nýjasti...úff. Ég er lost, heltekin, sýkt, frátekin, upptekin, komandi, farandi og bara allt sem þér dettur í hug. Oh me god! Svo er búið að glugga í nýjasta O.C.-> alltaf gaman að detta inn í annan geim. Supernatural-> Æh, veitiggi...horfi meira og ákveð svo. American dad-> Aldrei gefið mér tíma, en mun gera það núna eftir að hafa fengið smjörþefinn hjá O&Drammen! Extras-> Oh ever so embarrassing!! Oh ever so fuuhuunny! Office æðið okkar kominn í nýjann. Entourage-> Gvööð hvað strákarnir frá Queens er dætir! Weeds-> Sniðug mamma ha ;) Prison Break-> Mjööög spennó... League of Gentlemen-> Breskir og fyndnir!

Man ekki meira í bili. Sumum kannski blöskrar, en ég sigta út. Horfi ekki á raunveruleikaþætti....
Þessir þættir eiga margir hverjir kannski eitthvað sameiginlegt, en samt ekki neitt eiginlega. Mjög fjölbreytt sjáðu til. Það er ekki bara fallegt fólk í þeim öllum, þeir eru ekki allir fyndnir, spennandi eða dramatískir, amerískir. Bland í poka hreinlega. Líkt og pokinn sem ég kláraði áðan ;)
Saturday og stelpan er að læra..eða svona ;) Gó nó

fimmtudagur, september 22, 2005

Maður er farinn að eyða svo miklum tíma fyrir framan tölvuna að bloggið einhvern veginn gleymist. Ekkert hræðilegt ég veit, en það furðulega er að mér finnst ég verða að skrifa inn semi-reglulega. Ekki endilega fyrir aðra að lesa heldur kannski meira fyrir mig til að muna seinna.

Loki er kominn heim til okkar. Bjarki sótti litlu fínu dolluna hans og höfðu þau sett ólina hans utan um. Ég þori ekki að kíkja ofan í. Seinna bara. En gott að hafa hann hérna heima. Svo ætlum við kannski að finna seinna stað til að setja hann. Örk liggur hérna hjá mér, en þegar Bjarki kom með boxið heim þá þefaði hún endalaust af því og ólinni.

Bíllinn er líka kominn heim. Fór í viðgerð eins og áætlað var fyrir viku. Við vorum ekkert að reka á eftir honum, heldur biðum við bara eftir símtali um að hann væri tilbúinn. Svo þolinmóð sko. Svo sendi ég frænda email í gær og hann varð svaka hissa, bíllinn varð tilbúinn á föstudaginn. Hehehe.
Skólinn er að kikka inn, gaman og gott, en maður getur orðið soldið undinn eftir vinnuna og svo heimalærdóminn. Þess vegna var svo þæginlegt að fara í pizzu til Drafnar og Hrings á þriðjudaginn, nammi plús nýjasti af Prison Break. Úff those eyes....
Svo í kvöld aftur matur hjá Evu og Eldari, en nú fer að verða (er orðið) brjálað að gera hjá þeim hjónum í sambandi við Iceland Airwaves. Mikið hlakkar mér til ha! Mæli með því að Dröfn kaupi miða í þetta sinn...vona það allavega! :)

Ok,annað hvort verð ég að hætta til að gera heimadæmin í tölfræðinni eða uuu taka til..sem maður virðist alltaf vera í stuði til að gera þegar maður á að vera að gera eitthvað annað.

Ég ætla í brjóstaaðgerð seinna.

föstudagur, september 16, 2005

Jæja ég hef verið klukkuð af Alla! Já hvað er það spyr maður sig, jú,það er eitthvað nýtt og ferskt í blogg heiminum. Ég á sem sagt að skrifa 5 hluti um mig og klukka svo áfram. Let the game begin!

1. Get ekki safnað tánöglum
2. Les stundum fyndinar umræður á Barnalandi
3. Ég eyði meiri tíma en meðal maður í náttbuxunum mínum.
4. Finnst skrýtið gaman að kreista fílapensla
5. Langar til að vera uppgötvuð og leika í (áhuga)leikhúsi

Ég klukka svo Sunnu og Evu
Go for it ya!

föstudagur, september 09, 2005

loki
You're Loki! The trickster god of the Norse you
aren't actually a god at all, but a giant. You
bring about Ragnarok through your increasingly
violent tricks and have a special affinity with
fire.


Which Norse God are You?
brought to you by Quizilla


Tilviljun...úff púff en við söknum hans ofsa ofsa ofsa mikið, alltof mikið. Greyið okkar....muuu

fimmtudagur, september 08, 2005

Já þegar maður er svona að ferðast um veraldarvefinn þá rekst maðurá allskonarhluti. En áður en ég segi frá einu þá ætla ég að minnast á hitt. Hún Ragga Gogga, Eyjatryllir með meiru, sú hin sama og var með mér í NY á sínum tíma er komin með blogg síðu. Þar verður hún kannski ekki mikið með kökuuppskriftir eða volgar kjaftasögur frá Djúpavogi, heldur sýnir hún þar málverkin sín. Þau eru svakaleg og finnst mér þetta það frábært að ég á ekki til krónu bara! jáþegarég leití veskið áðan voru bara tíkallar og 5o kalla eftir!
Bara svo skrýtið að þetta sé sama manneskjan :)
P.s. Bud Ice á heitu sumarkvöldi út á tröppum, pre djamm 1997-1998. Klikkar ekki sú hugsun!

En svo er annað, rakst á Barnalandi, yeah you heard it á BARNALANDI púnktur is, á þessa dömu sem er einnig með svona sýnis síðu. http://helma.barnaland.is

Ath. þessar síður, næst þegar ykkur langar í málverk eða þegar ykkur vantar gjöf.
Varð bara að koma með þetta, uppfylla mínar sjálfsögðu samlanda skyldur. Sem er engin skylda því þessar stelpur er klárar!!! Ójá!!

föstudagur, september 02, 2005

Hey hó ef einhver les þetta þá erum við með glæ-nýja skólafartölvu til sölu. Fengum hana gefins, er í kassanum alveg óupptekin. Fín fyrir krakkana eða skólafólk eða þig... og erum við tilbúin að selja hana með miklum afslætti eða skoða tilboð újeee...

En þetta er gripurinn....

Látið orðið flakka :)