Við B ræddum um það áðan að þó maður eigi kannski ekki að gera það og ætti að reyna að komast hjá því að eyða lífinu í að bíða eftir einhverju sérstöku, þá gerir maður það alltaf. Lífið eru bara fjölmargir afar mismunandi áfangar. Skóli, vinna, börn, gifting, eftirlaun og jarðarfarir. Svo öðruvísi áfangar eins og utanlandsferðir, sumarfrí, helgarfrí, páskafrí, próf og svo fram eftir götunum. Maður er alltaf að bíða eftir einhverju. Núna bíð ég mikið og mjög erfiðlega eftir þessu langþráða fríi mínu. Að vísu mun ég vera með tölvu með mér og mun skoða ákv. verkefni td. á leiðinni í langa fluginu. Einnig mun ég fara í eina til tvær stuttar heimsóknir í sérskóla sem ég hef áhuga á að skoða. Rosalega spennt fyrir því, margir myndu nú halda að ég væri galin en svona er þetta bara með mig.
Anyways, þetta er myndavél sem við erum að skoða, kannski kaupum við hana og þið fáið myndir beint, fresh from the market :)