miðvikudagur, mars 29, 2006

Það hafa náttúrulega allir prófað Google Earth og það er orðið svolítið langt síðan ég prófaði það fyrst. Þá svona að gamni mínu skoðaði ég staði sem ég hef annð hvort komið á eða búið á. Það var gaman. Það sem er ennþá skemmtilegra er að nota það núna þegar við skipuleggjum daga okkar í New York. Þvílíka pjúra snilld.

Við B ræddum um það áðan að þó maður eigi kannski ekki að gera það og ætti að reyna að komast hjá því að eyða lífinu í að bíða eftir einhverju sérstöku, þá gerir maður það alltaf. Lífið eru bara fjölmargir afar mismunandi áfangar. Skóli, vinna, börn, gifting, eftirlaun og jarðarfarir. Svo öðruvísi áfangar eins og utanlandsferðir, sumarfrí, helgarfrí, páskafrí, próf og svo fram eftir götunum. Maður er alltaf að bíða eftir einhverju. Núna bíð ég mikið og mjög erfiðlega eftir þessu langþráða fríi mínu. Að vísu mun ég vera með tölvu með mér og mun skoða ákv. verkefni td. á leiðinni í langa fluginu. Einnig mun ég fara í eina til tvær stuttar heimsóknir í sérskóla sem ég hef áhuga á að skoða. Rosalega spennt fyrir því, margir myndu nú halda að ég væri galin en svona er þetta bara með mig.

Anyways, þetta er myndavél sem við erum að skoða, kannski kaupum við hana og þið fáið myndir beint, fresh from the market :)

mánudagur, mars 27, 2006

9 dagar börnin mín sæl! 9 dagar!
Nú er gjaldeyririnn í höfn og ekki eftir neinu að bíða; bíðum nú samt því brottför er ekki fyrr en 5. apríl. Við verðum samt mætt í stöðina hans Leifs vel snemma, með eitthvað kalt og svalandi í glösum í stuði.

Helgin var unaður, þetta var matseðillinn-sko sem strákarnir okkar elduðu fyrir okkur, en við mættum bara í okkar fínasta eftir löns og dúllerí um daginn (hittums kl. 12) til þeirra þar sem þeir höfðu útbúið allt. Matur, vín og svo frameftir götunum.
Skemmtiatriðin voru flest spontant en mjög entertaining!

Já sem sagt matseðillinn:
Forréttur : Eðallúða með einhverju svona k+urbíts jömmí salsa (veit ekki nákvæmlega), heimatilbúnum croutons í sítrónu og ólífu olíu. Verð sennilega að fá að leiðrétta þetta síðar þar sem ég er ekki með nákvma innihaldslýsingu. Gjögggjað gott! Svaðalegt alveg.
Skolað niður með hvítu

Aðalréttur: Perfect eldaðar nautalundir-rare en ekkert blóð, gulrætur, sósa og svona 3ja- sveppa,rjóma og allskonar jurta kartöflu gratín! Rautt í glösum hér.

Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka með jarðaberjum og ís. Expresso og svo komu fleiri drykkir hér á eftir.....

Dóum úr seddu en héldum samt ótrauð áfram. Þessi skemmtiklúbbur er náttúrulega þekktur fyrir gífurlegan mataráhuga og þetta kvöld bætti bara einni stjörnu í albúmið. Jömms.

fimmtudagur, mars 23, 2006

úff úff er búin að sjá svooo margt flott í uppáhalds búðinni minni. Vá hvað ég verð mikil pæja þegar ég kem heim.

Gaaa! Is there red hot envy in the house???

Reyndar er ég núna komin með svona tilfinningu að eitthvað eigi eftir að koma upp á....óþægilegt en svona fer hugurinn stundum með mann. Má ekki taka allt sem ég hugsa alvarlega. Ekki allt. Hættu. Hættu segi ég. :)

Svo er náttlega (svo ég sletti aðeins) árshátíð skemmtiklúbbsins á laugardaginn. Við stúlkurnar, munum hittas í löns, svo fara að föndrast aðeins og sötra um leið pjönku hvítt. Nú svo dúllumst við, nei ekkert dónó, bara svona þvo sér-og nei ekki hvorri annarri, svo mála sig og dressa. Svo mætum við ótrúlega glansaðar og nettar í gala-dinner sem drengirnir okkar ljúfu munu reiða fram. Þetta er ekki vitlaus hópur-einn þeirra er Michelinstjörnu-staðar yfirkokkur og hinir ótrúlega færir á e-m sviðum líka já já.
Þetta verður stuð og mun Lafði Loðláfa skemmta sér og öðrum. Jei! Bjútí!
Núna eru tæplega tvær vikur í brottför, vúha. Tíminn flýgur enda vettvangsnámið bara að ganga vel, mikið að taka inn og ég að læra alveg feikilega mikið. Táknmálið gengur hægt og bítandi, en mér var sagt að ég myndi fyrr fara að skilja heldur en að ég færi að tjá mig af öryggi. Emn ég þarf að nota táknmál og því fer mikill aukatími (sem ég á ekki þessa dagana) í að læra og fara yfir málið. Svo er ég með táknmálsorðabókina stóru og þykku á náttborðinu, inni í eldhúsi-bara alls staðar með mér. Ég reyndar sleppti að taka hana með mér upp í rúm í nótt, því ég var einfaldlega hrædd um að hún dytti bara ofan á mig þegar ég sofnaði og að þar af leiðandi myndii ég bara láta lífið sökum köfnun. Ímyndaðu þér:"Sign language killed er: A young woman suffocated in her sleep as her enormous sign language dictionary fell on her face"Þetta er ekkert smá ferlíki.Sit svo hérna í næði, og borða morgunmat og drekk kaffi. Í fyrsta lagi er ótrúlegt að ég sé að borða hérna morgunmat og drekka kaffi, í öðru lagi hvað ég er að borða. Við keyptum nefnilega í Bónus í gær Lucky Charms-svona fyrir barnið...í okkur. Finnst þetta ekkert brjálæðislega gott en þetta er nostalgía dauðans. Kaffið er vegna þess að ég hef ekki náð að/viljað taka kaffipásur eða matarhlé og finn ég bara hve mikið kaffið vantar svona eftir andvökunætur. Jæja best að setja á sig andlitið. Adiosa

sunnudagur, mars 19, 2006

Ofsa ofsa kát.
Fengum miða á Ladytron tónleika í NYC þann 15. apríl. Málið er að við sáum þá auglýsta en svo varð strax uppselt. Uppselt á 12 mínútum thank you very much. Þá urðum við leið. En svo fengum við miða á Ebay, að vísu aðeins dýrari en hey Ladytron. Mikil tilhlökkun í gangi hér á bæ!

Er alveg að breytast í döðlu, mikið að læra og byrja svo á fullu í vettvangsnáminu skemmtilega á morgun. Táknmál, úff....

fimmtudagur, mars 16, 2006

VARÚÐ!! Langur pistill

Má til með að koma með smá svona ekta dagbókarfærslu. Kannski rek ég þetta ofan í mig með lítilli teskeið eftir 10 ár. Kannski hugsa ég jámm gaman að þessu.
En síðustu vikur hefur verið svona ákveðin tiltekt hjá mér. Mikið búin að endurskoða, hugsa, skoða meira og svo hálfpartinn að taka ýmsar ákvarðanir. Þannig er það með mig og ákvarðanir að ég er fljót, þá á ég við að ég hugsa oftast ekkert mikið til dæmis ef ég sé jakka, eða umm nýtt sjampó eða skemmtilega sokka.
Þið sjáið að það er svolítið sameiginlegt með þessum fátæklegu dæmum hér að framan. Jú, þau eru voða einföld og kannski þarf ekkert að velta sér endalaust lengi upp úr svoleiðis ákvörðunum. Maður nýtir tímann miklu betur í eitthvað annað. En, þegar hlutirnir, og þar af leiðandi ákvörðunin, er orðin stærri og flóknari, þá þarf að staldra við. Kryfja og hugsa aðeins lengra en til Borganess. Það borgar sig. Þetta hef ég verið að gera. Skoða og ákveða. En það fyndna er hvað ég hef breyst í sambandi við þetta og ekki á svo löngum tíma. Allt í einu er ég farin að vera réttsýn en um fram allt yfirvegaðari og samkvæm sjálfri mér. Hjartað segir manni nefnilega ákveðna hluti, hjartað þetta apparat sem við getum bara ómögulega gengið án, hefur bara oftast rétt fyrir sér. Fyrst segir heilinn manni eitthvað, svo svarar hjartað en svo fara fleiri líffæri að rífast um hvað er og hvað er ekki.
Á endanum, þá er það það sem hjartað sagði og var búið ákveða í byrjun, það sem stendur upp úr.

Ég er sátt við mína ákvarðanir, ég er bjartsýn og róleg. Við lifum einu sinni og héðan í frá ætla ég að vinna í mínum málum á þann hátt sem hjartað segir.

Adios.

þriðjudagur, mars 14, 2006

Vegna yfirnáttúrulegra skóla-anna komst ég ekki í kvöld að hitta hann Jósé.
Mikið fúlt en svona þarf maður stundum að forgangsraða. Ennþá fúlara er að okkur var boðið og þetta var svona surprise. Oh well. Ég sá hann á Airwaves og sé hann ábyggilega aftur. Elskann. Elska ykkur líka. Sum bara aðeins meira en hin.

22 dagar. Úff.

miðvikudagur, mars 08, 2006

The image “http://wired.st-and.ac.uk/~chris/humour/image/sprink/fish.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Hmmm....

mánudagur, mars 06, 2006

Hefurðu einhvern tímann haft á tilfinningunni að allir viti "eitthvað" en vilji ekki segja þér. En þú veist ekki hvernig þú átt að segja þeim að þú í rauninni vitir þetta....?

miðvikudagur, mars 01, 2006

það komu alveg svona geðshræringar-gleðitár þegar ég horfði á þetta. Þeir sem þekkja mig og vita hvað ég geri skilja mig ;)


Og þetta hérna:




What Kind of Geek are You?
Name
DOB
Favourite Color
Your IQ is frighteningly high
You are a computer geek
Your strength is you can see in the dark
Your weakness is chocolate
You think normal people are aliens
Normal people think that you are disturbed
This Quiz by owlsamantha - Taken 274165 Times.
Easy Money from Home! Get your share!



...............kemur ekkert á óvart hohohohoho