sunnudagur, desember 31, 2006

Þið tvö sem lesið þetta:


Gleðilegt nýtt ár 2007-megi þið eiga gæfuríkt ár í vændum!

Á þessum bæ erum við reyndar farin að hlakka til næstu jóla, eða þeirra sem koma í mars en þá kemur aðal pakkinn. Held ég hafi bara aldrei hlakkað til að hitta neinn eins ofsa mikið og núna :) Eins gott að halda sér uppteknum og þá kannski, kannski líður tíminn hraðar. Get eytt alveg nokkrum dögum í að ákveða hvort ég vilji nota taubleyjur, hvaða vagn eigi að kaupa og hvort ég eigi að sérpanta bed-set í barnarúmið! Mjög fullorðins og konulegt allt saman ;)

Ætla ekkert að koma með langt ágrip af árinu en þetta 2006 hefur svo sannarlega markað sín spor í mitt lífs-calendar. Bæði hefur það verið það erfiðasta sennilega sem ég man eftir en einnig ofsa skemmtilegt og óvænt. NY ferðin er náttúrulega bara enn í draumum mínum á hverri nóttu og vel spurning um að endurtaka hana með litla sprella og stóra (eherm ég meina huge) á nýju ári. Skólinn var mikill og jobbið voða skemmtó. Uppáhalds surprise-ið var náttúrulega litla mandlan, en það er öllum ljóst held ég. Hvað fleira, æ ekkert fleira.
2007 er bara around the corner, jei!

Congrats! Mér líður allavega eins og ég hafi klárað eitthvað svakalegt borð í einhverjum mögnuðum leik hoho.

föstudagur, desember 29, 2006

Hvað á daga mína hefur drifið? What to say, what to say?

Þetta langþráða jólafrí hefur svo sannarlega verið að gera sig. Eftir skólageðveiki stóð ég upp og vissi bara ekkert hvað ég átti að gera við minn tíma svo ég hóf smá framkvæmdir. Málaði hátt og lágt og svo gerðum við sitthvað fleira. Svo komu átveislurnar og sjálfur aðfangadagur, dagurinn sem ég hef beðið eftir síðan tja í október. Þetta er alveg minn tími og ég týni mér alveg í þessu amstri. Átum gúrme mat hos mamma og tókum upp billjón pakka. Ég mun aldrei þreytast á pakkaflóðinu og mér mun aldrei finnast óspennandi að fá marga fallega pakka. Endalaust gaman! Fékk svo margt líka, demanta, vettlinga, föt, borðdúk, heklaðan trefil frá systur sem er æði og margt margt fleira.

Eftir öll boðin og systkina/frændsystkina-spilakvöldið, var ég bara orðin örmagna og svaf næstum tvo daga. Nei kannski ekki alveg en jú samt, svaf fullt og las þess á milli í skemmtilegri bók sem heitir The Alienist. Hún er ekki bara stór heldur níðþung líka og því segi ég að það sé henni að kenna að ég sofni alltaf. Pínku hættulegt líka að hafa hana yfir hausnum þegar maður er við það að dotta. Sem minnir mig á það, heimilstrygging-þarf að tjékka á því á morgun.

Gúbbí absentminded kveður-þyrfti að reyna að sofna ;)

sunnudagur, desember 24, 2006


Gleðileg jól allir saman!
Eigið gæfuríkt og gott nýtt ár

fimmtudagur, desember 21, 2006

Áðan var videoið með Boney M og voða vinsæla jólalaginu þeirra á VH1. B byrjaði um leið að tjútta, sennilega að rifja upp þann tíma er hann sjálfur stóð á sviði með þeim í Háskólabíó ca. 89. Alltof fyndið að hugsa til þess að hann hafi sennilega stigið sínu fyrstu dansspor opinberlega með Boney M! Pissa á mig.

Það fer lítið fyrir jólastreitu hér á bæ, rétt í þessu er kjúllinn að verða að máltíð inni í ofni og B er að mála baðherbergið. Eigum svosum ekkert mikið eftir að gera, en það verður samt alltaf að vera eitthvað. Fylgja tíðarandanum skiljiði. Annað kvöld mun ég svo snæða í góðra vina hópi á Holtinu, eitthvað sem verður án efa gómsætt. Mittistaskan mín-eins og B kallaði bumbuna áðan-er sem ávallt spræk :)

Jólin eru að koma! Jei!

þriðjudagur, desember 19, 2006

Ohhh ég er svo mikill nörður! Ætlaði að senda bréf á tvær úr bekknum-þar sem ég sagði þeim að ég hefði kvartað yfir verkefnaskilum eins kennara (til námsráðgjafa). Svo sá ég að ég hafði fengið póst, þá hafði ég hakað við all students og ekki nóg með það-kennarinn er á þessum bévítans students list! Ég á sem sagt eftir að fá fyrir verkefnin, spurning um að sumir lækki suma um nokkra heila...ohhh. Ég hef ALDREI kvartað við námsráðgjafa eða neinn. Djö, helv. Minnið mitt-klaufi!!

Annars er voða jólalegt að verða á heimilinu, hef verulegar áhyggjur af þessu nesting problemi mínu en það kemst fátt að en að gera fínt í búinu þesa dagana. Ég er voða heppin með öll svona einkenni so far, fyrir utan handónýtt bak eins og ég hef margoft vælt um en svo eru það svona hlutir eins og hreiðurgerðin og minnið. Ég er að segja það ég gleymi öllu! Svo er ég að stressa mig á því að ég gleymi einhverju hugsanlega. En þetta er bara fyndið. Ætlum að kaupa jólatré á eftir, stormur úti en maður lætur það ekki á sig fá. Kveiki bara á kertum, dreg fyrir og brenni jólalyktarkubbinn í brennaranum en við keyptum einn með jólasmákökulykt og annan með svona meira hefðbundnari jólalykt.

Ætla ekki að koma með hugsanir mínar í sambandi við Guðmund í Byrginu-þetta er nú meiri þvælan. Myndskilaboðin svo til sögðu allt samt, en ég hef ekki myndað mér skoðun á fréttaflutningnum sjálfum. Er búin að þræða svona mál í Siðfræðinni í vetur og nenni ekki meir. Maðurinn hefur sennilega bara flutt sína fíkn yfir á þetta svið með tilheyrandi aukakostnaði, þannig að það er einfaldlega sjúklingur á ferð. En vonandi verður þetta bara skoðað vel. Eitt er víst að sænskan eða hvað það var nú, verður eilítið kómísk fyrir mig, bara get ekki að því gert ;)

föstudagur, desember 15, 2006

Mér hefur alltaf langað til að vera jólaálfur! Draumur minn hefur orðið að veruleika. Skoðaðu hér

fimmtudagur, desember 14, 2006

Á þessum síðustu og erfiðu tímum hef ég byrjað að gera svolítið til að létta mér ögn lund (jó ein OTT á dramatíkinni). Þar sem ég kem heim úr vinnu og eyði afar miklum tíma fyrir framan tölvuna að reyna að klára þessi síðustu verkefni, hef ég tekið upp á því að hlusta á live Létt-bylgjuna....gúlp hugsa margir en þar spila þeir bara jólalög núna. Misgóð en jóló. Við eigum svo einhver fleiri sjálf, Sufjan, Low, Belle and Sebastian og mexíkönsku jólalögin (Tijuana Christmas) sem klikka bara aldrei.
Þetta fer að verða búið hjá mér, ég þokast áfram líkt og í..tja þoku. Whatever.

Kom við í Kringlumiðstöðinni í hádeginu í dag og jeremías hvað það voru margir! Ofsalega finn ég til með verslunarfólkinu sem er á billjón langt fram á kvöld. Æ verum góð við þau :/

Hey já svo verð ég bara að athuga hvort einhver hafi lent í svipuðu og nokkrar í bekknum mínum. Þannig er mál með vexti að við erum í fjarnámi sem hefur hentað mér afar vel. En sumir kennarar halda hreinlega að þetta sé sjálfsnám og kenna okkur því ekkert. Svo hafa margar spurt og þar á meðal ég, bara svona almennar spurningar um þessi stóru endaverkefni annarinnar-í námskeiði sem eru 8 einingar. Kennarinn sem um ræðir svarar bara fúll, að viðkomandi hefði bara átt að hlusta betur í inni/staðlotu eða lestu bara kennsluáætlun eða fleira fýlulegt. Magnað! Eins og maður sé í barnaskóla enn, já nei því kennarar ættu ekki að tala við mann svona þar heldur.
Annar kennari hefur ekki skilað eink. fyrir eitt einasta verkefni af 6 síðan í ágúst! Held að þessi skóli verði að fara að skoða sín mál...Senda suma í medíferd eða eitthvað.

Annars er veðrið svo undursamlegt á morgnana. Í morgun þegar ég horfði út um gluggann í vinnunni fannst mér bara í eitt augnablik svo brjálæðislega fallegt úti, allt svo kyrrsælt-eins og allt væri eins alls staðar. Engin stríð ekki neitt, neins staðar. Amazing!

Æ þarna setti ég á pásu á Létt-Pálmi með eitt svaðalegt og ég bara höndlaði það ekki....Back to Tijuana then!

þriðjudagur, desember 12, 2006

Haldiði ekki að ég hafi dottið í lukkupottinn bara rétt í þessu!! Lífssaga Sean Puffy Combs á E, eðalstöff ;)
Annars á ég ekkert að eyða tímanum í vitleysu sem slíka, en maður er samt alltaf duglegastur að líma sig fastan við einmitt svona vitleysu þegar maður er að reyna að komast undan einhverju. Ég á 3 stór verkefni eftir, skil á föstudaginn. Svo fara morgnarnir í að lesa og skrifa próf fyrir krakkana í skólanum. Tíminn í mín verkefni er sem sagt eftir hádegi og fram á nótt. Samt ætla ég að elda gordjöss kjúllarétt fyrir okkur verðandi foreldrana á eftir og njóta vel. Það er hlaupið smá kæruleysi í kroppinn, smá svona þetta reddast dæmi í gangi hehe.

Má líka til með að rita ögn um aðal-uppáhalds ástandið. Það er ofsa gaman að vera til og að eiga svona litla rúllutertu í mallanum. Auðvitað fylgja þessu breytingar, og þá er ég að tala um líkamlegar hjá mér akkúrat núna. Hormónarnir eru kannski ekki mitt stærsta vandamál, í raun er ekkert "stærsta vandamál" en það að snúa sér í rúminu frá einni hlið til hinnar, er eins og að byggja háhýsi, æ mig auman og vælið sem kemur frá manni! Að B skuli ekki skella upp úr í hvert sinn. Gamla mín! Svo gerðust undur og stórmerki í nótt/morgun. Þegar ég vaknaði um 6 til að rifja upp fyrir próf, lá minn bara voða kósý á sófanum steinsofandi. Aðspurður kvað hann ástæðuna vera ögn fyndna, ég eða moi hraut nefnilega svo mikið! Já þetta er alveg nýtt því það er hann sem hrýtur í þessari fjölskyldu :)

Svo eru nöfnin farin að steyma inn, hlæjum mikið af hinum ýmsu samsetningum eins og Ármann Hermann, Smári Kári og Fannar Hrannar. Ekkert illa meint. Bara lélegur einkahúmor. Svo ætlar maður sér náttúrulega að vera voða gott foreldri með allt á hreinu ;) Jafnvel að hugsa um að ala barnið upp! Ekkert allir sem gera það sko... ;)

Anywaysm nog komið af bulli, ég fæ verkefnin ekki flúið lengur. En fyrst ofsa gúddí kjúlli-meira um það síðar.

laugardagur, desember 09, 2006

  • Mig langar svo að baka risa-piparkökur og mála þær í dag
  • Mig vantar svo að mála gluggana mína og gera fínt
  • Mig langar svo að sitja á stofugólfinu og föndra jólakort og skraut
  • Mig langar svo að klára að úberskreyta íbúðina í dag
  • Ég væri meira en til í að útbúa fullorðins-aðventukrans
En ég get það ekki...er að drukkna í verkefnum, á eftir að fara í eitt próf og skila 3 verkefnum...fyrir föstudaginn næsta. Eins skemmtilegt og þetta nám er þá er þessi önn búin að vera skrýtin, kennararnir hafa bókstaflega (og nú ýki ég ekki) ekkert sinnt eða kennt okkur. Meira segja ef maður kemur með örlitla fyrirspurn þá fær maður bara skæting tilbaka og tilmæli um að lesa kennsluáætlun! Döhhh ó...!!! Já þetta er skömm fyrir þennan skóla. Af þremur kennurum þessa önnina er einn sem virðist hafa pínku áhuga á þessu námi okkar. Sorglegt. Vont karma fyrir þau segi ég bara. En lagalega séð er þetta víst brenglað. Ekki meir um það.

Jólin eru svo alveg að koma. Jólagjafirnar næstum allar komnar nema svona kannski þessar aðal..... ;) Ég náttúrulega óska mér ekkert heitar en að fá hnésíðan pels frá Eggerti og Dolce Gabbana úrið sem ég sá um daginn í Leonard. Auðvitað væri ég til í margt annað eins og 3 cm Jimmy Choo´s með ásaumuðum perlum( í navý), 800 þráða kremað silkilak með pífum og Rebelle Dior hobo-tösku. En við sjáum til.