Á þessum síðustu og erfiðu tímum hef ég byrjað að gera svolítið til að létta mér ögn lund (jó ein OTT á dramatíkinni). Þar sem ég kem heim úr vinnu og eyði afar miklum tíma fyrir framan tölvuna að reyna að klára þessi síðustu verkefni, hef ég tekið upp á því að hlusta á live Létt-bylgjuna....gúlp hugsa margir en þar spila þeir bara jólalög núna. Misgóð en jóló. Við eigum svo einhver fleiri sjálf, Sufjan, Low, Belle and Sebastian og mexíkönsku jólalögin (Tijuana Christmas) sem klikka bara aldrei.
Þetta fer að verða búið hjá mér, ég þokast áfram líkt og í..tja þoku. Whatever.
Kom við í Kringlumiðstöðinni í hádeginu í dag og jeremías hvað það voru margir! Ofsalega finn ég til með verslunarfólkinu sem er á billjón langt fram á kvöld. Æ verum góð við þau :/
Hey já svo verð ég bara að athuga hvort einhver hafi lent í svipuðu og nokkrar í bekknum mínum. Þannig er mál með vexti að við erum í fjarnámi sem hefur hentað mér afar vel. En sumir kennarar halda hreinlega að þetta sé sjálfsnám og kenna okkur því ekkert. Svo hafa margar spurt og þar á meðal ég, bara svona almennar spurningar um þessi stóru endaverkefni annarinnar-í námskeiði sem eru 8 einingar. Kennarinn sem um ræðir svarar bara fúll, að viðkomandi hefði bara átt að hlusta betur í inni/staðlotu eða lestu bara kennsluáætlun eða fleira fýlulegt. Magnað! Eins og maður sé í barnaskóla enn, já nei því kennarar ættu ekki að tala við mann svona þar heldur.
Annar kennari hefur ekki skilað eink. fyrir eitt einasta verkefni af 6 síðan í ágúst! Held að þessi skóli verði að fara að skoða sín mál...Senda suma í medíferd eða eitthvað.
Annars er veðrið svo undursamlegt á morgnana. Í morgun þegar ég horfði út um gluggann í vinnunni fannst mér bara í eitt augnablik svo brjálæðislega fallegt úti, allt svo kyrrsælt-eins og allt væri eins alls staðar. Engin stríð ekki neitt, neins staðar. Amazing!
Æ þarna setti ég á pásu á Létt-Pálmi með eitt svaðalegt og ég bara höndlaði það ekki....Back to Tijuana then!