þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Það er nú ekki ýkja margt sem drífur á daga mína, well jú jú en ekkert merkilegt sem ég tel mig knúna til að segja frá. Ætli vinnudagar mínir séu ekki taldir og nú á að taka við hvíld. Það fyndna er að þegar maður "á" að hvíla sig, þá bara getur maður það ekki og "verður" að gera ýmislegt eins og að láta falda gardínur, strauja, kaupa barnaföt, athuga með sumarfrí, taka til í skápum, þvo endlaust mikið af þvotti og bla bla bla. En það sem ljósmæður og læknar kalla hvíld, það er sko allt annað. Þá á ég bara að liggja og gera akkúrat ekki neitt! Je right. Æ samt veður maður að passa sig.

En við bíðum spennt eftir gripnum, um daginn var ég viss um að hann kæmi fyrr og stundum held ég það enn. En svo er það suma daga sem ég held að hann eigi eftir að láta bíða ögn eftir sér...en mér er alveg sama :) Bara svo lengi sem hann ætli ekki aðs etja neitt viðveruheimsmet. Nei þá býst ég nú við aðstoð!

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Jamm og jæja. Konan er að springa og þá meina ég springa! Hef heldur betur stækkað síðustu daga að mér finnst, bólgnir puttar, þrútnir ökklar og chubby læri. Gerist ekki betra ha ;) Segi svona en án gríns þá held ég að júníorinn sé að reyna að brjóta sér aðra leið út, þ.e. en þá hefbundnu. Býst alveg við að hann vekji mig bara í fyrramálið með ,,mamma"! En það er ekki mikið eftir, reyndar bara voða stutt-sjáum til hvort mér finnist það eftir tvær vikur eða svo. Breytingin sem mér finnst hafa orðið á mér bara á einni viku er gífurleg og ég er viss um að fólk sem hefur ekki séð mig í smástund, hrekkur í kút.

Ætti að reyna að documenta meira þessar breytingar eða þetta sem gerist, ábyggilega gaman að lesa svona síðar. Engu að síður held ég að það verði skrýtið að finna ekki fyrir kröftugum spörkum drengsins, en samt mun betra að fá að halda á honum loksins og knús. Get ekki beðið! Hef fengið svo snert af barnafataæði, snert af segi ég en Bjarki myndi nú kalla það annað...En auðvitað er þetta eðlilegt, þ.e. að vilja kaupa sætt á sveininn. Það finnst mér allavega! Það eru örfáar búðir sem selja ofsa falleg barnaföt hérna, búðir eins og Sipa, Kisan og Hnokkar og Hnátur. Þær selja danskar vörur meðal annars, og sjálf myndi ég ganga í þeim ef stærðirnar væru fyrir hendi. Í öðrum búðum er allt annað hvort lilla blátt eða lilla bleikt. Ekki mikil, hvernig á ég að lýsa því, fjölbreytni, ekkert sniðugt eða nýtt að gerast þannig lagað. En auðvitað voða sætt líka ;)

Bladibla jarajarajara....ætti að skella mér í rúmið.

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Hef lengi vel velt einu fyrir mér, eiginlega frá því að ég bjó úti. Þar þykir það svaka sport og jafnvel í fínni kantinum að taka inn lýsitöflur-reyndar rakst ég aldrei á olíuna en gvöð hvað það hefði slegið í gegn. Allavega, þar er þetta kallað cod liver oil. Nafnið segir manni svo til hvaðan þessi blessaða olía kemur, en hérna heima er þetta bara lýsi eða þorskalýsi eða eitthvað og maður hugsar kannski ekkert meira út í þetta.
Ok, ef þetta er þorska-lifurolía, af hverju er hún ekki miklu dýrari en hún er. Ég meina, það hlýtur að fela í sér mikla vinnu að týna út lifur eða lifrar úr tja 395 þorskum (eins flaska kannski), kremja hverja einustu eða olíuna úr og svo kaldhreinsa eða hvað sem þau gera. Svo ég tala nú ekki um tímafrekt djobb. Ætli það sé notuð einhvers konar hvítlaukspressa eða er kannski 50 lifrum safnað saman í stærra apparat og svo kramið og klesst? Best ég tjékki á netinu og komi með uppl. glóðvolgar hingað inn.

Ég tek lýsi á hverjum degi, er að klára krakkalýsið en keypti fullorðins til að eiga næst. Já maður er víst að verða fullorðinn.... Mamma sver að lýsið hafi bætt gigtina, þ.e. hún væri ábyggilega orðin þéttasta lyfjadollan ef hún hefði ekki bara tekið málin í sínar hendur og byrjað að lýsast-tekur nánast engin lyf í dag! Ég er líka á því að olíur sem þessi, smyrji gangverkið all vel og þar af leiðandi gengur manni betur með ummm úthreinsun. Ekki æla, það kúka allir!

sunnudagur, febrúar 11, 2007

mánudagur, febrúar 05, 2007


Ég er kannski ekki að deyja úr fallegheitum eins og kauðinn en er temmilega hress bara. Allavega oftast. Samt hef ég það sterklega á tilfinningunni, líkt og nokkrir í kringum mig að Stuart litli eigi eftir að láta sjá sig fyrr en áætlað hefur verið. Ein samstarfskona benti mér líka á að í raun hefði ég ekki hugmynd og að svona sónar getur alltaf ruglast...Við sjáum bara til ;)

Héldum smá fjölskyldumatarboð í tilefni afmælis húsbóndans og hann fékk jú gjafir, bæði á sig og á manninn litla-þeir eiga eftir að klæðast afar líkt þessir feðgar, það eitt get ég sagt. Hef ákveðið að segja upp stílastanum enda mesta smekksfólk í kringum mig! Mamma mín er að prjóna sem galin sé og gersemarnar sem koma út úr því eru ótrúlegar! Kannski get ég nýtt prjónakunnáttuna mína í að prjóna eitthvað, þ.e. eftir uppskrift...gúlp. Ég meina, ég kann ´etta-garðaprjón og slétt-og brugðið....og allt það.

Jæja, ætla að skella mér í live spjall með head og microphone-skólinn kallar, er einmitt að reyna að gera sem mest í öllum verkefnum áður en ég get ei meir ;)

Bújakasja!

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag-hann á afmæli hann Bjarkilíuuuuusss.
Hann á afmæli í dag!!!!

Jódelí jei jei jei

***Til hamingju ofsa ofsa oft og mikið minn strákur***