miðvikudagur, apríl 30, 2008

Mér finnst ég stundum hafa lifað óralengi eða átt mörg líf. Svo ólíkir eru hinir mismunandi kaflar lífs míns að utanaðkomandi myndu sennilega ekki trúa helmingnum af því sem ég hef gert og séð. Vá hvað þetta hljómar eins og ferill konunnar hafi verið eitthvað mega magnaður ;) Nei nei...ekki þannig.

Tek svona tónlistarskeið, datt inn á Lastfm.com sem ég hafði gleymt og tók smá hiphop-sprett. Ohh....góðir tímar sem tengjast Brooklyn og heitu malbikinu þar. Þar kynntist ég náttúrulega mögnuðum karakterum, sumum sem ég mun pottþétt aldrei hitta aftur. Einn sem var okkur kær, hann Desmond en hann var myrtur 2000 eða árið sem ég flutti til London. Út frá honum fór ég aðeins að hlusta á Junior Mafia (BIG og co.) en frændi hans var í því liði. Desmond og hans vinir Lucky og Malik voru svo með sitt "thing" og kölluðu sig Troublemakers. Sem þeir og voru. Rakst á spóluna þeirra um daginn en stundum poppa textarnir þeirra upp í hausinn á mér.

Fyrir tveimur árum fórum við Bjarki til NYC og ég tók hann á Flatbush en einhvern veginn passaði þetta ekki. Samt voru gaurarnir enn fyrir utan rakarastofuna, bara alveg eins og þann sólríka dag sem ég og Ragga kvöddum. Ég fór ekki yfir götuna og heilsaði og í raun sé ég pínku eftir því. Æ tímarnir eru bara breyttir og maður sjálfur með.

sunnudagur, apríl 27, 2008


Vansvefta í total ringulreið, það er ég. Nei nei, en endaspretturinn er hafinn og þá gerist ýmislegt mis-skondið. Áðan skaust ég í búð og keypti pepsi. Panikaði svo við afgreiðsluborðið þegar ég komst að því að ég hafði gripið appelsín í staðinn. Greyið afgreiðslumaðurinn varð alveg forviða, skildi hvorki upp né niður. Og ég roðnaði bara. Ohh.


Á morgun er málþing okkar útskriftarnema og er þetta blessaða þing einnig á þriðjudaginn. Get ekki sagt að ég sé að springa úr eftirvæntingu en samt er þetta ekkert hræðilegt. Partur af prógramminu. Get heldur ekki sagt að ég hafi lagt mig alla í þetta, langar bara að klára þetta af svo ég geti einbeitt mér að öðru.




Læt fylgja með mynd af snillingnum. Hann er svo mikið æði!

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Veit að það er ekki líklegt að það gerist, en hvað um það, það má alltaf láta sig dreyma. Málið er að ég er að hugsa um að skrifa drauma-minnislista, ég gleymi þeim bara annars. Þegar ég er búin að skila af mér síðasta verkefninu þann 9.maí, langar mig að leggjast upp í sófa, horfa á allskonar sjónvarpsþætti og sofa svo út. Allavega til 10.

En ekki líklegt, eigum talsvert eftir að gera til að geta flutt inn. Svo er það flutningurinn og allt það. En samt allt sweet og tóm hamingja bara! Ofsalega gaman að láta hugann reika um allskonar fínt í pleisið, gaman gaman ha!??! En annars er ég orðin ferlega dofin, alveg komin með upp og út um eyrun af skólaverkefnum. Ohhh, sama hversu mikið allt er gott og ég reyni að vera jákvæð þá þarf ég alltaf að kvarta líka. Verður bara að vera þannig. Pollýanna er bara pínku þreytt núna.

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Fór hingað inn fyrir rælni og sá tvö comment, annað nafnlaust síðanégveitekki hvenær og hitt frá skólasystur. Má því til með að blogga smá. Mikið ofsalega hefur margt gerst síðan síðast og ákaflega mikið breyst. Samt ekki, eða þannig. Ég er ennþá að vinna á fullu í skólavinnu, bæði í tveimur mjög stórum fjölþátta verkefnum en einnig í lokaritgerðinni. Fyrir utan þessi verkefni þá er ég í vettvangsnámi og að vinna upp í Hagaskóla. Sem betur fer komst sá litli að hjá yndislegri dagmömmu hérna rétt hjá. Eitthvað sem gerðist afar óvænt og alveg á síðustu metrum feðraorlofsins! Já þessi íslenska redding kemur manni alltaf til góða :) Aðlögun litla kúts var stutt og byrjaði hann á fullu eiginlega strax. Hann er þó bara í 75%, sem er alveg nóg-en honum líður samt ofsa vel hjá henni. Finnst gaman að fara til hennar og gott þegar mamma eða pabbi koma að sækja hann. Bara alveg eins og það á að vera. Hann tók svo, okkur til mikillar furðu, upp á því fyrir nokkrum dögum að verða eins árs. Alveg ótrúlegur! Farinn að labba og herma eftir því sem við segjum (blótið alveg horfið úr mínum munni). Undrabarn!

Nú, svo tókum við upp á því (bara af því það er ekki alveg nógu mikið að gera-not) að fjárfesta í íbúð. Seldum djöflinum sálu okkar! Grín grín. Nei, en við fundum íbúð hérna í Vesturbænum sem við gátum ekki sleppt. Fín kaup fyrir okkur og núna erum við eða aðallega B að standsetja hana. Mikið ofsalega held ég að okkur eigi eftir að líða vel í bleiku blokkinni :)

Annars hlakkar þessa húsmóður óendanlega mikið til að vera búin með skólann. Þá get ég farið að sinna barni og búi enda verðum við mæðgin saman í sumarleyfi frá byrjun júní. Sætir dagar þeir verða án efa :)